2175 - Mýs geta bitið líka

Ég er þeirrar skoðunar að rasista-spilinu hafi verið spilað út viljandi af forystu framsóknarflokksins. Kannski hefur ekki átt að gera það nákvæmlega eins og reyndin varð og kannski var tímasetningin röng. Líka er vel hugsanlegt að þetta hafi verið nákvæmlega útreiknaður tími. Ein vika er langur tími í pólitík.

Hluta af þessu dreifði ég á fésbókarveggnum mínum. Fésbókin er reyndar alltaf að valda mér meiri og meiri furðu. Reyni oft að fjölga þeim eða fækka sem ég fæ tilkynningar frá. Erfitt er samt að stjórna þessu og hæfilegur fjöldi er breytilegur. Vil þó endilega fá hæfilegt magn af tilkynningum. Fullmikið verður það stundum.

Kosningar nálgast og þá verða oft bæði bloggin og ýmislegt annað ólesandi. Eiginlega er mjög skiljanlegt að fólk forðist þann hanaslag. Þó er þetta langmikilvægasta málefnið sem hægt er að fjalla um og í raun og vera hafa allir áhuga á pólitískum málum hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki. Öll mál geta líka sem best verið pólitísk, kæri menn sig um það. Oft er þó hægt að ná samkomulagi ef það er mönnum nógu ofarlega í huga.

Ein aðalfrétt síðustu viku sem áreiðanlega hefur ekki farið framhjá neinum fjallaði um það að rotta hefði bitið dreng. Hinni æslegu viðureign milli þeirra var fjálglega lýst í flestum miðlum. Allt sem er óvenjulegt verður að frétt. Þetta er runnið mér í merg og blóð. Þetta er svipað og þegar Karl Garðarsson, sem þá var fréttamaður, hljóp upp á milli handa og fóta þegar hann sá minkayrðling. En því minntist ég á þetta hér að heima í Hveragerði eltumst við eitt sinn við mús og tókst að króa hana af. Systir mín vildi vera góð við músarskinnið og klappa henni en þá beit hún hana. Það með féll hún í ónáð og kallað var á köttinn.

Mér finnst ekki rétt að láta baráttuna fyrir kosningarnar um næstu helgi snúast bara um trúarbrögð og innflytjendur. Einhverjir vilja það helst og slá um sig með tölum af öllu tagi og einstökum atburðum. Mér leiðast tölur. Með þeim má sanna allan fjandann. Fyrst og fremst þó það sem greinarhöfundur vill sanna. Eftirtektarverðast varðandi innflyjendur finnst mér þó að í hugum margra eru einkenni þau sem best eru þegar rætt er um Íslendinga í Vesturheimi allt í einu orðin þau verstu þegar rætt er um múslima á Norðurlöndum. Skil þetta ekki.

 

IMG 0572

 Gróskumikil tré.

 IMG 0575Í Fossvogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var ekki "rasista-spil", Sæmundur, heldur rætt um mosku.

Múslimar eru ekki allir af sama kynþætti, ég hélt þú vissir það.

Kveðja góð.

Jón Valur Jensson, 27.5.2014 kl. 00:40

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=571067679673661&set=a.101891433257957.4076.100003113017278&type=1&theater

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.5.2014 kl. 14:44

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jón Valur, ég held að þó einkum sé talað um Mosku, sé um að ræða að framsókn vill fá atkvæði þeirra sem vilja ganga langt í því að meina útlendingum að setjast hér að. Get alveg fallist á að orðið "rasista-spil" sé nokkurs konar uppnefni, og yfirleitt er ég á móti þeim. Tilfinningasemi virðist samt vera mörgum til trafala í þessu máli.

Sæmundur Bjarnason, 28.5.2014 kl. 00:24

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gunnar, þessi mynd er ansi góð. Ég hafði ekki séð hana.

Sæmundur Bjarnason, 28.5.2014 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband