2442 - Enn um Tromparann

Allir sem hafa einhvern snefil af áhuga á heimsmálum og þar með á Bandarískum stjórnmálum hafa áhuga á Donald Trump. Ekki er hægt að segja annað en að hann hafi komið með hvelli inní stjórnmálin með forsetaframboði sínu. Evrópumenn keppast flestir um að afneita honum, einkum þó þeir sem vinstri sinnaðir eru.

Hvað sem menn hafa um Tromparann að segja verður því ekki neitað að hann kann að spila á fjölmiðlana og tryggir sér talsverðan fjölda atkvæða í leiðinni. Satt að segja virðist á þessari stundu fátt geta komið í veg fyrir útnefningu hans sem frambjóðanda Repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í byrjun nóvember á komandi hausti.

Auðvitað má segja að Bandríkjamenn séu hægri sinnaðri en Evrópubúar. Repúblikanaflokkurinn hægri sinnaðri en Demokrataflokkurinn og Tromparinn hægri sinnaðri en flestir aðrir í GOP-flokknum (Grand Old Party). Hægri og vinstri skipting á kannski ekkert betur við í Bandaríkjunum en annarsstaðar. Kannski má frekar tala um einangrunarsinna og opingáttarmenn. Annars á ég von á að bandarísku forsetakosningarnar snúist mest um persónulega hluti og þar fyrir utan einkum um hvorrt menn vilji breytingar og óvissu eða óbreytt ástand og öryggi.

Á Demókratavængnum virðist líklegast að Hillary Clinton sigri og samkvæmt þeim spádómum sem nú eru háværastir ætti hún ekki að eiga í neinum vandræðum með að sigra Donald Trump. Vitanlega getur Bernie Sanders gert einhvern skurk hjá Demókrötum, en segja má að skoðanir hans séu á margan hátt líkari Skandinavíska módelinu en þær skoðanir sem búast má við frá Hillary Clinton, sem óneitanlega er á margan hátt fulltrúi ríkjandi ástands. Ég er þeirrar skoðunar að Demókrataflokkurinn eigi auðveldara með sigur ef Hillary Clinton verður í framboði en ekki Bernie Sanders. Á margan hátt væri samt athyglisvert að fylgjast með forsetakosningum þar ef Sanders og Trump myndu berjast.

Að sögn Trumps sjálfs heldur fjölskylda hans og helstu vinir því oft fram að hann sé ekki nógu forsetalegur. Það sama kom einnig fram í viðtalinu sem minnst er á hér á eftir.

Var nefnilega að enda við að lesa all-langt viðtal við Donald Trump úr vefútgáfu Washington Post. Bob Woodward og Robert Costa eru skrifaðir fyrir því.

Margt athyglisvert kemur fram í viðtali þessu. Einkum er hægt að segja að þar komi mannlega hliðin á Trump betur fram en í flestu sem um hann hefur verið skrifað hingað til og eftir honum verið haft. Lokaorð hans í þessu viðtali voru svona:

“My natural inclination is to win,” Trump said. “And after I win, I will be so presidential that you won’t even recognize me. You’ll be falling asleep, you’ll be so bored.”

WP 20160309 10 15 51 ProAkranes.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Flott grein. Ég sjálfur vona að Trump verði næsti forseti. Það eru allir slæmir en það væri gaman að sjá hvernig slæmska Trumps verður. Kannski verður húm Bandaríkjunum til góða jafnvel öllum heiminum. :-)

Valdimar Samúelsson, 4.4.2016 kl. 09:26

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þakka þér fyrir hrósið, Valdimar. Sjálfur er ég frekar andsnúinn Donald Trump þó ég telji hann ekki óalandi og óferjandi eins og sumir. Að sumu leyti hafa ummæli hans verið til að viðhalda áhuga fjölmiðla, sem hafa gert mikið úr þeim og átt sinn þátt í velgengni hans.

Sæmundur Bjarnason, 5.4.2016 kl. 09:16

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það sem ég hefði áhuga á er að koma með einn forseta sem er öðruvísi eins hefði éggaman að fá Davíð Oddson en við verðum að hafa gamla mátulega ákveðna menn í foretaembættið en pólítíkin er svo óþroskuð margir eru pelabörn langt fram eftir aldri.

Valdimar Samúelsson, 5.4.2016 kl. 21:49

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alveg er ég sammála þér um að SDG hefur oft hagað sér eins of "pelabarn". Hins vegar álít ég DO vera kominn fram yfir síðasta söludag. Og hugsanlega ÓRG líka.

Sæmundur Bjarnason, 5.4.2016 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband