2345 - Grikkland o.fl.

Í morgun (föstudag) fór ég 4,96 kílómetra á einni klukkustund. Ætlaði að ná 5 kílómetrum en það tókst semsagt ekki. Um daginn fór ég 4,7 kílómetra ef ég man rétt. Ekki var það nú alveg nógu gott en ég hafði eitthvað held ég mér til afsökunar. Fór í bað áðan og vigtaði mig að því loknu og reyndist vera 104,5 kíló. Annars treysti ég hvorki baðvoginni né caledosinum fullkomlega, enda er það óþarfi.

Reikna með að fara til Borgarness á morgun til að vera við jarðarför Bjarna Valtýs og snyrti með aðstoð Áslaugar skeggið mitt hvíta og fína af því tilefni. Hef hingað til heldur forðast jarðarfarir en hver veit nema ég fari að safna þeim úr þessu. Enda kominn á þann aldur.

Tinna kom í heimsókn í gær og var í svolítilli fýlu til að byrja með, en það rjátlaðist smám saman af henni.

Fór allsnemma í gönguferðina í morgun (laugardag) og hélt að ég væri á nokkurnvegin réttum hraða því ég fór 396 metra á fyrstu 5 mínútunum. Ekki var það nú alveg, því þegar klukkutíminn var liðinn sagði Caledosinn að ég væri búinn að fara 4,9 kílómetra. Tók eina mynd á leiðinni og kenni því að sjálfsögðu um að 5 kílómetrarnir náðust ekki að þessu sinni. Þegar ég settist út á svalir með kaffið og Fréttablaðið fannst mér hálfkalt þar og tolldi ekki lengi.

Benni ætlar víst að losa sig við grjóthrúguna í dag og við getum víst lítíð hjálpað honum við það. Hafdís og Bjarni fara þó þangað held ég og svo náttúrulega Tinna. Ég á nú alveg von á að hún hjálpi heilmikið til.

Já, svona er það ef ég á bara að skrifa um persónuleg málefni. Samt er það sennilega best því stjórnmálin eru satt að segja hundleiðinleg um þessar mundir. Helst að það sé eitthvað fjör í Jóni Þór enda ætlar hann að hætta á þinginu. Annars ruglaði ég þeim alltaf saman Jóni Þór og Helga Hrafni, samt eru þeir ekkert líkir. Báðir bara píratar og það nægði mér til ruglings.

Grikklandsmálið er mest í fréttum þessa dagana og sífellt verið að tala um aukna og framlengda fresti í því máli. Auðvitað vill ESB ekkert missa þá og gerir áreiðanlega ekki. Kannski líður þeim bara best þar. Vill ekki klárinn vera þar sem  hann er kvaldastur?

Fór í bað áðan og vigtaði mig á eftir. Reyndist vera 104,5 kg. Svo sagði vigtin a.m.k.. Kannski ég haldi sæmilega í horfinu hvað þyngdina snertir með gönguferðunum. Bara hugmynd.

Ákvað að gera eina vísu í Grikklandsmálið. Hún er svona:

Grikkir eru góðir menn
gaman þangað fara.
Fái þeir einn frestinn enn
fara þeir að spara.

Eiginlega meina ég ekkert sérstakt með þessu. Þetta rímar bara.

WP 20150621 09 33 42 ProAkraneshöfn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sæmi.

Ég les bloggin þín eins og ég fái borgað fyrir það.

Sigmundur er ekki þess verður að skrifa um hann enda gerir þú það ekki (eða lítið).

Gaman að lesa um þitt nýja umhverfi.

Kveðja,

 

Guðmundur Bjarnason 11.7.2015 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband