30.7.2015 | 11:11
2353 - Miðaldra karlmenn
Mér finnst hafa verið sólskin og blíða uppá hvern dag síðan við fluttum hingað uppá Akranes alveg í byrjun júní. Auðvitað hefur samt ekki verið svo. Þó er ég mjög ánægður með að vera hér og ekki get ég neitt kvartað yfir veðrinu. Annars er í tísku að gera það.
Það er engin furða þó miðaldra karlmönnum finnist á sig hallað í íslensku þjóðfélagi nútildags. Sjálfur er ég ekki lengur miðaldra karlmaður, heldur aldraður karlmaður og þessvegna með öllu áhrifalaus. Miðaldra karlmönnum er hinsvegar kennt um allt sem miður fer í þjóðfélaginu. Ekki er nóg með að þeir hafi staðið fyrir hruninu allir sem einn heldur er mjög í tísku að hampa konum umfram þá í öllum fjölmiðlum landsins. Enda veitir ekki af, þar sem augljóst er að hlutur þeirra hefur mjög verið fyrir borð borinn á undanförnum áratugum og öldum.
Þróunin hefur samt verið í rétta átt að flestu leyti. (Finnst mér sem karlmanni.) Þó hefur hún ekki verið svo hröð að ég get hæglega tekið undir að óviðunandi sé með öllu að hún stefni í öfuga átt. Í sumu gerir hún það þó óvéfengjanlega. Oft er það hraði breytinganna sem mestur ágreiningurinn er um. Sumum finnst ganga býsna hratt, en öðrum grátlega hægt á þessari þyrnum stáðu braut sem jafnrétt karla og kvenna hefur löngum verið.
Sumir segja (t.d. Balti) að reglur ríkisins haldi konum beinlínis frá einstökum áhrifaríkum miðlum svo sem kvikmyndum. Vel er hægt að fallast á þessa skoðun hans en ekki get ég leynt því að mér virðast tillögur hans í þessa átt snúa að mestu leyti um það að auka framlög ríkisins til kvikmyndagerðar, en það held ég að gerist ekki. Kvikmyndagerð er heldur ekki neinn kóngur eða drottning listarinnar eins og sumir vilja meina. Samt sem áður er nauðsynlegt ef vel á að vera að listgreinarnar sameinist sem flestar í kvikmyndagerðinni. Og vinsældirnar eru ómótmælanlegar.
Mér líst þeim mun betur á fótboltamenn sem þeir eru hjólbeinóttari, sagði Sigurlína Lyftiduft sem hingað kom nýlega í heimsókn í rósótta kjólnum sínum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur,
Ekki vanmeta sjálfan þig. Það eru yfirleitt eldri menn sem standa upp úr, og eru með sitt á hreinu þegar spurt er að leikslokum. T.d. svona menn sem eru ekki endilega áberandi í umræðunni. Þetta geta verið múrarar, smiðir eða pípulagningamenn.
En það voru aðallega miðaldra menn, og jafnvel yngri, sem komu hruniu hér af stað. Svona kallar sem voru í svok. aðlaðandi störfum, jafnvel sem konum finst sexí: bankastörfum, lögmennsku, eða viðskiptum. Ímynd þessara karla hrundi.
Í dag er erfitt fyrir nýútskrifaðan lögfræðing að fá vinnu. Það að vera smiður þykir nú ekki nógu fínt, í augum sumra. En það er slegist um hvern smið og/eða iðnaðarmann í dag.
Það er líka mikið að geta hjá ýtumönnum og mönnum sem reka stóra kranabíla. Bara brjálað að gera.
Þess vegna þarf engin ýta að vera einmanna. Er þetta ekki bara eldgömul mynd af einmanna ýtu sem þú sendi hér inn?
Baráttukveðjur, Inga.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 31.7.2015 kl. 01:24
Takk Ingibjörg. Já, ég er stundum snemma á fótum. Það er þetta með ýtuna. Kannski er hún bara gömul og yfirgefin. Allar hinar farnar. Myndin er alveg ný. Tekin á Akranesi. Kannski er ekki nógu mikill uppgangur þar. Hefði kannski meira að gera á Reykjavíkursvæðinu. Ýtistjóri er ég ekki og hef aldrei keyrt slíkt tryllitæki.
Sæmundur Bjarnason, 31.7.2015 kl. 06:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.