19.4.2014 | 09:32
2155 - Páskar
Nú er semsagt kominn laugardagurinn langi (hehe) og ég hef ekki sett upp blogg síðan á mánudaginn. Eitthvað verður að gera í þessu.
Sýnist að margir bloggarar leggi áherslu á að fjalla bara um eitt málefni í hverju bloggi. Þetta hef ég aldrei getað vanið mig á. Til þess þyrfti ég að blogga oft á dag. Geturðu þá ekki bara skrifað á fésbókina eins og svo margir aðrir? Jú, auðvitað gæti ég það, en tvennt mælir á móti því. Í fyrsta lagi kann ég voðalega lítið á hana og þar að auki yrðu þessi blessuð blogg mín sennilega lesin af ennþá færri ef ég gerði það. Vitanlega veit ég það samt ekki, en íhaldssemi mín er slík að ég held tryggð við Moggabloggið þrátt fyrir allt. Vitanlega er þetta samt bara safn af athugasemdum. Þar er ég semsagt virkur.
Skammstafanir geta flækst fyrir. T.d. held ég að ÖSE þýði Öryggis- og Samvinnustofnun Evrópu. Mest ruglandi er að sumar skammstafanir eins og t.d. NATO eru á ensku en ekki íslensku. Engin furða þó Simma sé uppsigað við þær. Hvernig á t.d. að vita að IMF og AGS er í sumra huga nákvæmlega það sama.
Af hverju kalla Íslendingar sig Íslendinga? Er það ekki bara eitthvert rómantískt rugl? Eiginlega væri miklu sniðugra að heita Grænlendingur. Svo er norski fáninn mun smartari en sá íslenski. Annars er ég orðinn svo vanur því að vera kallaður Íslendingur að ég er hættur að kippa mér upp við það. Hvað er íslensk þjóðremba? Íslensk kjötsúpa sem hellt er yfir hausinn á Björk og Sigurrósu. Já, vel á minnst. Mamma mín hét Sigurrós. Alltaf kölluð samt Rósa. Í mesta lagi Rósa á Bláfelli. Var einmitt að hugsa um það áðan að sniðugt væri að búa til vef sem héti blafell.is en þá er náttúrlega eitthvert smáhótel á Austurlandi búið að stela því léni. Snjallt hjá pabba samt að skíra húsið Bláfell. Þá var nefnilega ekki búið að finna upp götuheiti og húsnúmer. A.m.k. ekki í Hveragerði.
Eiginlega er bara ágætt að skrifa einhverja árans dellu. Kannski verður það snilld með tímanum. Af hverju er snjórinn hvítur? Já, þetta er víst einskonar páskahugleiðing. Svona rugl eins og þetta ætti betur heima á fésbókinni, en svona virðulegu bloggi eins og Moggabloggið þykist a.m.k. stundum vera. Beautiful nonsense var bull eins og þetta einu sinni kallað. Einhver Burrougs sem þó var ekki höfundur Tarsanbókanna og Henry Miller sem var mest krassandi og klámfengnasti rithöfundur sem ég komst í kynni við á unglingsárunum voru skrifaðir fyrir því. Klaus Rifbjerg var líka ágætur, en hélt víst að hann væri alvöru-rithöfundur.
Eftir því sem maður eldist og hefur frá meiru að segja, segir maður minna, en skrifar þeim mun meira. Þannig er það með mig. Mér finnst ég alltaf þurfa að vera að skrifa. Útrás fyrir það fæ ég hér á blogginu mínu. Sumir (margir) fá þá útrás á fésbókinni. Afleiðingin er sú (finnst mér) að hún er óskapnaður sem engin leið er að botna í. Bloggið hefur þó enda en reyndar enga byrjun frekar en fésbókin.
Og svo eru það Ásgautsstaðir. Bráðum verð ég sennilega að taka upp það ráð að hafa niðurlagið alltaf eins. Minna á hvenær ég byrjaði á þessari vitleysu (10. des s.l.) og hvenær ég hætti þessu. (Ekki enn).
Fjöldi af boltum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.