29.5.2016 | 00:36
2474 - Enn um Tromparann
Mér finnst ég vera búinn að afgreiða forsetakosningarnar hér á Íslandi. Ég er búinn að skrifa um álit mitt á frambjóðendunum sem einhverja möguleika hafa á sigri og hef engu við það að bæta. Finnst ekki að ég þurfi að skrifa til stuðnings þeim sem ég vil helst sjá á Bessastöðum. Þó lofa ég engu um að skrifa ekki meira um þessar kosningar fljótlega. Til dæmis finnst mér ekki útilokað að Davíð Oddsson hætti fljótlega við framboð sitt.
Hinsvegar er margt um kosningarnar í Bandaríkjunum að segja. Hillary Clinton virðist vera að lenda í meiri vandræðum útaf tölvupóstunum en gera mátti ráð fyrir. Margt virðist benda til þess að kosningar á milli Donalds Trump og Bernies Sanders yrðu athyglisverðar. Einkum fyrir þá sök að báðir eru talsvert á móti því skipulagi á hlutunum sem er í stjórnmálunum í USA. Fram að þessu hef ég verið vantrúaður á að Bandaríkjamenn væru tilbúnir fyrir jafn vinstri sinnaða stefnu og þá sem Sanders hefur boðað. Auðvitað veit ég ósköp vel að hægri og vinstri eru að miklu leyti úrelt hugtök í stjórnmálum, en geta þó dugað varðandi sumt.
Óvinsældir Hillary Clinton eru það miklar að efast má um að fylgjendur Sanders muni yfirleitt kjósa hana framyfir Trump. Hún er álitin af mörgum meiri fulltrúi ráðandi afla en flestir aðrir. Hugsanlega munu Sanders-sinnar bara sitja heima. Vissulega ætti hún auðveldlega að geta sigrað Trump, einkum vegna þess að orðháksháttur hans og sjálfhælni virðist ekki ætla að fara af honum þrátt fyrir að hann sé búinn að tryggja sér útnefningu repúblikanaflokksins. Eiginlega er hann ekkert forsetalegri núna, en hann er búinn að vera í forkosningunum.
Margt bendir til þess að Sanders væri ekkert lakari kostur fyrir demókrataflokkinn en Hillary Clinton. Hann virðist einkum höfða til ungra og róttækra kjósenda og hann er ekkert síður líklegur til að sameina demókrataflokkinn en Hillary. Repúblikanar (a.m.k. margir hverjir) mega ekki til þess hugsa að Hillary Clinton verði forseti. Auðæfi þeirra Clintonhjónanna eru á margan hátt farin að verða þeim fjötur um fót. Aftur á móti eru auðæfi Donalds Trump hugsanlega ekki eins mikil og af er látið. Skattskýrslu sína vill hann þó ekki opinbera.
Þó lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu komi okkur Íslendingum mjög til góða. Jafnvel svomikið til góða að ásamt túrhestunum hafi það gert meira en stjórnvöld í að koma okkur uppúr kreppunni sem varð í kjölfar Hrunsins. Tölum samt ekki meira um það. Sumir hafa farið ansi flatt á þessari olíuverðslækkun. Til dæmis er sagt að farið sé að bera á fæðuskorti í Venesúela. Þegar einn græðir er það nefnilega svo að alltaf hlýtur annar að tapa.
Settum niður kartöflur í dag ásamt fleirum á vegum Kartöflufélagsins Mikla en félagar í því eru Hafdís Rósa og Jói ásamt okkur hjónunum. Þrátt fyrir talsverða rigningu undanfarna daga var moldin ekkert of blaut.
Þetta blogg er í styttra lagi og ekkert við því að gera. Hef bara ekki meira að segja í bili.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur.
Því miður einkennast öll skrif þín um Donald Trump og
reyndar að mestu allt annað sem þú skrifar um
kosningar í Bandaríkjunum af því svæsna
torfkofaheilkenni sem jafnan leggst hvað þyngst
á þá sem hafa við fátt annað að styðjast en
fréttaflutning RÚV.
Vitanlega í þessu ljósi er engin sanngirni að gera
athugasemdir við skrif þín því RÚV á alla skömm af því að
hafa tekið af landsmönnum þá ánægju að fylgjast með
þessu einstaka ævintýri með því að afflytja allar fréttir
af þessum kosningum og virðist upptekið af því öðru fremur
að ausa sjálft sig mold og ryki og þessu marki eru allar
fréttir af kosningunum brenndar.
Finnst þér nú ekki, Sæmundur, að tími sé kominn til að
þið vinstri menn borgið sjálfir og einir fyrir þennan
áróðursmiðil ykkar?
Húsari. 29.5.2016 kl. 06:19
Af hverju skrifarðu ekki beint til RUV ef þú getur ekki hugsað um annað? Og af hverju geturðu ekki skrifað þitt eigið nafn?
Sæmundur Bjarnason, 29.5.2016 kl. 08:53
Sæll Sæmundur.
Hér að neðan eru slóðir á síður þar sem menn láta í ljósi
áhyggjur sínar af RÚV og fréttaflutningi þess:
http://krist.blog.is/blog/krist/entry/2173584/
http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/2173526/
http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/2173417/
http://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/2173392/
Húsari. 29.5.2016 kl. 10:58
Auðvitað gagnrýna einhverjir RUV. Ég var bara allsekkert að tala um það.
Sæmundur Bjarnason, 30.5.2016 kl. 17:44
Sæmundur, eftir því sem maður kynnir sér meira umræðuna vestan hafs um væntanlegar forsetakosningar þar í haust, verður maður æ sannfærðari um að Donald Trump verði næsti forseti þeirra. Það er að vísu ekki góðs viti, satt er það. En það eru reyndar líkur á að mrs. Rodham-Clinton fái ekki að vera í framboði vegna tölvupóstsmálsins. Ekki hefur enn sést fyrir endann á því máli en margir málsmetandi menn þar í landi telja eins líklegt að niðurstaðan verði sú, að hvort sem henni verður beinlínis gert það óheimilt, verði henni hreinlega ófært siðferðilega að bjóða sig fram. Mr. Sanders verður aldrei forseti, til þess eru kjósendur vestra of hræddir við allt sem heitir vinstrimennska.
Ellismellur 31.5.2016 kl. 14:28
Ég er alls ekki sannfærður um að Trump hafi meiri möguleika en Hillary. Eiginlega er ekki um annað að gera núna en bíða eftir flokksþingunum. Að vísu á eftir að kjósa m.a. í Kaliforníu og stuðningsmönnum Hillary finnst mörgum að Sanders hafi haldið áfram vonlausri baráttu fulllengi. Demokratar ættu að vera miklu fleiri en repúblikanar en yfirleitt skiptast flokkarnir meira og minna á að stjórna. Trump og Sanders berjast báðir á móti því. Kannski á Sanders möguleika. Þróunin í bandarískum stjórnmáum er ansi forvitnileg.
Sæmundur Bjarnason, 31.5.2016 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.