2328 - Makríllinn að missa sig

Eiginlega er það stór galli á fésbókinni hvað allir eru jákvæðir. Held að sumum hundleiðist þó þeir reyni að bera sig vel. Kannski er þessi galli ekkert síður á blogginu. Þar finnst mér þó pólitíkin eiga hug flestra. Tala nú ekki um ef tækifæri gefst til að skrifa undir eitthvað. Annars er ég sjálfur búinn að skrifa undir makríl-áskorunina svo ég get víst lítið sagt. Áhugamálin eru fjölbreyttari á fésbókinni. Enginn nær þó að lesa nema lítinn hluta hennar. Og þar eru sumir í því að læka og deila út og suður. Hvernig fóru menn eiginlega að því að láta tímann líða áður en internetið kom til sögunnar?

Það er skynsamlegt að vera grænmetisæta. Öllu má samt ofgera. Það er illa farið með gott gróðurland að breyta grasi í kjöt. Að við skulum leggja okkur lík til munns er beinlínis skrýtið. Sjálfur vil ég frekar hugsa um réttritunina í skrítið eða skrýtið, en sláturhúsin með allar sínar hryllingssögur. Samt borða ég kjöt. Finnst eitthvað vanta ef ég smakka það ekki lengi. Annars þarf svosem ekkert að kvarta undan grænmeti og mjólkurmat. Og auðvitað mætti svosem mín vegna éta fisk. Á margan hátt eru skipin og bátarnir geðslegustu sláturhúsin.

Sé að flestir þeirra sem álpast til að lesa bloggið mitt (og þeir eru furðu margir) fara flestir snemma að sofa. Þ.e.a.s. fyrir miðnætti. Reyni ekki að rýna meira í tölurnar en það. Kannski þetta snemmsofelsi hafi eitthvað með aldurinn að gera. Sjálfur fer ég oft svo snemma á fætur að til vandræða horfir. Þessvegna veit ég þetta.

Hef greinilega lítið minnst á fésbókina í þessu undanfarandi. Auðvitað mætti eins vel setja þessar hugleiðingar þar. En þá þyrfti ég að vera sískrifandi þar og ekki gengi að senda langloku, um allt og ekkert, á borð við þetta þangað. Samt gæti það orðið vinsælla. Allir, eða næstum allir eru hvort eð er á fésbókinni, en Moggabloggið er orðið fremur úrelt fyrirbrigði. Sjálfstætt bloggheimili nenni ég ómögulega að fást við. Jæja nú er klukkan farin að ganga átta og ég að hugsa um að fara út. Ansi er þetta samt snubbótt blogg.

WP 20150423 12 46 18 ProHarpa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband