18.7.2016 | 22:41
2495 - Íslandsmet og fleira
Frá því var sagt nýlega að Íslandsmetið í 100 metra hlaupi hafi verið slegið og sá sem það gerði hafi hlaupið vegalengdina á 10,52 sekúndum. Ég man svo langt að Hilmar Þorbjörnsson lögreglumaður, sem ferðaðist til Ástralíu ásamt Vilhjálmi Einarssyni árið 1956 á Ólympíuleikana sem þá voru haldnir þar, hljóp eitt sinn 100 metrana á 10,3 sekúndum. Að vísu var þar um handtímatöku að ræða og ekki tekið tillit til tíma þess sem hljóðið frá byssu ræsisins var að ferðast að endamarkinu. Vel getur verið að rafmagnstímataka sé nákvæmari og rétt sé að 10,52 sekúndur sé nýtt Íslandsmet. Til grundvallar því hljóta að vera til rannsóknir. Mér þótti bara rétt að minnast á þetta.
Sömuleiðis var frá því sagt í fréttum nýlega án athugasemda að boltinn sem notaður var í frægum sigri Íslendinga á Englendinum á nýafstöðnu Evrópumeistaramóti í knattspyrnu muni verða í framtíðinni til sýnis á þjóðminjasafninu. Allflestir vita þó að nútildags eru notaðir margir boltar í hverjum leik. Áður var það ekki svo og oft fengu þátttakendur í leiknum smáfrí ef boltanum var sparkað nógu langt í burtu. Hér á Akranesi hef ég fyrir satt að boltinn hafi stundum farið útá sjó.
Ekki er ég viss um að hryðjuverkum og allskyns hermdarverkum hafi farið fjölgandi síðustu mánuði þó svo sé að skilja á fjölmiðlum flestum. Minni fjölmiðlamanna nær oft skammt. Ekki þar fyrir að hryðjuverk þau sem framin hafa verið að undanförnu eru að sjálfsögðu fordæmanleg og munurinn á þeim og morðárásum á saklausa borgara á átaka- eða stríðssvæðum er oftast sá að þau koma algjörlega á óvart og eru framin af morðóðum vesalingum en ekki hermönnum. Stríðsaðgerðir eru þó í sjálfu sér ekkert réttlætanlegri en hermdarverk þó miklu erfiðara sé oftast að koma í veg fyrir þær.
Stutt blogg eru oftast áhrifameiri en löng. Sú er að minnsta kosti mín skoðun sem kannski stafar af því að ég nenni ekki að hafa bloggin löng. Legg meira uppúr því að hafa þau mörg. Sennilega er ég sá eini sem ævinlega númera bloggin mín. Það hef ég gert allt frá því að ég byrjaði hér á Moggablogginu. Guðirnir sem hér um slóðir stjórna öllu halda því fram að það hafi verið í lok ársins 2006. Vel getur það verðið rétt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll. Bæði í bloggpistli í kvöld og í íþróttafréttum Sjónvarpsins rakti ég það að tími Hilmars samsvaraði 10,54 sek á rafrænni tímatöku, svo að Ari Bragi Kárason var í raun að slá 59 ára gamalt Íslandsmet.
Ég sá hann meira að segja setja þetta elsta frjálsíþróttamet Íslands á sínum tima.
Ómar Ragnarsson, 19.7.2016 kl. 22:25
Takk Ómar. Ég var bara að hugsa um hvernig komist væri að þeirri niðurstöðu að 10,3 samsvöruðu 10,54. Var þá Íslandsmetið hja tugþrautarkappanum (sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir - svona er ellin) ekki raunverulegt Íslandsmet?
Sæmundur Bjarnason, 20.7.2016 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.