2385 - Áfram tilraunaframleiðsla

Ekki tókst hún að öllu leyti sú tilraun sem ég sagði frá í síðasta bloggi.

Ekki get ég notað sömu myndirnar því þær eru geymdar hjá Mogganum.

Fésbókarfjandinn eyðir líka öllum línubilum svo það sem þangað er sett lítur hálfilla út. Að öðru leyti má segja að þessi tilraun hafi tekist bærilega.

Þannig að ég hugsa að ég hafi það þannig í nánustu framtíð a.m.k. að setja blogginnleggin mín á báða staðina. Munurinn verður einkum, virðist vera, sá að engar myndir birtast á fésbókinni og engin línubil heldur.

Í gær (sunnudag) komu krakkarnir allir í heimsókn ásamt skylduliði (Anton, Díana og Charmaine komu þó ekki) alls voru þetta svona 10-12 manns. Öðrum þræði a.m.k. var þetta einskonar afmælisveisla Hafdísar og ekki orð um það meir (veit að hún kærir sig ekki um það).

Þar sem ég fór fremur snemma í gönguferðina í gær. (Eins og ég sagði víst í blogginu þá.) Lék mér heilmikið við stelpurnar (Tinnu og Helenu) og fékk engan hádegislúr, var ég hundþreyttur eftir að hafa troðið öllu diskadótinu og þ.h. í tvær uppþvottavélar og étið óvenjumikið. Svaf lengi og fór semsagt í enga morgungöngu í morgun.

Það er eiginlega kominnn tími til að gera aðra tilraun. Línubilin eru heilmörg hérna og ég ætla að setja mynd með. Þeim sem lesa þetta og vilja gera samanburð (eða skoða myndina) er semsagt ráðlagt að fara á Moggabloggið.

IMG 2349Brákarey.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hver er slóðin á facebook-síðunna þína?

Guðmundur Bjarnason 9.11.2015 kl. 14:30

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

saemi7.blog.is

Sæmundur Bjarnason, 9.11.2015 kl. 14:34

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Fyrirgefðu ég hef víst lesið þetta vitlaust:

https://www.facebook.com/saemi7?ref=ts&fref=ts

Sæmundur Bjarnason, 9.11.2015 kl. 14:37

4 identicon

Skoðaði þetta og líst alltaf jafnilla á Facebook.

Ég er líklega stórskrítinn miðað við allan fjöldan.

Kveðja, 

Guðmundur Bjarnason 9.11.2015 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband