8.5.2015 | 10:57
2329 - Verkföll o.þ.h.
Á veltiárunum fyrir hrun var aldrei farið í verkfall. A.m.k. ekki hjá stóru félögunum eins og VR en þar var ég kunnugastur. Hvers vegna var það? Jú, ég get sagt ykkur það. Á þessum tíma tíðkaðist að yfirborga næstum alla. VR var mjög óvinsælt félag. Launataxtar þeirra voru langt fyrir neðan það sem algengast var að borga. Með þessu móti voru tennurnar algjörlega dregnar úr VR. Atvinnurekendur þurftu ekki annað en hóta að borga eftir umsömdum töxtum. Það jafngilti uppsögn. Þessvegna var VR sæmst að halda sig á mottunni.
Svo kom hrunið og þá voru taxtalaunin það eina sem var í boði. Nú batna kjörin aðeins og fólk sér að umsamdir launataxtar eru ekki tóm vitleysa. Ýmis réttindi sem áður skiptu engu máli eru allt í einu orðin mikils virði. Þetta finnst mér vera að gerast núna í sem allra stystu máli.
Núverandi ríkisstjórn virðist ætla að láta reyslulausan og mjög hægrisinnaðan forsætisráðherra teyma sig útí það foræði, sem verkfallsátök þau sem framundan eru vissulega virðast. Sú þvermóðska sem ríkisstjórnin sýnir verkafólki er einkennileg. Auðvitað vita verkalýðsforkólfar mætavel að of háir samningar geta valdið verðbólgu, en er betra að drepast eða verða gjaldþrota, en búa við þá verðbólgu sem áður tíðkaðist. Verkalýðsfélög og atvinnurekendur gætu í sameiningu neytt ríkisstjórnina til að gera hvað sem er. Og kannski gerist það einmitt.
Að mörgu leyti má búast við að erfiðara sé að fara í langt verkfall nú en áður var. Belti og axlabönd verslunareigenda t.d. eru bankarnir og greiðslukortin. Ekki verður gefinn frestur á að greiða skuldir þó verið sé í verkfalli. Einhverntíma hefðu bankarnir samt lamast við að VR færi í verkfall. Nútildags eru allsherjarverkföll ekki það eina sem til greina kemur. Hægt er að reikna út hvar tjónið verði mest. Verkföll eru eina vopn verkalýðsins. Atvinnurekendur hafa mörg.
Hef svosem nóg að gera annað en fást við að blogga um þessar mundir. Bý eiginlega á tveimur stöðum núna og er að undirbúa að flytjast til Akraness. En ekki meira um það. Set þetta bara upp núna af því það er föstudagur. Stutt er þetta og kannski þunnt, en ég get ekki gert betur en þetta akkúrat núna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Sú þvermóðska sem ríkisstjórnin sýnir verkafólki "
ef kæmu sameiginlegar kröfur frá hlutaðeigandi þá mundi núverandi ríkisstjórn samþykkja þær innan klukkustundar
Grímur 8.5.2015 kl. 20:50
Grímur minn, það vantar allt traust milli þeirra sem þú kallar "hlutaðeigandi". Þetta finnst mér a.m.k. Og hver eyðilagði það? Ekki veit ég það, en finnst ástandið í þjóðfélaginu vera þannig.
Sæmundur Bjarnason, 10.5.2015 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.