20.7.2016 | 08:01
2496 - Pókemon Go
Pókemon Go er sagt vera upplagður leikur fyrir sófakartöflur. Neyðir þær jafnvel til að fara út undir bert loft. Hugsa sér. Jafnvel halda sumir því fram að hann sé betri og ódýrari en golf sem margir anti-golfarar segja aðeins vera afsökun eða tilgang til langra gönguferða. Iðkendur Pókemon Go þurfa þó að eiga snjallsíma, hefur mér skilist, til að geta tekið þátt í leiknum. Margir eiga slíka síma hvort eð er, svo enginn aukakostnaður fylgir þáttöku þar. Keppnisandi verður að vera eitthver í leiknum til að hann haldi vinsældum sínum. Kannski er hann til staðar, en ég hef því miður ekki skilið leikinn til fulls ennþá. Hvað þá tekið þátt í honum.
Hingað til hefur þjóðkirkjan verið ákaflega þögul um flóttamannavandamálið. Eiginlega hefur hún bara fylgt stjórnvöldum eins og hún hefur löngum gert. Hægri elítan sem stjórnar landinu um þessar mundir hefur átt sér öflugan bandamann í þjóðkirkjunni. Ekki eru allir prestar ánægðir með þetta og jafnvel ekki biskupinn sjálfur. Já, ég veit ósköp vel að vinstri og hægri í stjórnmálum er að mörgu leyti úrelt þing. Samt sem áður má gera ráð fyrir að samkvæmt skilgreiningu margra séu sumir prestar talsvert vinstri sinnaðir og hafa lengi verið. Biskupinn er þó erfitt að skilja og kannski hafa þeir prestar, sem stóðu fyrir uppákomunni í Laugarneskirkju á dögunum, gert honum mikinn óleik.
Tekjur fyrirtækja sem fást við ferðamennsku hafa aukist gríðarlega á undanförnum árum. Ekki er samt hægt að ætlast til að þau bæti aðstöðu við fjölmenna og vinsæla ferðamannastaði nema óbeint. Ekki veit ég gjörla hvernig skattheimtu á þessi fyrirtæki er háttað, en augljóst virðist að réttlátara sé að auka hana á þau fremur en almenning. Verðlag allt er hátt, bæði fyrir ferðamenn og aðra, en varasamt er að spenna bogann of hátt í því efni. Við Íslendingar erum óvanir ferðamönnum í miklum mæli en áreiðanlega má auka ferðamannastrauminn frá því sem nú er, ef skipulag allt er sæmilega gott.
Andskotinn hafi það að jafnaðarvællinn í mér er mig sjálfan lifandi að drepa. Mikið vildi ég að ég væri dálítið umdeildur eins og sagt er. Það er ekki nóg að segjast vera guðlaus og vera þar að auki á móti sjálfstæðisflokknum. Það gerir engan umdeildan. Aldrei, eða a.m.k. mjög sjaldan fæ ég hótunarbréf. Einhverjir lesa samt þennan jafnaðarvæl og fyrir það er ég auðvitað þakklátur, en stundum verður mér hugsað til þess að þeir mættu gjarnan vera fleiri. Ég hef nefnilega svo fjári gaman af að skrifa. Kannski væri það tóm bölvun að lesendum fjölgaði mikið, því þá mundi ég kannski skrifa ennþá oftar og útþynntari fjanda.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmi,
Ég er Pokemon-ekkill, konan er út um græna grundu á Pokemon veiðum...
DoctorE 20.7.2016 kl. 17:35
Já, þetta er ein hliðin á Pókemon-æðinu. Getur þú ekki bara farið að eltast við eitthvað annað?
Sæmundur Bjarnason, 21.7.2016 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.