27.11.2015 | 13:57
2393 - Trump
Landamæri eru útvíkkun á hræðslunni við hið ókunna og skila engum árangri. Fangelsi skila yfirleitt engum árangri heldur. Líflátsdómar eru fáránlegir. Ríkisvald á ekki að stunda hefndir á þann hátt. Auk þess sem hættan á dómsmorði er talsverð. Hvað á þá að gera við óforbetranlega glæpamenn? Ekki veit ég það. Oftast er auðveldara að gagnrýna hluti en koma með skynsamlegar tillögur um úrbætur.
Einu sinni var ljósmyndari sem varð svo hugfaginn af blómi á berangri sem hann sá í byrjun dagsferðar að hann var ekki mönnum sinnandi. Svo mikill ljósmyndari var hann þó að hann sá að blómið mundi taka sig ennþá betur út ef birtan væri svolítið öðruvísi. Hann beið því allan daginn eftir að birtan breyttist. Það gerðist undir kvöld. Þegar ferðafélagar hans komu aftur álösuðu þeir honum um heimsku. Hann var samt hamingjusamastur allra í hópnum.
Vissulega er Donald Trump últra-hægrisinnaður. Hann hefur meira að segja hótað því að fara fram sem óháður frambjóðandi í forsetakostningum á næsta ári ef hann fær ekki útnefningu Repúblikanaflokksins. Þannig mundi hann sennilega færa Hillary Clinton forsetaembættið eins og Ross Perot gerði árið 1992 fyrir manninn hennar. Annars var Clinton á margan hátt ágætur forseti og kannski yrði Hillary það líka. A.m.k. tek ég Clinton-klanið framyfir Bush-klanið.
Nú veit ég af hverju fésbókin er vinsælli en bloggið. Fyrir það fyrsta er hún einfaldari. Samt er hún í raun flókin og margbrotin ef menn vilja vita allt um hana. Hitt er líka greinilegt að athyglistími flestra er sífellt að styttast. Langar greinar eru óvinsælar. Um að gera að segja allt í sem stystu máli. Orðin sjá meira blálituð hafa samt vissan töframátt. Mörgum blöskrar samt ef óralangur pistill birtist við það að klikka á þessi orð.
Þó Hringbraut sé á margan hátt ágætur miðill er margt afar einfeldningslegt þar. Björn Þorláksson vitnar í gamla grein um Pál Skúlason heimspeking og margt er vel sagt þar. Það breytir samt ekki því að myndmálið er að taka hið skrifaða yfir. Ef til stendur að höfða til yngri kynslóðarinnar dugir ekki forneskjulegt skrifelsi eins og hér er boðið uppá. Myndmálið og hið talaða orð (eða sungna) er það eina sem blífur.
Í framhaldi af þessu er ég að hugsa um að stytta bloggið mitt og hafa það ekki lengra. Myrkrið er svo mikið á morgnana að ég tek ekki neinar myndir á morgungöngunni um þessar mundir og þessvegna eru bara gamlar myndir í boði. Á sínum tíma reyndi ég að velja þær skástu til bloggbirtingar en satt að segja er úr svo mörgum myndum (og bloggum) að moða á netinu að ég kemst varla að og er alveg sama um það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.