Tuttugastaogannađ blogg

Best ađ blogga smá. Ţađ er orđiđ ansi langt síđan ég bloggađi síđast. Ţó lesendurnir séu ekki margir ţá sé ég á teljaranum ađ ég er ađ valda einhverjum vonbrigđum, ţví a.m.k. fáeinir líta hingađ inn stöku sinnum ţó lítiđ sé ađ gerast.

Af mér er fátt og lítiđ ađ frétta. Löppin er svolítiđ bólgin en ţađ veldur mér litlum vandrćđum. Helst ađ ég ţurfi ađeins ađ beita lagni viđ ađ fara niđur stiga. Innan fyrirtćkisins er veriđ ađ auglýsa eftir umsóknum um störf í álverinu á Reyđarfirđi. Ég er ađ hugsa um ađ kynna mér ţađ nánar og jafnvel ađ sćkja um.

Merkilegt hvađ rifist er um stjórnarskrána ţessa dagana. Mér finnst ţetta vera örvćntingarfullt  útspil framsóknarmanna til ţess  ađ minna á sig. Mig minnir ađ ég hafi haldiđ ţví fram hérna á blogginu fyrir nokkrum vikum síđan ađ alţingismönnum komi stjórnarskráin lítiđ viđ og best vćri ef ţeir létu hana alveg í friđi. Ekki eru samt auđfundnir ađrir ađilar til ađ skipa ţeim málum gáfulega og ţví ţeim mun meiri ástćđa til ađ flana ekki ađ neinu og viđgerđir alţingismanna eru meira en vafasamar ef ekki er um fullt samkomulag stjórnar og stjórnarandstöđu ađ rćđa.

Ţrýstingur á gufukötlum féll nokkuđ í fyrrinótt hér í MS. Olli ţađ nokkru havaríi, en mér sýnast ţau mál vera í góđum farvegi núna. Í nótt sem leiđ snarlćkkađi síđan frostiđ í herđinum í ísgerđinni, en lítiđ mál var ađ laga ţađ. Af ţessu má sjá ađ hér eru rólegheitin ekki alltaf drepandi, ţó oft sé lítiđ um ađ vera.

Bréfskákir tefli ég  um ţessar  mundir á ţremur stöđum. Á playchess.de tefli ég 10 skákir sem ekki eru reiknađar til stiga. Á Gameknot tefli ég síđan 13 stigaskákir og m.a. í móti sem Bjarni startađi. Hann er búinn međ allar sínar skákir í mótinu og er međ 8 vinninga af 12 mögulegum ef ég man rétt. Sjálfur er ég međ 4,5 vinninga og á 4 skákir eftir. Síđan er ţađ Chesshere.com ţar sem komst um daginn mest í 51 skák en nú eru ţćr 40 ađ mig minnir. Ég tefli nú fremur hratt ţar og alltaf koma skemmtilegar skákir upp ţar öđru hvoru.

Benni fékk um daginn tilbođ í íbúđina sína. Hann gerđi gagntilbođ og ég veit ekki hvernig ţađ mál hefur fariđ. Hugsanlega ekki útkljáđ enn. Mér heyrist á honum ađ hann sé nokkuđ ákveđinn í ađ selja og kaupa sér nýtt.

Áslaug er ađ skúra í Ađföngum ţessa dagana og Bjarni međ henni. Í síđustu viku hjálpađi ég til í stađ Bjarna og oftast međ Hafdísi ţví Áslaug var međ flensu.

Sjálfur fékk ég hita og beinverki seinni partinn á sunnudaginn og var svolítiđ slćmur nóttina á eftir, en síđan varđ ekki meira úr ţví.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband