2392 - Fíknir

Það fórst víst alveg fyrir hjá mér að birta mynd með síðasta bloggi. Reyni að bæta úr því.

Mannvirkjafíkn versus umhverfisverndarfíkn eru fíknir sem vefjast sjaldan fyrir mönnum. Eitulyfjafíkn, sætindafíkn og matarfíkn gera það samt. Svo ekki sé nú talað um vinstrifíkn og hægrifíkn eða bara einfaldlega pólitíska fíkn sem slær margan manninn blindu. Trúarbragðafíkn og þjóðernisfíkn eru í mikilli tísku um þessar mundir. Í fíknilausum heimi væri sennilega ömurlegt að búa. Enginn er með öllu laus við fíknir. Ekki frekar en fordóma. Þetta voru nú bara svona sundurlausir þankar í tilefni af því að ég var að enda við að lesa bloggið hans Ómars.

Kannski er eitt stykki herþota hættulegra heimsfriðnum en atburðirnir í París. Ég hef áhyggjur af þessu, ég verð bara að segja það. Í síðustu setningunum er ég semsagt að reyna að herma eftir því sem Steingrímur Hermannsson sagði oft. Áherslurnar eru í mínum huga svipaðar.

Eitt er það sem forsetinn og forsætisráðherrann eiga greinilega sameiginlegt. Það er gamaldags þjóðremba. Auðvitað þarf þjóðremba ekkert að vera slæm í sjálfu sér, en hana má nota til að afsaka útlendingahatur, rasisma og raunar hvað sem er. Og það er gert. Vitanlega er opingáttarstefna ekkert betri en einangrunarstefna. Hún hefur bara sýnt sig í því að vera heillavænlegri. Framfarir síðustu áratuga hafa fremur byggst á opingáttarstefnu en hinu gagnstæða. Það finnst mér a.m.k. og að engin leið sé að horfa framhjá því.

Jæja þetta er nú bara minn venjulegi reiðilestur á blogginu. Vitanlega væri réttast að taka upp léttara hjal. Gott ef unglingar dagsins hafa ekki rétt fyrir sér í því að sjálfsagðast af öllu sé að skemmta sér undir drep á meðan tími er til. Hvers vegna að hafa áhyggjur af morgundeginum? Verðum við ekki öll fallbyssufóður í þriðju heimssyrjöldinni hvort sem er?

IMG 1332Einhver mynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband