27.4.2016 | 16:27
2456 - Guðni Th., Andri Snær og Ólafur Ragnar
Þeir sem hætta skyndilega núna og eru í áhrifastöðum hljóta að fá á sig Tortóla stimpilinn. Athyglisvert er að RUVið styður ekki núverandi ríkisstjórn eins og það hefur oftast gert. Ríkismennirnir reka þessvegna upp ramakvein. Annars er það athyglisvert að fjölmiðlar flestir eru á sömu línu og RUVið, nema auðvitað Mogginn sem sér ekkert nema útgerðarauðvaldið og Davíð Oddsson. Og eitthvað var DV að spangóla.
Fáir efast samt um að núverandi ríkisstjórn hafi margt gott gert. Jafnvel hörðustu andstæðingar hennar efast ekki um það í hjarta sínu. Furðuvel hefur gengið að koma landinu á réttan kjöl eftir hrunáfallið. En það er ekki nóg. Illvirkin og mistökin eru svo mörg og margvísleg að þau skyggja alveg á hin hugsanlega góðu verk. Auk þess eru kjósendur mun betur upplýstir núna en verið hefur. Enda er það hverjum manni ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir munu tapa stórlega fylgi í næstu alþingiskosningum. Þessvegna mun hún sitja eins lengi og hún mögulega treystir sér til. Afgerandi og traustverðar skoðanakannanir eða æsilegustu mótmælaaðgerðir kunna að flýta kosningum eitthvað. Fjórflokkurinn allur mun þó sennilega tapa rækilega eins og skoðanakannanir hafa spáð allt kjörtímabilið. Varla breytist það. Skysamlegast hefði verið fyrir ríkisstjórnina að segja af sér áður en Sigmundur hrökklaðist frá.
Annars er íslensk pólitík ekkert spennandi núna. Eftir að tókst að koma Sigmundi Davíð frá eru menn þreyttir og móðir. Ríkisstjórnin notar þetta með dagsetninguna sem vopn í baráttunni við stjórnarandstöðuna. Þó má búast við að þingkosningar verði í haust og fyrir mig og mína þýðir það líklega að við verðum að fara til Kópavogs að kjósa. Vegna þess að flutingstilkynningin misfórst.
Donald Trump og Hillary Clinton eru nokkuð viss um að fá útnefningu flokka sinna í bandarísku forsetakosningunum og aðalspurningin er þá sú hvort stuðningsmenn Bernie Sanders verði svo reiðir að þeir muni sitja heima. Þannig gætu kosningarnar orðið tvísýnar. Annars ætti sigur Hillary að vera auðveldur.
Ef Guðni Th. ætlar sér í framboð gegn Ólafi Ragnari þarf hann að fara að ákveða sig. Satt að segja er ég farinn að halda að hann ætli ekki að gera það. Þá er Ólafur Ragar svotil öruggur um sigur. Guðni Th. hefði hinsvegar vel getað unnið hann. En ef hann þorir ekki er ekkert við því að gera. Andri Snær vinnur hann varla en saman hefðu þeir náð af honum talsverðu magni atkvæða.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Maður nokkur sem ég er málkunnugur þekkir þokkalega vel til í USA og pólitíkur þar og fylgist - að eigin sögn allavega - með umræðunni í fjölmiðlum þar. Hann segir að það sé ekkert útséð með hvort Mrs. Rodham Clinton muni ná að verða í framboði fyrir demokrata. Þar geti ráðið úrslitum hvaða niðurstaða verður í máli eftirlitsaðila þar gegn meintri misnotkun hennar á aðstöðu utanríkisráðherra meðan hún sinnti því starfi. Það mál snýst ekki síst um að hún hafi notað netfang embættisins í eigin þágu. Það myndu líklega fáir gera sér rellu út af slíku hér í allri spillingunni á skerinu Þannig að það er alltof snemmt að dæma Mr. Trump úr leik strax.
Ellismellur 27.4.2016 kl. 16:50
Þetta e-mail mál hefur fylgt Hillary lengi. Kannski blossar það upp einu sinni enn á flokksþinginu, kannski ekki. Hugsanlega er Sanders samt alveg eins sterkur frambjóðandi.Varla koma aðrir til greina. Trump skoraði nýlega á Sanders að fara í sjálfstætt framboð. Það gerir hann ekki. Lykill demókrata að sigri eru sættir á milli Clinton og Sanders. Fjöldi repúblikana sættir sig alls ekki við Trump.
Sæmundur Bjarnason, 28.4.2016 kl. 00:07
Á RÚV að taka afstöðu með ríkisstjórn eða á móti ríkisstjórn? Er ekki lög um RÚV með skýrum ákvæðum um að RÚV eigi að leitast við að sýna hlutleysi og hlutlægni. Þetta er skrýtið samfélag að verða. Menn eru teknir af lífi fyrir að brjóta ekki lög heldur eitthvert meint siðleysi sem tekst að sannfæra fólk um með miklum upphrópunum (þar sem RÚV er fremst í flokki). Hinsvegar þykir ekki tiltökumál að ríkisfjölmiðill þverbrjóti þau lög sem um hann gilda og reyndar landslög líka. Tilgangurinn helgar víst meðalið.
Stefán Örn Valdimarsson 28.4.2016 kl. 09:10
Venjulega hefur RUV tekið afstöðu með ríkisstjórnum (sennilega í öryggisskyni) Nú er svo komið að allir marktækir fjölmiðlar hafa snúist gegn stjórninni og kjósendur líka. Stundum er eifaldlega ekki hægt að taka afstöðu sem allir eru sammála um að sé hlutlaus. Afstöðuleysi er ekki það sama og hlutleysi. Menn geta alveg verið á móti löglegum gjörningum án þess að brjóta hlutleysisreglur.
Sæmundur Bjarnason, 28.4.2016 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.