12.5.2015 | 17:29
2331 - ESB og GBS
Ég álít að alþingi sé æðra stjórnvald en ríkisstjórn sú sem situr hverju sinni. Evrópusambandið virðist líta svo á einnig. Ekki þó Gunnar Bragi Sveinsson. Ef alþingi hefur sótt um aðild að ESB þá gildir sú umsókn að mínu viti þangað til alþingi samþykkir eitthvað annað. Mér er alveg sama (og ESB hugsanlega líka) hvað fimbulfambað er um hvernig sú atkvæðagreiðsla var tilkomin. Ástæða er til að ætla að allir sem atkvæði greiddu hafi verið með fulla meðvitund. Skiljanlegt er að Bjarni Benediktsson vilji svæfa málið. Klofningurinn í sjálfstæðisflokknum mun opinberast ef það fer inná þingið. Sama er hvað Gunnar Bragi Sveinsson rembist og rembist, ESB eða fulltrúar þeirrar stofnunar munu álíta það sem þeim sýnist.
Verkföll þau sem nú eru í augsýn eða hafin eru aðallega verk ríkisstjórnarinnar og geta hæglega orðið banabiti hennar. Traust það sem vantar svo tilfinnanlega milli aðila vinnumarkaðarins gæti hún reynt að laga. Ekki er sjáanlegt að svo verði gert. Samt er líklegast að þeir aðilar komi sér saman fyrir rest um að krefjast einhvers af ríkisstjórninni, en til þess að bjarga andlitinu muni hún kalla það eitthvað annað. Hætt er samt við að stjórnin sé þegar orðin eða verði fljótlega það löskuð að hún hafi enga möguleika á að halda stjórnarsamstarfinu áfram eftir næstu kosningar. Ekki er heldur líklegt að hinir aðilar fjórflokksins (samfylkingin og vinstri grænir) bæti miklu við sig. Aðalspurningin er því um nýju flokkana. Kannski líta sumir svo á að björt framtíð sé bara útibú frá samfylkingunni. Samt tilheyrir hún varla fjórflokknum.
Byssueign er mikil á Íslandi. Að vísu eru hríðskotabyssur og vélbyssur ekki almenningseign hér á landi þó svo sé sumsstaðar. Kindabyssur, rifflar og haglabyssur af ýmsum stærðum og gerðum eru það hinsvegar. Lögreglan er óvopnuð og glæpamennirnir einnig. (A.m.k. flestir). Það finnst mér skipta mestu máli. Vopnaeign er misjöfn milli þjóða. Þeir sem kunna með byssur að fara eiga að hafa leyfi til byssueignar, ef skotvopn eru gjarnan notuð við afbrot þar sem þeir búa. Ekki situr á okkur sem helst ekki notum slík vopn að gagnrýna þá sem vilja hafa tækifæri til að verja sig með þeim.
Eiginlega má ég ekkert vera að þessu árans bloggi. Er önnum kafinn við að undirbúa flutning upp á Akranes og þar að auki þarf maður ekki neitt ákaflega mikið til að verða önnum kafinn á þessum aldri. Merkilegt samt hvað allir aðrir en maður sjálfur eldast hratt. Var orðinn svotil uppiskroppa með myndir, enda tek ég varla myndir nema á símann núorðið. Bless í bili. Kannski verður einhver bið á því að ég bloggi aftur. Þó er sá möguleiki alltaf fyrir hendi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekki get ég ímyndað mér að þú verðir svo andlaus við það eitt að flytja upp á Skipaskaga að þú hættir að blogga, enda bloggið þitt eitt af því fáa sem bitastætt er af slíku.
Ellismellur er sammála því að ríkisstjórnin, sem nú situr, á að segja af sér hið allra fyrsta og forseti á að skipa bráðabirgðastjórn, sem í fyrsta lagi sjá til þess að kosningar fari fram til Alþingis hið allra fyrsta, í öðru lagi sjá til þess að viðunandi lausn fáist á vinnudeilum þeim, sem nú eru að setja allt þjóðfélagið úr skorðum og í þriðja lagi leggja fram áður tilbúið frumvarp að nýrri stjórnarskrá til afgreiðslu hjá þjóðinni.
Ekki sýnist mér nokkur vafi að ESB sé það vel heima um íslenskt samfélag að þeir geri sér ljóst, að enginn meirihluti er fyrir því meðal þjóðarinnar að hætta viðræðum um aðild við sambandið. Allur almenningur gerir sér ljóst, að fimbulfambið um stjórn fiskveiða og fiskveiðar skiptir fyrst og fremst máli fyrir hina ofurríku, sem ráða yfir öllum fiskimiðum og arði af þeim. Það yrði ekki tekjufall hjá almenningi við það, og skatttekjur breyttust varla að marki, því útgerðarauðvaldið borgar hvort er er enga skatta á Íslandi.
Ellismellur 13.5.2015 kl. 12:45
Velkominn á neðri Skagann. Ef það er eitthvað að marka þessa mynd hjá þér.
Vilhjálmur Gunnarsson 13.5.2015 kl. 19:20
Nei Villi. Það er dóttir mín sem á heima þarna. Sjálur er ég að flytja á Hagaflötina.
Sæmundur Bjarnason, 14.5.2015 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.