2353 - Miðaldra karlmenn

Mér finnst hafa verið sólskin og blíða uppá hvern dag síðan við fluttum hingað uppá Akranes alveg í byrjun júní. Auðvitað hefur samt ekki verið svo. Þó er ég mjög ánægður með að vera hér og ekki get ég neitt kvartað yfir veðrinu. Annars er í tísku að gera það.

Það er engin furða þó miðaldra karlmönnum finnist á sig hallað í íslensku þjóðfélagi nútildags. Sjálfur er ég ekki lengur miðaldra karlmaður, heldur aldraður karlmaður og þessvegna með öllu áhrifalaus. Miðaldra karlmönnum er hinsvegar kennt um allt sem miður fer í þjóðfélaginu. Ekki er nóg með að þeir hafi staðið fyrir hruninu allir sem einn heldur er mjög í tísku að hampa konum umfram þá í öllum fjölmiðlum landsins. Enda veitir ekki af, þar sem augljóst er að hlutur þeirra hefur mjög verið fyrir borð borinn á undanförnum áratugum og öldum.

Þróunin hefur samt verið í rétta átt að flestu leyti. (Finnst mér sem karlmanni.) Þó hefur hún ekki verið svo hröð að ég get hæglega tekið undir að óviðunandi sé með öllu að hún stefni í öfuga átt. Í sumu gerir hún það þó óvéfengjanlega. Oft er það hraði breytinganna sem mestur ágreiningurinn er um. Sumum finnst ganga býsna hratt, en öðrum grátlega hægt á þessari þyrnum stáðu braut sem jafnrétt karla og kvenna hefur löngum verið.

Sumir segja (t.d. Balti) að reglur ríkisins haldi konum beinlínis frá einstökum áhrifaríkum miðlum svo sem kvikmyndum. Vel er hægt að fallast á þessa skoðun hans en ekki get ég leynt því að mér virðast tillögur hans í þessa átt snúa að mestu leyti um það að auka framlög ríkisins til kvikmyndagerðar, en það held ég að gerist ekki. Kvikmyndagerð er heldur ekki neinn kóngur eða drottning listarinnar eins og sumir vilja meina. Samt sem áður er nauðsynlegt ef vel á að vera að listgreinarnar sameinist sem flestar í kvikmyndagerðinni. Og vinsældirnar eru ómótmælanlegar.

Mér líst þeim mun betur á fótboltamenn sem þeir eru hjólbeinóttari, sagði Sigurlína Lyftiduft sem hingað kom nýlega í heimsókn í rósótta kjólnum sínum.

WP 20150714 21 31 34 ProEinmana ýta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Sæmundur, 

Ekki vanmeta sjálfan þig. Það eru yfirleitt eldri menn sem standa upp úr, og eru með sitt á hreinu þegar spurt er að leikslokum. T.d. svona menn sem eru ekki endilega áberandi í umræðunni. Þetta geta verið múrarar, smiðir eða pípulagningamenn.

En það voru aðallega miðaldra menn, og jafnvel yngri, sem komu hruniu hér af stað. Svona kallar sem voru í svok. aðlaðandi störfum, jafnvel sem konum finst sexí: bankastörfum, lögmennsku, eða viðskiptum. Ímynd þessara karla hrundi.

Í dag er erfitt fyrir nýútskrifaðan lögfræðing að fá vinnu. Það að vera smiður þykir nú ekki nógu fínt, í augum sumra. En það er slegist um hvern smið og/eða iðnaðarmann í dag.

Það er líka mikið að geta hjá ýtumönnum og mönnum sem reka stóra kranabíla. Bara brjálað að gera.

Þess vegna þarf engin ýta að vera einmanna. Er þetta ekki bara eldgömul mynd af einmanna ýtu sem þú sendi hér inn?

Baráttukveðjur, Inga.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 31.7.2015 kl. 01:24

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Ingibjörg. Já, ég er stundum snemma á fótum. Það er þetta með ýtuna. Kannski er hún bara gömul og yfirgefin. Allar hinar farnar. Myndin er alveg ný. Tekin á Akranesi. Kannski er ekki nógu mikill uppgangur þar. Hefði kannski meira að gera á Reykjavíkursvæðinu. Ýtistjóri er ég ekki og hef aldrei keyrt slíkt tryllitæki.

Sæmundur Bjarnason, 31.7.2015 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband