13.1.2017 | 10:04
2563 - Mannréttindi
Nú er ekki lengur nóg að vera tattóveraður, kolefnisjafnaður og aflitaður heldur þarf víst að vera vegan og í rauðakrossfötum líka. Allt er þetta gert til þess að ná hugsanlega hundrað ára aldri. Eina afsökunin fyrir því að fá að deyja fyrir aldur fram er nútildax sú að vera poppsöngvari eða frægur leikari/leikkona. Auðvitað er það ekki öllum gefið og sumir grípa til þess örþrifaráðs að farga sér tímabundið án þess að hafa öðlast nægilega frægð. Það nefnist geðveiki og er víst allra meina bót.
Ef ég væri í fullu fjöri og fengi borgað fyrir það, mundi ég kannski skrifa meira, því segja má að skrif allskonar séu mínar ær og kýr. Jafnvel væri hægt að segja að ég sé bara alveg sæmilegur bloggari. Auðvitað finnst mér að miklu fleiri ættu að lesa það sem ég læt frá mér fara. Ekki get ég þó neytt neinn til þess.
Samt er mesta furða hve margir lesa þetta. Stundum veit ég varla sjálfur hvað er raunveruleiki og hvað er ímyndun. Auglýsingastarfsemi og promotion hverskonar á þó fremur illa við mig og jafnvel er of seint að stunda slíkt núna því ég gerist það aldraður að hugsalega er lífinu að ljúka hjá mér og að sumu leyti má segja að ég hafi sólundað því. Hálfkæringur og kaldhæðni eru samt eiginleikar sem ég þykist hafa á valdi mínu. Alvarlegur er ég þó alltaf inn á milli.
Mannréttindi eru á undanhaldi í heiminum. Sigur Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er til marks um það. Segja má að hann hafi komist til valda með ófyrirleitni, skítkasti, lygum, kynþáttafordómum og ýmsu öðru miður fallegu. Engu að síður verður að taka tillit til hans og sjónarmiða hans. Segja má að andúð sú á flóttamönnum og hælisleitendum sem vart hefur orðið víða í Evrópu, framkoma Dutertis á Filippseyjum og annarra harðstjóra og ríkisstjórna víðsvegar um heiminn t.d. í Kína og Rússlandi ógni á ýmsan hátt mannréttindum. Já, jafnvel má segja að lýðræðið sé ekki sú allra meina bót sem haldið hefur verið fram.
Viljandi hef ég ekkert minnst á stríðið í Sýrlandi. Þar má segja að stórveldin takist á. Rússar eru að mínu viti að reyna að gera sig gildandi aftur eftir að hafa tapað eftirminnilega í kalda stríðinu. Við verðum að sæta því að vera á áhrifasvæði Bandaríkjanna fremur en Kína og Rússlands. Mannréttindin margumtöluðu eru samt ekkert betur komin hjá Saudi-Arabíu en í Kína eða Rússlandi. Já, eða t.d. í Tyrklandi. Um þetta allt saman ætla ég ekki að fullyrða mikið enda skortir mig þekkingu til þess.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sagði ekki Churchill að lýðræðið væri versta stjórnarformið - fyrir utan öll hin?
Líklega gengur lýðræði aldrei upp nema í samfélögum þar sem djúpstæð virðing ríkir fyrir grundvallarréttindum einstaklingsins. Annars endar það væntanlega í skrílræði - eða þá einræði.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.1.2017 kl. 19:20
Jú, lýðræðið getur verið meingallað. Hægt er að færa sannfærandi rök fyrir því að menntað einveldi geti verið betra. Líkurnar fyrir því eru samt minni en með lýðræðinu og auðveldara að losna við lýðræðislega kjörnar stjórnir.
Sæmundur Bjarnason, 14.1.2017 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.