28.11.2016 | 15:24
2546 - Gísli Marteinn og Eva María
Guðbjörn Jónsson sem ég held endilega að ég eigi að kannast við og að hann hafi eitt sinn átt heima að Hrafnakletti í Borgarnesi heldur áfram að reyna að verja Sigmund Davíð Gunnlaugsson hvað Panamaskjölunum viðvíkur. Heldur hann virkilega að einhverjir nenni að lesa þessa langhunda sem hann skrifar um það efni? Ekki hann ég a.m.k.. Er nefnilega ansi hræddur um að attention span fólks sé sífellt að styttast. Kannski veð ég samt í villu og svíma þarna því ég man að einu sinni las ég allar þær sögur (stuttar eða langar) sem ég gat komið höndum yfir á netinu. En sá tími er löngu liðinn. Mér finnst oft eins og ég hafi allt mitt líf verið meira og minna uppá netið og bbs-in kominn. En það er ekki svo. Ég kynntist tölvum og þess háttar ekki fyrr en um og jafnvel eftir 1980.
Fiskmarkaður Íslands er á Akranesi. Barnaskóli Íslands er á Akureyri (skilst mér) Skóflan h/f er aftur á móti hér á Akranesi. Annars eru fyrirtækjanöfn sérstök fræðigrein. T.d. sá ég hér ekki alls fyrir löngu Eurofant einn heilmikinn. Veit samt ekki að hvaða leyti hann er frábrugðinn venjulega föntum. Eru fantar annars nokkurntíma venjulegir? Held ekki. Svo er líka hægt að drekka úr föntum, en það gera nú fæstir núorðið.
Mér finnst sandurinn á Langasandi vera að minnka. Kannski er sama fyrirbrigðið hér á ferðinni og á Miami Beach. Allur sá sandur sem þar er, ku vera kominn af hafsbotni fyrir tilverknað manna. Ekki veit ég til að neitt hafi verið átt við sandinn á Langasandi. Kannski kemur hann aftur í sumar. Mér finnst hann allavega hafa minnkað talsvert. Mölin og steinarnir eru líka til mikilla trafala á gangstígnum útað Sómundarhöfða. Ef sjórinn getur flutt steina og möl þá ætti sandur ekki að vera nein fyrirstaða.
Nú skilst mér að Gunnlaugur sá sem samdi sögu Akraness sé á ferðinni með sögu kirkjunnar í Hafnarfirði. Enn virðist hann haldinn af stórbókarblætinu. Veit ekki betur en sóknarnefndin þar sé í mestu vandræðum vegna þessa. Hinsvegar held ég að Bæjarstjórn Akraness hafi fengið frá skiptaráðanda bókaútgáfunnar sem gaf út sögu Akraness talsverðan fjölda bóka sem ekki seldust og gengu eiginlega frá bókaútgáfunni. Kannski er þetta ekki allt alveg kórrétt hjá mér en svona upplifi ég fréttir af þessu.
Horfði um daginn á hluta af þættinum ofurvinsæla (skv. kynningu) hjá Gísla Marteini og þó Eva María hafi greinlega verið sársvöng var ýmislegt áhugavert í þættinum og Gísli Marteinn kann þá list mörgum öðrum betur að skipta áreynslulaust um umræðuefni. Að vísu fékk hann enga kanónu eins og Sigmund Davíð til að rífast við um pólitík, en samt var þátturinn alveg sæmilegur. Svo er hann venjulega með tónlistaratriði í lokin og þá geta analfabetar á slíkt eins og ég hætt að horfa.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú ert stundum óforbetranlegur ágæti Sæmundur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2016 kl. 21:10
Gísli Marteinn varð sér til akammar er hann átti samtalið (skrækinn) við Sigmund Davíð.
Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2016 kl. 00:10
halo
Chce par poskytnúť sme foie velika v prípade potreby pôžičky v rámci ročnej uzávierky prázdniny un Dobrá ako vždy Mame k dispozícii, aby sa Váš život Stastny. Także ak similaire rassis záujem o Foie vedieť, že sme Schöps urobiť foie až do výšky 5000 eur na 10.8 milion EUR za podmienok, ktoré Robin Váš život jednoduchší. Staci nás kontaktovať prostredníctvom tejto adrese: finance03.for.all@gmail.com
Le à Oblasti, kde môžeme Pomoca: Financiera, hypotekárny foie, foie na Investície, konsolidáciu dlhu Foie, Osobné pôžičky, pôžičky akýkoľvek druh Nakupa ....
Także prosím, láskavo kontaktujte nás, aby sme vás Mozes uspokojiť čo najskôr.
Kontakt E-mail: finance03.for.all@gmail.com ...
dayvilla 29.11.2016 kl. 09:28
Hvað áttu við með því, Ásthildur. Veit ekki betur en í þessu bloggi sé minnst á nokkur mál.
Sæmundur Bjarnason, 29.11.2016 kl. 13:43
Helga, það getur verið að einhverjum þyki það skrækir að vera ósammála sjálfum Sigmundi Davíð, en mér finnst það ekki. Gísli Marteinn óx verulega í áliti hjá mér fyrir að mótmæla bullinu í Sigmundi.
Sæmundur Bjarnason, 29.11.2016 kl. 13:46
Dayvilla, því miður skil ég þetta allsekki. Kannski er þetta pólska.
Mér finnst það eðlilegri krafa að Pólverjar sem hingað koma tali og skrifi íslensku, en að allir Íslendingar skilji pólsku.
Ef þú ert að senda einhverjum Pólverja skilaboð með þessu, þá ertu að misnota þetta blogg.
Sæmundur Bjarnason, 29.11.2016 kl. 13:50
Ég var að skemmta mér yfir orðræðunni hjá þér minn kæri. Ekki lasta
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2016 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.