20.1.2016 | 13:22
2411 - Morðinginn Atli Helgason
Morðinginn Atli Helgason hefur fengið uppreisn æru. Sá myrti var frændi konunnar minnar svo ekki er hægt að segja að þetta mál sé mér með öllu ótengt. Á þeim listum sem ég held mig oftast fésbókarlega séð hafa málfræðileg atriði frásagnarinnar af þessum atburði einkum verið til umræðu.
Hvort heldur sem Atli fékk uppreisn eða uppreist æru eru efnisleg atriði þessa máls það sem ég velti einkum fyrir mér. Atli er ekki fyrsti morðinginn sem sleppt er og auðvitað eiga menn að eiga þess kost að taka frekari þátt í lífinu úr því ekki er gert ráð fyrir því í íslenskri löggjöf að dauðarefsingu eða ævilöngu fangelsi sé hægt að beita við afbrot af þessu tagi.
Áður fyrr þurftu þeir Íslendingar sem fengu dæmt sér í vil í sakamálum að sjá um refsinguna sjálfir. Framkvæmdavald var ekkert. (Já, ég er að tala um þjóðveldið.) Með því að gera ríkisvaldi, dómstólum og lögreglu skylt að fást við mál af þessu tagi má auðvitað segja að þeir sem brotið er gegn ættu ekki að hafa áhrif á refsinguna. Þetta er samt auðveldara um að tala en í að komast. Spurningin sem fást þarf við er hvort líta beri á fangelsisdóminn sem hefnd eða refsingu. Jafnvel betrun.
Sitji sakamaðurinn dóminn af sér finnst mér að aðstandendur hins myrta þurfi að sætta sig við að mögulega séu gömul sár ýfð upp. Fjölmiðlarnir hlífa engum. Hugsa bara um peninga. Ef lög standa til þess að hann fái uppreisn æru finnst mér að hann eigi að fá hana.
Annars er ég hræddur um að fjölmiðlar verði búnir að missa áhugann á þessu máli strax á morgun.
Margir virðast hafa áhuga á bandarísku forsetakosningunum, sem verða á þessu ári. Sumir reikna jafvel með að þær komi til með að standa milli Trump og Sanders. Ég reikna aftur á móti með að þær komi til með að verða á milli Clinton og Cruz. Vel er samt hægt að búast við því að Trump fari í sjálfstætt framboð. M.a vegna þess að hann kemur ekki upp hjá stóru flokkunum heldur er framboð hans sjálfsprottið. Eða réttara sagt er hann fulltrúi peninganna. Með ófyrirleitni, dónaskap og frekju hefur honum tekist að komast áfram. Um gáfur hans er þó óþarfi að efast.
Af innlendum vettvangi og pólitískt séð er stjórnarskrármálið hugsanlega það sem flestir hafa áhuga á núna. Ekki finnst mér hægt að gera ráð fyrir því að alþingi afsali sér með öllu valdi sínu til þjóðarinnar. Einfaldast er að standa í vegi fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar og einkum að eyðileggja öll ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ég á alveg eins von á því að ekkert verði úr neinni endurskoðun stjórnarskrárinnar að þessu sinni. ÓRG er líka á móti því og vill gjarnan vera áfram sterki maðurinn.
Svei mér þá. Ég á víst engar nýjar myndir ennþá.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gott innlegg hjá þér varðandi morðingja sem hefur tekið út refsingu sína. Þegar afbrotamaður hefur afplánað í ákveðinn tíma fær hann oft kost á því að dvelja í sambýli og/eða taka að sér samfélagsleg verkefni gegn ákveðnum skilyrðum. T.d að neyta hvorki áfgengis né eiturlyfja. Gefst kostur á að dveljast í sabýli gegn því að vera kominn heim fyrir tiltekinn tíma. O.s.frv. Ef brotamaður stenst slík skilyrði, þá hlýtur hann að fá prik fyrir það.
En það sem fær mig til að hugsa varðandi þann glæp sem var framinn hér árið 2000, og sem þú vísa til, að þá var gerandinn reyndar undir áhrifum eiturlyfja, ef ég man rétt.
Spurningin er, er þessi aðili ennþá að nota þessi eiturlyf? Það hlýtur að hafa töluvert vægi, þegar aðilar meta hæfi viðkomandi til að fá lögmannsréttindi til baka. Og það hlýtur líka að hafa vægi, að þeir sem eiga að meta það, séu þá ekki sjálfir neytendur eiturlyfja, að hvaða tagi sem er.
Hver á að meta fyrrverandi sakborning? Hver á að meta hæfni þeirra sem eiga að meta fyrrverandi sakborning til að fá að starfa aftur sem lögmaður fyrir héraðsdómi?
Ingibjörg Magnúsdóttir, 21.1.2016 kl. 01:47
Takk Ingibjörg.
Mér skilst að uppreisn æru, endurheimt fyrri réttinda og annað slíkt sé á engan hátt tengt upphaflegu afbroti. Kannski er það útaf einhverri vangá, en dómstólar geta ekki dæmt eftir öðru en lögum. Alþingi setur lögin, en mestur tíminn þar virðist fara í þjark um óskyld atriði. Kannski skilja þingmenn ekki lögin sem þeir setja.
Sæmundur Bjarnason, 21.1.2016 kl. 13:55
Ég held að þetta sé huglægt mat. Þegar sakborningur hefur afplánað refsingu, þá á viðkomandi rétt á að koma til baka í þjóðfélagið og væntanlega fá einhverja vinnu, við hæfi. En þegar um er að ræða sérhæfingu, t.d. lögmann eða lækni, störf þar sem krafist er ákveðinna starfsréttinda, þá getur komið babb í bátinn. Viðkomandi félag er kannski ekki til í að veita viðkomandi starfsréttindi aftur.
Þá verður viðkomandi að leita á önnur mið.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 22.1.2016 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.