18.6.2016 | 00:55
2484 - Girðing um Austurvöll
Ekki er hægt annað en fallast á rök þeirra sem halda því sífellt fram að allt sé svo dýrt hér á Íslandi. Enn er það svo að margir flytjast til útlanda í sparnaðarskyni. Sérstaklega er illa farið með Elli- og örorkuleyfisþega og er engin ástæða til að fjölyrða meira um það. Sönnur hafa svo oft verið færðar á að þessi fullyrðing sé rétt að óþarfi er fyrir mig að endurtaka það allt hér. Að vísu er það svo að ef öldruð hjón búa saman og eiga íbúð sem ekki kostar í afborgunum meira en svona fjörutíu til sextíu þúsund á mánuði, má samt komast af ef lækniskostnaður er lítill eða enginn. Auðvitað veita ellilífeyrisþegar sér ekki neitt sem til óþarfa má telja og hafa flestir vanist því frá blautu barnsbeini að hafa lítið handa á milli.
Að því kemur að ellilífeyrisþegar munu í stórum stíl (stærri en núna) flýja land. Þangað til verða þeir bara að herða sultarólina og láta sig hafa hin slæmu kjör. Hvers vegna er annars verið að hamast við að lengja líf allra ef ekki á að sjá til þess að þeir sem við lökust kjör búa geti lifað mannsæmandi lífi?
Mér finnst það nú langt gengið að girða Austurvöll af. Ég verð bara að segja það. Vona að þetta verði í fyrsta og síðasta sinn á 17. júní sem slíkt er gert. Hingað til höfum við Íslendingar gumað mikið af því að hér á landi væri engin stéttaskipting. Nú getum við það ekki lengur. Þessi girðingarfjandi kemur í veg fyrir það. Vitanlega er hún fyrst og fremst táknræn. Hún táknar endanlega skiptingu landsins barna í yfirstétt og undirstétt. Ef það er þetta sem yfirstéttin vill þá skulum við eftirláta henni það. En hún verður þá vonandi rekin úr Alþingishúsinu í staðinn með skömm. Í mínum huga er það ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þessu. Vonandi verður ný komin og ekki svona hrædd við pöpulinn næst þegar haldið verður uppá 17. júní.
Á morgun er laugardagur og ég man ekki betur en Íslendingar eigi þá að spila í fótbolta við Ungverjaland á Evrópumeistaramótinu. Annars er það undarlegur siður hjá blaðamönnum og fjölmiðlafólki yfirleitt, að láta eins og þetta Evrópumeistaramót sé einhver heimsviðburður. Svo er allsekki. Þetta er bara knattspyrnumót sem haldið er reglulega. Auðvitað er það í augum okkar Íslendinga merkilegra en önnur slík, því þetta mun vera í fyrsta skipti sem við höfum unnið okkur rétt til að taka þátt. Íþróttir allar eru ópíum fólksins og ekki neitt annað. Lágmenning í sinni tærustu mynd. Að svo miklu leyti sem þetta getur komið í veg fyrir annað og verra er það samt jákvætt mjög. En hliðarverkunin er sú að þetta fær fjöldann til að sætta sig betur við ótrúlegustu spillingu og þjófnaði.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem Austurvöllur er afgirtur á 17. Júní. Hátíðasvæðið var afgirt í fyrra líka en núna stækkuðu þeir bara svæðið.
Gissur Örn, 18.6.2016 kl. 10:37
Þessi girðing er hábölvuð. En hún er ekki sett til að skipta fólki í stéttir. Það var byrjað á þessu vegna þess að hátíðahöldin voru ekki látin í friði af "mótmælendum". Ef fólk kann mannasiði þarf engar girðingar.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.6.2016 kl. 11:57
Sæll Sæmundur - sem og aðrir gestir, þínir !
Þorsteinn Siglaugsson: forni spjall (blog) vinur !
Það eru VALDHAFARNIR hér á landi - sem EKKI kunna mannasiðina, Þorsteinn minn.
Þjófalýður (utan Ásmundar Friðrikssonar): sem ló sig / og lýgur, inn á almenning, undir yfirskini gerfi- lýðræðis og og með falsi og svikum, á 4urra ára fresti, Þorsteinn minn.
Væru íslenzkir stjórnmála- og embættismenn í lagi, litu þeir á sig, sem JAFNINGJA við aðra landsmenn:: en ekki sá úrhrakslýður sjálftöku og beinna ÞJÓFNAÐA úr vösum landsmanna / eins og SÍHÆKKANDI skatta og gjalda fargan sýnir okkur - daginn út, og daginn inn, Þorsteinn.
Sjáðu t.d.: a.m.k. 70 Milljóna Króna Bíla bruðlið nýjasta, undir afturenda ráðherranna og ráðherfanna, jafnvel viðbjóðslegra Þorsteinn, en í löngu viðurkenndum Bananalýðveldum Suðurhvelsins, ágæti drengur.
Hvaða heilbrigði - er í þessarri háttsemi landsstjórnenda ?
Hvað er í veginum fyrir því: að stjórnarráðs liðið, aki sínum eigin bílum, líkt almenningi ?
''Mótmælendur'' hvað - Þorsteinn Siglaugsson ?
Er Sigurður Ingi Jóhannsson kannski - orðinn yfir- Girðingameistari ríkisins, eftir ''afrek'' gærdagsins (17. Júní) ?
Reyndu að ná áttum: maður !!!
Með beztu kveðjum: engu að síður - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason 18.6.2016 kl. 13:39
Það hefur verið bent á að mótmælin í fyrra voru auglýst rækilega, svo það átti ekki að fara á milli mála. Nú var ekkert slíkt í gangi, en þessir ráðamenn eru orðnir hræddir við almenning í landinu. Tökum þá alla með tveimur hrútshornum í haust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2016 kl. 19:14
Alveg sammála þér, Ásthildur.
Sæmundur Bjarnason, 18.6.2016 kl. 21:28
Já takk fyrir það Sæmundur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2016 kl. 22:54
Já, það er eflaust alveg rétt að menn eru orðnir dálítið of paranoid með þessar girðingar sínar. Við skulum vona að það verði hægt að koma þessu í samt lag og allir hagi sér framvegis.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.6.2016 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.