2441 - Um vaxtaokur og hrægamma

Þegar mikið er um að vera í pólitíkinni get ég ekki hamið mig og þarf sífellt að láta ljós mitt skína. Veit þó ekkert um hversu skært það er, en ekki fer hjá því að ég hafi skoðanir á mörgu. Oft eru þær að vísu rangar en mér finnst þær oftast skynsamlegar.

Ekki er sjáanlegt að það verði ríkisstjórninni að falli að hafa falið milljarðana sína í skattaskjólum erlendis. Sennilega er það lagalega (en e.t.v. ekki siðferðilega) alveg í lagi.

Fyrir utan vaxtaokrið sem óneitanlega er í boði ríkisstjórnarinnar og afsláttinn sem „hrægammarnir“ fengu og sumir segja að hafi verið 500 milljarðar eða meira er næsta lítið sem uppá þessa ríkisstjórn er hægt að klaga. Auðvitað verður hún að vera viðbúin því að fara frá eftir næstu kosningar og það væri gegn öllum lögmálum og viðmiðum ef þeir tveir flokkar sem með stjórn landsins hafa farið undanfarin ár fengu meirihluta aftur.

Einhver hlýtur ástæðan að vera fyrir því að velja heldur þá leið sem valin var í uppgjörinu við „hrægammana“. Ég held að meginástæðan fyrir því hafi verið sú að með henni er girt sæmilega fyrir lögsóknir af hálfu margnefnra gamma.

Mér finnst það líka alveg í andstöðu við fyrri stefnu stjórnarandstöðunnar að vera á móti tillögum stjórnarskárnefndarinnar eftir að hafa látið líklega næstum allt kjörtímabilið. Breytingar á gömlu stjórnarskránni komast ekki í gegn núna nema með stuðningi ríkisstjórnarinnar svo einfalt er málið. Það þýðir lítið að styðja bara drögin sem samþykkt voru í fyrndinni en vera á móti þeim breytingum sem boðaðar eru.

Á morgun verður mikið reynt að láta alla hlaupa apríl en ég er ekki viss um að einfalt sé að ljúga sennilega núna. Fréttirnar eru oft svo ótrúlegar. A.m.k. þær innlendu og stjórnmálalegu.

Allt er þetta blogg um pólitík og þessháttar þó vel mætti fjölyrða um tíðarfarið og margt sem því tengist. Sennilega (a.m.k. vonandi) er vorið á næsta leiti. Birtutíminn er sífellt að aukast og vonandi verður sumarið gott og gjöfult.

WP 20160309 10 08 52 ProFrostrósir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband