21.11.2016 | 10:07
2540 - Hannesarholt og Doddsson
Ég fer ekki ofan af því, að stærsta ástæðan fyrir sigri Trumps í Bandaríkjunum hafi verið andstaða hans við hin hefðbundnu stjórnmál. Þeir sem kusu hann kusu hann þrátt fyrir alla hans galla vegna þess að þeir voru hundleiðir á ríkjandi stjórnvöldum og fannst þau ekki hafa gert neitt fyrir sig á undanförnum árum. Sama finnst mér hafa gerst varðandi Brexit og ég á von á því að svipað gerist í Frakklandi næsta sumar.
Nú getum við snúið okkur að stjórnarmynduninni hér heima. Sennilega tekst Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka stjórn, þó mikið hafi verið reynt að halda því fram að slíkt væri ekki gerlegt. Ein af ástæðunum fyrir þessu haldi mínu er sú að með því móti má halda Sjálfstæðisflokknum frá stjórnartaumunum og líka er kominn tími til að sýna fram á að þetta sé hægt. Íhaldssamastir allra í þeirri stjórn verða sennilega Vinstri grænir. Þeir eru nauðalíkir Sjálfstæðismönnum að því leyti að þeir vilja helst ekki breyta neinu.
Enn er verið að telja atkvæði í Bandaríkjunum. Nú er heildarstigafjöldi Clinton kominn í hálfa aðra milljón framyfir Trumparann. Ekki dugar það til að koma kjaftaskinum frá því hann nýtur þess sama og Framsóknarflokkurinn hér að sveitaatkvæði eru öðrum fremri.
Skelfing er fésbókin annars leiðinleg. Ég mundi missa af öllum safaríkustu kjaftasögunum ef ekki væri fyrir DV. Þó kaupi ég þann leiðindasnepil alls ekki. Hann ryðst samt inná mig á fésbókarfjáranum og fræðir mig m.a. á því að Salvör systir hans Hannesar sé nú búin að móðga gjörvalla listaelítuna á Íslandi. Ég fylgist bara hreint ekkert með. Man þó vel eftir Salvöru og Netnáttúru hennar. Man ekki betur en maðurinn hennar hafi farið til Afghanistan einhvern tíma í fyrndinni og að hún og Ólína Kerúlf hafi fyrir margt löngu ætlað í samvinnu við mig að koma þjóðsögum Jóns Árnasonar á framfæri við almenning á Netinu.
Er ekki Hannesarholt annars kennt við Hannes Hólmstein? Eða var það kannski Hannes Hafstein. Allavega tengdist það eitthvað Guðföðurnumm Doddssyni. Og þaraðauki steini eða steinum. Svo sá ég um daginn að búið var að breyta Innnes-skiltinu hérna skammt frá Akranesi í Hannesarskilti. Það þótti mér fjandi hart.
Einhverntíma sá ég ljósmynd. Ætli það hafi ekki verið hjá Kollu í Álfafelli. Þar vorum við Erla Trausta og Jósef Skafta ofan í vatnslausri sundlaug. Þessi mynd kann að hafa verið tekin í skólaferðalagi endur fyrir löngu og sundlaugin gæti hafa verið í Lundarreykjadal. Aftan á þessa mynd var skrifað: Erla sæta, Jobbi gáfaði og Sæmi sniðugi. Lögreglurannsókn á því hver skrifaði þetta er ekki lokið ennþá.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Held að Hannesarholt sé kennt við Hannes Hafstein, frekar en Hólmstein. Hann var mikið í tísku fyrir nokkrum árum og þá var þetta búið til. Kannski kemst Hannes Hólmsteinn einhvern tíma í tísku hjá þeim sem gera svona hús og þá verður gert þannig handa honum. En það er örugglega langt í það.
Held að greining þín á kosningu Trumpsa sé hárrétt. Mikið af þeim sem kusu Hillary voru reyndar líka komnir með hundleið á pólitíkinni og höfðu þess vegna kosið Sanders en ekki haft erindi sem erfiði. En þeim fannst Trumpsi enn verri en Hillary. Fólk valdi sumsé þarna um kúk eða skít og svo er það gáfumannanna að komast að niðurstöðu um hvort vann.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.11.2016 kl. 21:38
Góð rúsína hjá þér í pulsuendanum í skondinni færslu, Sæmi sniðugi!
En Hannesarholt (þar sem ég var einmitt á píanótónleikum í kvöld í því fallega húsi við Grundarstíg) er kennt við þann, sem lét reisa það, Hannes Hafstein, skáldið góða, fyrsta ráðherra Íslands. Honum blöskraði svo bruninn mikli, sem geisaði í miðbæ Reykjavíkur 25. apríl 1915 (Hótels Reykjavíkur bruninn), að hann fann það sem knýjandi nauðsyn að reisa steinhús fyrir fjölskyldu sína. Tveir menn fórust í brunanum, og ekki færri en tólf hús við Austurstræti og Austurvöll brunnu til grunna í þessum mesta eldsvoða á Íslandi fram til þess.
Og reyndar sé ég í þessu samhengi eftirfarandi óvæntar upplýsingar í hinni ágætu aldarkróniku Jakobs F. Ásgeirssonar, 20. öldin, brot úr sögu þjóðar (Rv. 2000), s. 49: "Eftir mikla bruna víða um land var bannað um tíma að byggja úr timbri."
Jón Valur Jensson, 22.11.2016 kl. 00:45
Takk báðir tveir. Auðvitað vissi ég að Hannesarholt væri frekar kennt við Hafstein en Hólmstein. Gat samt ekki á mér setið.
Sæmundur Bjarnason, 22.11.2016 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.