13.7.2015 | 07:02
2346 - Bjarni Valtýr Guðjónsson
Í dag (laugardag) fórum við til Borgarness. Þar var í Borgarneskirkju jarðsunginn Bjarni Valtýr Guðjónsson. Margir þóttust hafa komist mun lengra en hann í lífinu. Hann giftist aldrei og átti enga afkomendur. Var af mörgum talinn skrýtinn og sérkennilegur, en stóð áreiðanlega flestum framar um gáfur og atgerfi allt. Forn í skapi og þjóðlegur mjög. Organisti af lífi og sál. Kirkjurækinn mjög. Skáld gott.
Frægt fólk var þarna eins og mý á mykjuskán og útförin fjölmenn mjög. Ekki komust nærri allir fyrir í kirkjunni. Meðal frægðarmann sá ég þarna forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson. Ekki vissi ég að þeir hefðu þekkst.
Ekki er þetta á neinn hátt hugsað sem minningargrein og eftir athöfnina þegar við fórum í menntaskóla þeirra Borgnesinga til erfidrykkju hittum við fyrrverandi heimilislækni okkar Guðmund Guðmundsson og á eftir fórum við í veitingastaðinn Baulu við Varmalandsvegamótin en þar er konan mín með málverkasölusýningu. Þar fengum við okkur fisk og franskar og þó fiskurinn hafi verið umlukinn óhollustu og löðrandi í feiti þá var hann ágætlega bragðgóður.
Nú er ég andvaka. Klukkan er um 6 á mánudagsmorgni og ég hef sofið illa í nótt og svitnað mikið. Held samt ekki að þetta sé neitt alvarlegt. Er í ágætis-skrifstuði og fer sennilega út að ganga á eftir. Það er fullsnemmt að fara núna. Náði ekki 5 kílómetrunum í gær en næstum því. Veðrið er alltaf bjart og fallegt núna um þessar mundir. Þá er það eins og við manninn mælt það er farið að hamast við að spá rigningu.
Veit lítið um þetta blessaða Grikklandsmál sem orðið er alltumlykjandi í fréttum dagsins. Mín skoðun er aðallega sú að úr því að bæði Grikkir og ESB vilja endilega að Grikkland verði áfram innanborðs í ESB þá verði endirinn sá. Gallinn miðað við okkur Íslendinga er sá að gríska ríkið skuldar þessa peninga sem um er rætt. Held að þeir hafi verið færðir til ríkisins, frá einkaaðilum, með talsverðum afslætti. Nú er hætt við að hægi mjög á öllum vexti ef of harkalega er farið í endurheimtu skuldanna. Grikkland er alvöruþjóð, en Ísland ekki. Þar var ágætt að gera allskyns tilraunir en upphæðirnar þar voru ekki óviðráðanlegar.
Horfði að miklu leyti á þátt Ómars Ragnarssonar um Kverkfjöll og nágrenni í sjónvarpinu í gær. Mærðin og þjóðremban er að vísu yfirþyrmandi í þessum þáttum, en samt minnti hann á margt athyglisvert. Get ekki verið að rekja það nákvæmlega hér og nú, en þrátt fyrir alla mærðina þá er ég að mestu sammála honum. Kannski ég fari bara að hætta þessu skrifelsisfikti. Þeir sem á annað borð lesa krumsprangið eftir mig hafa þá kannski eitthvað að lesa með morgunkaffinu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Bjarni Valtýr var ljúflingur mikill, ötull í menningunni og ævinlega góður viðræðu, þá við hittumst. Votta ég vinum hans og vandamönnum samúð mína. Minning góðs manns lifir.
Jón Valur Jensson, 13.7.2015 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.