Tuttugastaogfjórða blogg

Ég vorkenni svolítið vinsælu ofurbloggurunum. Greyin þurfa að blogga daglega ef vel  á að vera. Við hin getum látið okkur nægja að blogga bara svona öðru hvoru. Mikill lúxus.

Kláraði skattframtalið áðan. Áður fyrr var þetta árlega uppgjör hangandi yfir manni eins og Damoklesarsverð vikum saman en nú er þetta eiginlega orðið písofkeik ef svo má segja.

Eftir að ég fór að blogga sjálfur svona öðru hvoru þá hefur áhugi minn á að lesa annarra manna blogg  eiginlega minnkað. Líka er ég að miklu leyti hættur að lesa dagblöðin enda ekki lengur áskrifandi að Morgunblaðinu þrátt fyrir allt Moggabloggsstand og Fréttablaðið berst hingað bara með höppum og glöppum og Blaðið aldrei.

Mbl.is skoða ég oft og svo horfi ég á  auðvitað á sjónvarpið. Blogg af ýmsu tagi les ég talsvert en smekkur minn á slíkt breytist ört. Bloggurum fjölgar líka svo hratt um þessar mundir að maður hefur alls ekki við að lesa þá alla.

Langflesta nýja bloggara uppgötva ég þannig að þeir hafa linkað á einhverja frétt á mbl.is. Sjálfur linka ég aldrei á fréttir og blogga lítið um málefni dagsins.

Nú er vor í lofti og birtutíminn lengist stöðugt. Um helgina næstu er þó spáð  roki og rigningu að ég held.

Ég held að ég hafi þetta bara  stutt  núna. Reyni að gera betur næst. Hvenær sem það verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband