29.6.2014 | 10:54
2185 - Líkið í lestinni
Ég er sammála Jónasi Kristjánssyni um það að Davíð Oddsson er orðinn dragbítur á alla starfsemi Sjálfstæðisflokksins. Gæti jafnvel hugsað mér að kjósa hann er ekki væri fyrir Davíð. Samt er hann skyldur mér, en förum ekki nánar út í það. Ekki get ég gert að því. Allt útlit er fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn minnki og minnki. Kannski staðnæmist hann við fjórðungsfylgi, en þó er það ekki víst. Áður fyrr dreymdi suma sjálfstæðismenn um hreinan meirihluta. Slíkt er nú með öllu fyrir bí. Hann er öfgahægri flokkur og verður það um ókomna framtíð.
Hverjir eru ljósmyndarar?
-Allir sem taka nógu mikið af myndum.
Nú, hverjir eru þá listmálarar.
-Allir sem mála nóg af myndum.
Er það? Hverjir eru þá vitleysingar?
-Þeir sem eru nógu vitlausir til þess.
Jæja. Hverjir eru þá besservisserar?
-Þeir sem vita jafnmikið og Gúgli.
Eru það margir?
-Kannski.
Hverjir eru Gúgulvisserar?
-Nú rakstu mig á gat.
Það er lítill vandi að búa til endalaus franskbrauð af þessu tagi. Ekki er öll vitleysan eins.
-Nei, þá væri það engin vitleysa. Bölvuð vitleysa er þetta.
Já, auðvitað.
Fáninn er fávíslegur. Fallegur samt. Ferlega framsóknarlegur. Hvaða eff-sótt er þetta eiginlega? Veit það ekki. Sem táknmynd er hann misheppnaður. Þorskurinn væri betri. Auðvitað væri hann svolítið álappalegur, en við því er ekkert að gera. Listamenn ættu að keppast við að stílísera hann. Að fáninn tákni heiðan himinn, eld og ís er fáránleg eftiráskýring. Norðmenn hafa þó raðað litunum rétt. Skjaldarmerkið er afleitt líka. Sem betur fer lítið notað. Forsetann mætti leggja niður. Hann er úreltur.
Svona gæti ég haldið endalaust áfram. Að mörgu leyti er ég ómögulegur Íslendingur. Vil heldur teljast Evrópubúi, Vesturlandamaður, eða jafnvel Jarðarbúi. Af hverju getum við ekki bara haft eina ríkisstjórn. Það væri alveg kappnóg. Núverandi ríkisstjórnir gætu verið undirstjórnir, eða eitthvað.
Íslensk þjóðremba virðist eiga sér lítil eða engin takmörk. Guðbergur má ekki segja að Íslensk menning sé grunn án þess að allt verði vitlaust. Egill Helgason reynist vera með þjóðrembdustu mönnum. Jú, jú. Íslendingar skrifuðu frambærilegar skáldsögur á undan mörgum öðrum. Allflestir í heiminum vita þó hvað átt er við, þegar sagt er að einhver sé að berjast við vindmyllur. Örfáir Íslendingar vita það sama, ef einhverjum er líkt við Björn að baki Kára. Þannig er það bara og eins gott að horfast í augu við það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Öllum má vera er ljóst að psychopath Davíð Oddsson er dragbítur sjallanna. Öllum.
En af hverju er kallinn ekki gerður "óvirkur"? Ekki í þeirri merkingu að senda hann til feðra sinna, auðvitað ekki. En setja mætti á hann "Maulkorb" eins og notaðir eru á seppa og núna á Luis Suarez. Eða senda hann með vini sinum Jóni Steinari, lögmanni upp á golfvöll að pútta. Á golfvöllum verða menn að þegja.
Nei, líklega veitt kallinn of mikið, menn eru hræddir, skíthræddir við hann, jafnvel vinir og kunningjar.
Haukur Kristinsson 29.6.2014 kl. 13:42
Það er skelfilegt hvað öfund og minnimáttarkennd opinberar oft viðbjóðinn sem innra býr. Jónasi er vorkun. Hann gengur ekki heill.
K 30.6.2014 kl. 08:55
Haukur,ég veit ekki hvernig best er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þagga niður í Davíði Oddssyni. Það fer samt að verða aðkallandi. Áhrif hans virðast vera ótrúlega mikil.
Sæmundur Bjarnason, 3.7.2014 kl. 10:37
K minn góður. Það er ekki von að þú viljir láta nafn þitt sjást. Vitanlega verður að vara sig á Jónasi. Margt veit hann þó, og margt skilur hann réttum skilningi. Auðvitað veit hann samt ekki allt, frekar en aðrir.
Sæmundur Bjarnason, 3.7.2014 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.