2483 - Ţorvaldur Gylfason

Sko. Ég er víst búinn ađ lýsa ţví yfir ađ ég ćtli ađ kjósa Guđna Th. í komandi forsetakosningum. Ekki ćtla ég mér annađ, en ég get ekki ađ ţví gert ađ Andri Snćr og barátta hans er mér nokkuđ hjartfólgin. Ađ Guđna frátöldum vegna yfirburđaţekkingar sinnar á forsetaembćttinu og öllu sem ţví tilheyrir vćri ég líklega til međ ađ ljá Andra Snć atkvćđi mitt. Ţar á eftir kćmi Halla Tómasdóttir ţó ekki vćri nema vegna ţess ađ ég man eftir henni frá ţví ađ hún var starfsmannastjóri á Stöđ 2. Ţjónkun hennar viđ útrásarvíkingana dregur eflaust úr fylgi hennar ţví hún kemur áberandi vel fyrir sig orđi. Einnig er hún eina konan sem í ţessum kosningum á hugsanlega raunhćfan möguleika á kjöri. Sturla er dálítiđ sér á parti en greinilega mikill hugsjónamađur. Sem forseti vćri hann ţó alls ekki á réttri hillu.

Ađra tekur ţví varla ađ minnast á. Davíđ hefur hingađ til hagađ sér líkt og hann áliti sig einan hafa möguleika á ađ fella Guđna úr forystunni. Líklegast er ţó ađ hann verđi í fjórđa sćti eđa svo og líti á ţađ sem ósigur sinn.

Ađalgallinn viđ ţessar forsetakosningar er hve fyrirsjáanlegar ţćr eru. Vel gćti ţađ orđiđ til ţess ađ kjörsókn verđi áberandi lítil. Mörgum mun eflaust finnast ađ ekki taki ţví ađ vera ađ ómaka sig á ţví ađ fara á kjörstađ.

Langathyglisverđasta frétt dagsins er sú ađ nú sé fariđ ađ handtaka menn vegna Guđmundar og Geirfinns málsins. Ekki er seinna vćnna ţví ţeir sem líklega eru ţar sekir fara sennilega ađ drepast bráđum. Bíđ međ óţreyju eftir ađ frétta meira af ţessu máli. Ég held ađ fáir hafi reiknađ međ ţví á sínum tíma ađ rétt vćri ađ öllu stađiđ í sambandi viđ ţađ mál. Ţó hefur ţađ veriđ látiđ dankast í öll ţessi ár.

Einn algengasti veikleikinn hjá flestum dálkahöfundum og besservisserum er ađ vilja kommenta eđa skipta sér af nćstum öllu. Margir kannast viđ ţetta en vilja ekki viđurkenna ţađ. Sjálfur reyni ég eftir mćtti ađ forđast ţetta og ţessvegna segi ég ađ ég sé fyrrverandi besservisser, en hafi orđiđ atvinnulaus ţegar Gúgli náđi sér á strik.

Ţorvaldur Gylfason hefur hvađ eftir annađ haldiđ ţví fram ađ Íslendingar hafi samţykkt nýju stjórnarskrárdrögin međ tveimur ţriđju hlutum atkvćđa í kosningum áriđ 2012. Ţetta er alrangt hjá honum og ćtti ekki ađ ţurfa ađ brýna ţađ fyrir prófessornum. Í nefndri ţjóđaratkvćđagreiđslu var samţykkt ađ leggja nýsamţykkt stjórnarskrárdrög til grundvallar nýrri. Hvorki meira né minna. Hins vegar var spurt nokkurra ákveđinna spurninga jafnframt en ekkert gert međ svörin viđ ţeim. Ţessvegna, međal annars, eru landsmenn búnir ađ fá hrikalega leiđ á hinum hefđbundnu stjórnmálaflokkum og hefur ţađ komiđ vel fram í ţeim skođanakönnunum sem gerđar hafa veriđ ađ undanförnu.

IMG 1181Einhver mynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband