15.3.2014 | 23:27
2136 - Kerið og Geysir
Nú bíður maður bara eftir því með öndina í hálsinum (hvaða fjandans önd) að farið verði að slást við Geysi. Kannski einhverjum verði hent í hver. Hver veit. Nú, veit hann það? Ja, maður tekur nú bara svona til orða.
Annars er þetta náttúrupassamál náttúrlega mjög skrítið. Ekki langar mig nærri eins mikið til að sjá Kerið eftir að skúrinn kom þar. Íslendingar eru skrýtnir. Ekki er nóg að þeir bjóði grunlausum útlendingum uppá náttúrpassa heldur fara þrjár fegurðardísir í sömu peysuna eins og frægt varð um árið. Hvort þær voru í einhverju öðru en peysunni fer hinsvegar engum sögum af. Einhver skrifaði um það á fésbókina að margir framfleyttu sér og gerðu út á það að sturta farþegum á suma af fegurstu stöðum landsins, en væru ófáanlegir til að borga nokkurn hlut fyrir það.
Einelti er skrýtin skepna. Mér finnst ég ekki hafa orðið fyrir einelti. Öðrum finnst það þó kannski. Ekki finnst mér ég heldur hafa tekið þátt í að einelta aðra. Er það ekki upplifun einstaklingsins sem öllu máli skiptir? Eiginlega má að mörgu leyti kalla það klassískt einelti hjá ESB, Norðmönnum og Færeyingum að koma fram við Íslendinga á þann hátt sem þeir virðast hafa gert og vilja ekki vera memm.
Makríldeilan og þessi samningur er reyndar mörgum hugleikinn:
Síðast þegar svona illa skipulagt samsæri var framkvæmt í Evrópu var haustið 1956, þegar Bretar og Frakkar sömdu við Ísrael um innrás í Egyptaland og sóru allt af sér en voru afhjúoaðir af Bandaríkjamönnum.
Þetta lætur Styrmir Gunnarsson sér um ritvél (eða tölvu) fara í leiðara Evrópuvaktarinnar. Ansi finnst mér Morgunblaðsritstjórinn fyrrverandi seilast langt þarna. Að líkja innrásinni í Egyptaland við makríldeiluna held ég að engum nema honum hefði dottið í hug. Jafnvel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki svona þjóðrembdur í villtustu draumum sínum. Náttfatabróðir hans sem nú er ritstjóri Morgunblaðsins hefði jafnvel ekki heldur látið sér detta þetta í hug. Nei, Styrmir greyið er sennilega alveg orðinn elliær.
Af sérstökum ástæðum man ég ósköp vel eftir þessu innrásarmáli. Þannig var að ég var í Miðskóla Hveragerðis þegar þetta var. Mínútu þögn var fyrirskipuð kl. 12 af ríkisstjórninni til að votta Ungverjum samúð okkar í baráttu þeirra við ofureflið sovéska. Gunnar Benediktsson, sá alræmdi kommúnistaprestur, var einmitt að kenna okkur þegar þetta var. Hann lét mínútuna líða, en sagði okkur svo að minnast svika Frakka og Breta því þeir væru ekkert betri en Rússar.
Karl Garðarsson sem nú er orðinn þingmaður eins og flestir framsóknarmenn notaði eitt sinn algengt orðtæki hræðilega vitlaust þegar hann var fréttamaður á Stöð 2. Þá sagði hann í frétt um tófuyrðling sem drepinn var hér í bænum að menn hefðu hlaupið upp á milli handa og fóta. Ekki hef ég hugmynd um af hverju mér er þetta mismæli svona minnisstætt. Annars hefur mér alltaf þótt Karl Garðarsson ótrúlega líkur pabba mínum í sjón og ég er alls ekki að segja frá þessu hérna til þess að gera lítið úr honum. Meira eiginlega til þess að furða mig á hvaða atvik úr lífinu verða manni sérstaklega minnisstæð. Ekki get ég heldur skilið hversvegna mér er atvikið með Gunnar Ben. svona eftirminnilegt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.