21.1.2017 | 09:08
2566 - Um Donald Trump og ýmsa fleiri
Últrahægrisinnar um allan heim munu fagna því að Trump skuli vera orðinn forseti Bandaríkjanna. Aðrir ekki. Heima fyrir virðist hann njóta talsverðs fylgis. Hatur heimsins á Bandarísku stjórninni mun bitna á þeim suðupotti mannlegrar snilligáfu sem Bandaríkin vissulega eru. Þ.e.a.s. þjóðinni allri. Einangrunarhyggja sú sem tröllríða mun heiminum á næstu misserum mun auðveldlega geta valdið auknum illindum milli ríkja. Þær framfarir sem orðið hafa síðan í síðari heimsstyrjöldinni kunna að vera í hættu. Kjarnorkuógnin gæti komið aftur.
Falin er í illspá hverri
ósk um hrakför sýnu verri,
orti Stephen G. Stephensen í kvæði sínu um Jón Hrak. Margir óska þess að sú stefnubreyting sem Trump vissulega boðar, verði til þess að hægri menn um allan heim fari sem mesta hrakför. Ekki er víst að svo verði því það stríð sem stórveldin halda úti í Sýrlandi getur hæglega breiðst út og orðið mun hættulegra heimsfriðnum en nú er. Ef svo fer er alls ekki víst að það verði Trump einum að kenna. Þó ég hafi áhuga á heimspólitík er ekki þar með sagt að ég hafi réttara fyrir mér en aðrir.
Ef menn vilja endilega finna sér eitthvað til að rífast um, þá geta menn t.d. fjallað um það hvort Hillary Clinton hefði átt að vera viðstödd embættistöku Trumps eður ei.
Nýjasta Hollywood kjaftasagan er víst sú að Brad Pitt sé búinn að gera Kate Hudson dóttur Goldie Hawn ólétta og jafnvel fluttur inn til hennar. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Man að ég tók eftir því í áramótaskaupinu að einhverjir tóku skilnaðinn nærri sér. Hvaða skilnaður það var veit ég ekki.
Hvort heitir geðlæknirinn Óttar eða Óttarr? Lítill vafi er á þessu með ráðherrann. Hann heitir Óttarr. Með aukaföllin held ég að sé lítill ágreiningur. Kannski eru bæði nöfnin jafngild. Eiginlega hallast ég að því. T.d. geta menn ýmist verið Sigurðssynir eða Sigurðarsynir. Þetta minnir mig á ættfræðina. Lengi hef ég haldið að geðlæknirinn Óttar væri bróðir Guðmundar nokkurs sem einnig var geðlæknir en starfaði sem heimilislæknir. Báðir væru þeir synir Guðmundar Sigurðssonar sem kallaður var skólaskáld. Kannski er þetta tóm vitleysa í mér enda hef ég aldrei verið sterkur í ættfræðinni. Það væri þá frekar að Bjarni frændi eða Björgvin bróðir væru það.
Nú er þetta blogg, alveg óforvarendis orðið, að mér sýnist, nægilega langt til að vera sett upp á Moggabloggið. Já, margt má svosem um Moggabloggið segja en ég held að ég sleppi því að þessu sinni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er athyglivert hvernig þú setur stefnu Trumps í samhengi við hægri/vinstri í ljósi þess að stefna hans gengur eiginlega dálítið þvert á þetta hugtakapar. Trump er einangrunarsinni en flestir hægrimenn fylgja frjálsum viðskiptum milli þjóða. Það gera margir vinstrimenn líka, nema þeir sem lengst eru til vinstri. Þeir aðhyllast einangrunarstefnu eins og Trump
Svo vona ég að þú hafir geðlækninn rangfeðraðan því ef rétt væri nálgaðist hann nú 99. aldursárið hið minnsta, að því gefnu að skólaskáldið (Guðmundur Guðmundsson) haft það af að geta hann á á grafarbakkanum árið 1919
Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2017 kl. 13:47
Trump bauð sig fram fyrir Repúblikana og þeir telja sig eiga hann. Eru samt hundóánægðir með hann, því margt í hans stefnu (eða stefnuleysi) er í andstöðu við þá. Auðvitað er hægri og vinstri hálfgert ómark þarna en venja er að telja repúblikana hægra megin við demókrata. Að mínum dómi er Trump fyrst og fremst ruddi sem er óhæfilega sjálfmiðaður. Óheppilegt að hann skuli vera "anti-establishment" því þeir eru alls góðs maklegir. Ríkjandi valdhafar eru að ríða heiminum á slig. Einangrunarsinni er hann einnig og ég er sammála þér um það að slíkt er dálítið skondið.
Sæmundur Bjarnason, 23.1.2017 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.