23.9.2014 | 14:18
2226 - Enska
Spyr vigtina að því á hverjum degi hve þungur ég sé. Þetta er gert útaf svokölluðu átaki sem ég er í og felst einkum í því að éta ekki brauð og drekka ógeðsdrykki af ýmsu tagi. Held að ekkert ógeðslegra sé samt í þeim en ýmisskonar grænmeti og gras. Vigtin á hinsvegar mjög erfitt með að ákveða sig með hvort ég sé 118,1 eða 118,5 kíló, léttklæddur mjög. Kemur ýmist með þær tölur eða einhverjar þar á milli sem tillögur. Ég lít a.m.k. ekki á þær sem annað. Ekki getur verið að ég sé mismunandi þungur eftir dögum.
Á eftir förum við væntanlega að Efstalandi, en þar skilst mér að Hörður hennar Ingu ætli að halda uppá áttræðisafmælið sitt. Afmælisgjafir vinsamlega afþakkaðar, en við systkinin ætlum samt að brjóta það. Erum núna búin að fara þangað og það eftirminnilegasta er fyrir mig að Tinna skuli hafa spurt þegar komið var að torfbænum þar sem víkingasalurinn var: Eiga þau heima í þessu grashúsi?, en fyrir aðra er það líklega þegar Gunnlaugur Bjarnason líkti Herði við hobbita.
Ekki veit ég hvar þetta með matarskattinn endar. Sennilega verður hann ekki 12% eins og frumvarpið segir. Ég á nefnilega alveg eins von á því að samið verði um svolítið minna. Þetta var pólitík dagsins en svo er ég að hugsa um að láta hana í friði eins og hvern annan geitung. Hún stingur mann samt óþyrmilega ef maður gætir sín ekki.
Um daginn fórum við hjónin á veitingahús. Ekki er það nú sérstaklega í frásögur færandi. Heldur ekki hvað við pöntuðum. Man það reyndar ekki lengur. Eitt vakti þó athygli mína. Þjónninn talaði ekkert nema ensku og skildi ekki nokkurn skapaðan hlut í íslensku. Bráðum verður það nauðsynlegt að kunna eitthvað fyrir sér í heimsmálunum flestum til að geta farið út í Bónus að versla. Kannski er ég bara svona svartsýnn og hugsanlega verður þetta aldrei þannig, en mér finnst það ansi hart að geta ekki notast við íslenskuna á Íslandi.
Fína orðalagið yfir að hanga á fésbókinni er að skoða samfélagsmiðlana að öðru leyti er enginn munur á þessu tvennu og ég er ekki frá því að þessi tölvusiður sé að breiðast út. Menn eru allan liðlangan daginn í tölvunni ef þeir mögulega geta. Ekki er ég barnanna bestur enda hef ég lítið annað við að vera þessa daganan en að hamast við að léttast. (Sem þó gengur illa.) Það er af sem áður var að gamalt fólk sem núumstundir er helst af öllu kallað ellilífeyrisþegar staulaðist um við staf og óspart var gert grín að því. Nú orðið eru allir því nokkuð góðir því þeir eiga sjálfir eftir að lenda í þessu. Reynt er þó að hafa það sem minnst fyrir og því er gjarnan komið fyrir á sérhæfðar stofnanir.
Ef sektin sem Mjólkusamsölunni er ætlað að greiða á að vera eitthvað í áttina við að vera í samræmi við það, sem hún hefur stolið frá okkur gegnum árin væri nær að hafa hana a.m.k. 370 milljarða, en skitnar 370 milljónir. Erfitt getur reynst að reikna þetta út, en lengi hefur verið stolið af okkur og verður áreiðanlega lengi enn.
Allsstaðar má búast við svona villidýrum.
Ármót Sogsins og Hvítár, Ölfusá til hægri.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.