25.3.2015 | 17:55
2305 - Kosningar og þ.h.
Hvað var það merkilegasta sem gerðist í kosningunum vorið 2013? Jú, auðvitað var það merkilegt hve framsóknarmönnum tókst vel að ljúga að fólki. Annað sem gerðist þar og ef til vill sætir enn meiri tíðindum í framtíðinni er að Sjálfstæðisflokkurinn festist í svona fjórðungsfylgi. Ekki er víst að hann nái sér nokkurntíma uppúr því aftur. Kannski er fjórflokkurinn að líða undir lok. En hvernig er hugsanlegt að það verði, flokkakerfið sem líklega er að verða til núna.
Ég er sammála Eiríki Bergmann um það að vel má kalla Pírata utangarðsflokk. Hið mikla fylgi hans í skoðanakönnunum er eflaust tilkomið vegna andstöðu hans við hefðbundna stjórnmálastarfsemi og getur áreiðanlega ekki haldist. Aftur á móti er ég ekki sammála Vilhjálmi Bjarnasyni um að þeir kenni sig við skipulagða glæpastarfsemi. Hélt satt að segja að Villi væri ekki svona þunnur.
Sennilega eru Píratar komnir til að vera. Nafnbreyting gæti þó orðið þar. Enn ein sameining gæti orðið vinstra megin. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn líða sennilega undir lok. Nýr fjórflokkur gæti tekið við þar sem hver flokkur væri með u.þ.b. fjórðungsfylgi. Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Græningjar og ESB-flokkur. Einhver af þessum flokkum mundi fá þjóðrembu og innflytjendahatursfylgið. Veit ekki hver þeirra.
Eitt er víst og það er að mikil losarabragur er á íslenska flokkakerfinu um þessar mundir. Ómögulegt er að spá um hver niðurstaðan verður. Líklegt er þó að ró komist á eftir næstu kosningar og tuttugasta og fyrsta öldin verði lík þeirri tuttugustu hvað kerfisflokka áhrærir. Stjórnmálin gætu þó orðið verulega ólík.
Einhver mesta breytingin sem orðið hefur á þessum vetri er sú að núorðið treystir fólk sennilega mun betur Veðurstofunni en áður. Snjóléttur hefur veturinn verið en fremur umhleypingasamur. Veðurfarið hefur allsekki verið slæmt og ef vorið verður sæmilegt þurfa sennilega fáir að kvarta. Gatnakerfið hér á höfuðborgarsvæðinu er þó afleitt enda hefur viðhald verið trassað allt frá hruni.
Einu sinni sá ég stórt skilti sem á stóð Dekkverk. Man að ég hugsaði með mér að þetta væri eiginlega ágætis rímorð og fór í huganum yfir hvernig ætti að ríma þetta. Áður en varði var ég búinn að gera limru sem var svona:
Það var hann Dóri í Dekkverk,
sem dýrindis smíðaði rekkverk.
Svo fór hann á túr
og fékk sér einn lúr
og eftir það hann ekki fékk verk.
Að ríma saman Dekkverk, rekkverk og fékk verk finnst mér nokkuð gott. Eiginlega er þessi limra nokkurnvegin einsog ég vil hafa þær. Mannsnafn eða staðarnafn í byrjun og rímorðin fremur óvænt. Sennilega hefur einhver löngu dauður limrusérfræðingur ort þetta í gegnum mig. Ekki er limran neitt lakari fyrir það. Kannski má segja að í stuttu línunum séu stuðlarnir ekki vel greinilegir. Finnst samt að ekki þurfi að fara eftir ströngustu bragfræðireglum úr rímnaháttum þar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.