11.7.2015 | 10:45
2345 - Grikkland o.fl.
Í morgun (föstudag) fór ég 4,96 kílómetra á einni klukkustund. Ætlaði að ná 5 kílómetrum en það tókst semsagt ekki. Um daginn fór ég 4,7 kílómetra ef ég man rétt. Ekki var það nú alveg nógu gott en ég hafði eitthvað held ég mér til afsökunar. Fór í bað áðan og vigtaði mig að því loknu og reyndist vera 104,5 kíló. Annars treysti ég hvorki baðvoginni né caledosinum fullkomlega, enda er það óþarfi.
Reikna með að fara til Borgarness á morgun til að vera við jarðarför Bjarna Valtýs og snyrti með aðstoð Áslaugar skeggið mitt hvíta og fína af því tilefni. Hef hingað til heldur forðast jarðarfarir en hver veit nema ég fari að safna þeim úr þessu. Enda kominn á þann aldur.
Tinna kom í heimsókn í gær og var í svolítilli fýlu til að byrja með, en það rjátlaðist smám saman af henni.
Fór allsnemma í gönguferðina í morgun (laugardag) og hélt að ég væri á nokkurnvegin réttum hraða því ég fór 396 metra á fyrstu 5 mínútunum. Ekki var það nú alveg, því þegar klukkutíminn var liðinn sagði Caledosinn að ég væri búinn að fara 4,9 kílómetra. Tók eina mynd á leiðinni og kenni því að sjálfsögðu um að 5 kílómetrarnir náðust ekki að þessu sinni. Þegar ég settist út á svalir með kaffið og Fréttablaðið fannst mér hálfkalt þar og tolldi ekki lengi.
Benni ætlar víst að losa sig við grjóthrúguna í dag og við getum víst lítíð hjálpað honum við það. Hafdís og Bjarni fara þó þangað held ég og svo náttúrulega Tinna. Ég á nú alveg von á að hún hjálpi heilmikið til.
Já, svona er það ef ég á bara að skrifa um persónuleg málefni. Samt er það sennilega best því stjórnmálin eru satt að segja hundleiðinleg um þessar mundir. Helst að það sé eitthvað fjör í Jóni Þór enda ætlar hann að hætta á þinginu. Annars ruglaði ég þeim alltaf saman Jóni Þór og Helga Hrafni, samt eru þeir ekkert líkir. Báðir bara píratar og það nægði mér til ruglings.
Grikklandsmálið er mest í fréttum þessa dagana og sífellt verið að tala um aukna og framlengda fresti í því máli. Auðvitað vill ESB ekkert missa þá og gerir áreiðanlega ekki. Kannski líður þeim bara best þar. Vill ekki klárinn vera þar sem hann er kvaldastur?
Fór í bað áðan og vigtaði mig á eftir. Reyndist vera 104,5 kg. Svo sagði vigtin a.m.k.. Kannski ég haldi sæmilega í horfinu hvað þyngdina snertir með gönguferðunum. Bara hugmynd.
Ákvað að gera eina vísu í Grikklandsmálið. Hún er svona:
Grikkir eru góðir menn
gaman þangað fara.
Fái þeir einn frestinn enn
fara þeir að spara.
Eiginlega meina ég ekkert sérstakt með þessu. Þetta rímar bara.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmi.
Ég les bloggin þín eins og ég fái borgað fyrir það.
Sigmundur er ekki þess verður að skrifa um hann enda gerir þú það ekki (eða lítið).
Gaman að lesa um þitt nýja umhverfi.
Kveðja,
Guðmundur Bjarnason 11.7.2015 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.