Tuttugastaogþriðja blogg

Sunnudagsmorgunn og best að blogga smá eftir all-langt blogghlé. Ekkert þó um að blogga svosem. Nenni samt ekki að skrifa um fréttir dagsins, það eru svo margir sem gera það og sumir af heilmiklu viti. Finnst samt flokksnafnið hjá Ómari og Co. fullyfirlætislegt. Minnir mig á Árna Johnsen og sérnúmerið á bílnum hans.

Kom í fyrsta sinn í gærkvöldi á veitingastaðinn Rauðará. Þar var Benni með smáafmælisfagnað og við fengum okkur að borða og svoleiðis sex saman.

Bjarni er lagt kominn með að flísaleggja baðið og setja upp gerekti með aðstoð Benna. Við Áslaug höfum komið til hans í fáein skipti að aðstoða smávegis undanfarna daga.

Ætlaði að blogga áðan um blogg-grein um landsleik Ísraela og Englendinga og bölsótast yfir villum o.þ.h. en hætti við og skrifaði  í þess stað smáathugasemd á bloggið sjálft. Minnir að ég hafi lent á þessari grein af link á mbl.is.

Vaknaði snemma í morgun. Ágætt að nota tímann núna til að röfla í Word-skjali, það er afslappandi finnst mér og svo líka að líta yfir bréfskákirnar á Netinu, sem eru eiginlega alltof margar.

Fór í einhvers konar svefnrannsókn um daginn. Þurfti að festa á mig tæki og tól áður en ég fór að sofa og setja tækið í gang. Þó tafsamt væri og svolítið flókið að koma öllu á sinn stað var ekkert vandamál að sofa með allt draslið utan á sér. Svaf  þó alltof stutt og fæ væntanlega að vita um niðurstöður rannsóknarinnar í næstu viku.

Á morgun byrjar vaktavika hjá mér og kannski blogga ég meira þá fyrir þessa tvo eða þrjá föstu lesendur mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband