23.1.2017 | 00:34
2567 - Óánægður Sókrates
Hvort er betra að vera ánægt svín eða óánægður Sókrates?
Getur Guð skapað svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?
Vel má halda því fram að þessar spurningar séu heimspekilegs eðlis. Heimspekin kemur þó fyrst við sögu ef reynt er að svara þessum spurningum af einhverju viti. Ég treysti mér ekki til þess.
Montið í þessum rudda er næstum óþolandi. Já, ég á við Trump. Mér finnst hann bölvaður ruddi og óþolandi sjálfumglaður að auki. Þetta verða Bandaríkjamenn að sætta sig við. Eiginlega er ég ekkert hissa á því þó að sumum líki bara vel við hann. Við því er ekkert að segja. Vonandi þurfum við sem ekki erum Bandaríkjamenn ekki að verða fyrir neinum kárínum af hans hálfu. Þó má búast við að áhrif hans á þróun heimsmála verði einhver.
Flokkun sorps er engin nýlunda. Þetta hefur verið gert mjög víða áratugum saman. Þó eigum við Íslendingar í miklum vandræðum með þetta. Í Reykjavík láta menn eins og þetta sé merk nýjung eftir að hafa hvorki hreyft legg né lið í þessa átt mjög lengi. Svei mér ef Sjálfstæðismenn hefðu ekki verið búnir að gera eitthvað. Geirs Hallgrímssonar er t.d. minnst fyrir það að hafa staðið fyrir malbikun nær allra gatna í höfuðborginni. Sorpflokkun gerist ekki af sjálfu sér. Yfirvöld þurfa að skipta sér af þessu. Það er hægt að gera á margan hátt. Það þarf ekki einu sinni að kosta þau veruleg fjárútlát. Fólk fer eftir buddunni. Ef það er dýrara að vera sóði þá hætta flestir því. Það er sannarlega ömurlegt fyrir yfirvöld að þurfa að elta almenningsálitið í stað þess að reyna að hafa áhrif á það.
Lyftuskömmin hér á Hagaflöt virðist ekki vera fær um að hugsa jafnhægt og ég!! Þegar ég er t.d. staddur á fjórðu hæð á ég það stundum til að ýta á 4 því það kemur alveg fyrir að ég sé pínulítið ruglaður. Lyftan hættir þá snimmhendis við að loka sér, þó hún sé byrjuð á því, og opnar hurðina aftur upp á gátt. Þá ýti ég gjarnan á 1 eftir smávegis umhugsun og þá lokar hún sér og fer þangað.
Nú er ég að mestu búinn að hella úr skálum reiði minnar. Miðlar eins og Moggabloggið og Fésbókin eru stundum álitnir hafa breytt heiminum. Flestum finnst það hafa verið til hins verra. Ekki er ég þó sama sinnis. Mér finnst heimurinn sífellt vera að batna. Líkfundurinn í Selvoginum í dag dregur ekki úr því. Auðvitað finn ég til með foreldrum Birnu, en svo ég reyni að ljúka þessu á heimspekilegum nótum þá verð ég að segja það að við Íslendingar erum og höfum verið ákaflega lausir við alvarlega glæpi hingað til.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur. Nú fundu björgunarsveitir Ísland líkið að manninum sem sagður var hafa farist í Ölfusá fyrir ári síðan? Eða hvað?
Gott að búið er að finna líkið af þeim manni sem engum fjölmiðli á Íslandi fannst skipta máli hvort væri að finna lífs eða liðinn?
Engar sannanir eru fyrir hvers er líkið sem fannst við Strandakirkunnar fjörusteina.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2017 kl. 01:38
Svo furðulegt sem það er þá fá sum fyrirtæki greitt fyrir pappírinn sem þau henda í þar til gerðan pappírsgám (ætlaður fyrir bylgjupappa) en heimilin þurfa að borga fyrir sinn pappírsúrgang. Svo selur endurvinnslufyrirtækið hér á landi, þetta með hagnaði til útlanda.
Hvernig væri að allir fengu greitt fyrir sinn pappírsúrgang, jafnvel þótt lítið væri, a.m.k. fengju bévítans pappírsruslatunnuna fría en þyrftu ekki að greiða fyrir hana.
Jóhannes 23.1.2017 kl. 07:44
Anna Sgríður. Þekki ekki þetta mál sem þú ert að tala um. Vil ekki hætta mér útí umræður um fjölmiðla, andlát og björgunarsveitir.
Sæmundur Bjarnason, 23.1.2017 kl. 17:48
Jóhannes, mér finnst fyrst og fremst að Íslendingar hafi verið óhæfilega seinir varðandi þetta mál. Alltaf má deila um peninga.
Sæmundur Bjarnason, 23.1.2017 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.