2347 - Grikklandsmálið o.fl.

Heimsóknirnar á bloggið mitt urðu 330 í gær. Það er nokkuð mikið. Sennilega met. Á þessu vori og sumri a.m.k. Ekki átti ég von á að Bjarni Valtýr mundi trekkja að þessu leyti. Þetta hlýtur samt að vera honum að þakka einkum og sér í lagi.

Nú fer sumarið að ná hámarki. Myrkrið þrengir að og er að aukast. Í dag á einn af bræðrum mínum sjötugsafmæli enda er svokallaður Bastilludagur og þjóðhátíðardagur Frakka í dag. Öll erum við þar með farin að eldast nokkuð systkinin. En þó Elli kerling sé farin að baga okkur sum hver a.m.k. erum við ekki að láta undan síga að neinu leyti.

Mér þykir oft áhugaverðara að leggja útaf eihverju úr fésbókinni en fréttasyrpu dagsins. Hvort tveggja er að finna á netinu eins og svo margt annað.

Margt er skrýtið í íslensku þjóðlífi. Einkennilegast er þó það hatur sem landsmenn allir sem ógamlir eru virðast leggja á elstu þegna þessa lands. Samt er það svo að stríðsárakynslóðin hefur fært Ísland meira fram á veginn en flestar aðrar. Aldamótkyslóðin er þar ekki undan skilin. Eftir því sem fjáransráðherrann sjálfur sagði stendur ekki til að leiðrétta neitt sem snertir okkur gamlingjana.

Verð að viðurkenna að eftir að ég fluttist hingað á Akranes er ég orðinn nokkuð fastur lesandi Fréttablaðsins. Eftir morgungönguna finnst mér gott að setjast með kaffibolla og Fréttablað dagsins útá svalir og slappa af. Á hverjum degi kemur hingað plastpoki með 10 Fréttablöðum. (því íbúðirnar í blokkinni eru 10) Mest af þeim fer beint í ruslið en þó virðist vera einhver eftirspurn eftir helgarblaðinu og það klárast jafnvel. Þannig má ná upp áskrifendatölunni, eða hvað?

Alveg er ég hissa á hvernig fjölmiðlarnir láta varðandi Grikkland. Við Íslendingar látum ekki svona venjulega þó ríki lendi í fjárhagslegum hremmingum. Auðvitað tengist þetta í og með ESB-umræðunni en ég veit ekki til þess að við séum að ganga í þann klúbb á næstunni.

WP 20150623 08 20 04 ProSafnasvæðið á Akranesi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband