14.3.2014 | 14:37
2135 - Æ, þessi pólitík
Einn helsti gallinn við Sigmund Davíð er að hann getur varla hreyft sig, eða a.m.k. gert neitt að gagni, án þess að setja heimsmet. Kannski er það skiljanlegt að hann langi mikið til þess. Ekki er þetta samt traustvekjandi og ekki er að sjá að neinn annar sé sömu skoðunar og hann. En svona er þetta. Bráðum dettur hann sennilega um öll metin.
Ekki ber það utanríkisþjónustunni fagurt vitni að Íslendingar skuli hafa látið Norðmenn og Færeyinga plata sig í makríldeilunni. Kannski eru þó ekki öll kurl komin til grafar í því máli og vel getur verið að Íslengingum standi til boða að gerast aðilar að samkomulaginu og hugsanlega ekki á neinum afarkjörum. Bíðum og sjáum hvað setur.
Brak úr þotunni sem týnd var hefur nú fundist og menn geta hætt að bollaleggja um yfirnáttúrlega hluti eins og mér fannst vera farið að bera á. Bilun hennar er þó enn mikið og óleyst vandamál. Vonum bara að svörtu kassarnir finnist. Nútildags ætti ekki að vera mikill vandi að láta þotur af þessu tagi senda allar þær upplýsingar sem settar eru í svörtu kassana þráðlaust til stöðva í landi. Peninga mundi það samt hugsanlega kosta.
Ef ríkisstjórnin ætlar sér að koma þingsályktunartillögunni um viðræðuslit í gegnum þingið og hunsa með öllu kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu, en það getur hún nær örugglega, þá kann að vera að hún hafi grafið sjálfri sér þá gröf sem hún kemst ekki uppúr. Annaðhvort fellur hún þá með miklum hávaða eða hún verður sterkari en nokkru sinni. Ég held semsagt að því fari fjarri að þessu máli sé lokið.
Segjum að Bjarni bogni alveg, hvað sem Simmi segir og það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn. Samþykkt verði að halda samningsumleitunum áfram. Eigum við þá í ljósi ómöguleikans hans Bjarna að ganga útfrá því að ríkisstjórnin reyni að ná samningum sem væru sem óhagstæðastir fyrir okkur Íslendinga. Ég held að enginn geri ráð fyrir því. Nema hugsanlega Simmi sjálfur. Honum væri trúandi til að gera hvað sem er til að tryggja höfnun samningsins.
Auk þess legg ég til að Ásgautsstaðamálið verði áfram á dagskrá. Vel mætti hugsa sér að öll þau skjöl og bréf sem um málið fjalla væru gerð opinber. Þá mætti sjá hvernig opinberir aðilar haga sér í málum sem þessu. Þeir sem vilja fræðast nánar um þetta mál geta gert það með því að hafa samband við sýslumannsembættið á Selfossi, bæjarstjórn Árborgar eða lögmann þann sem fer með málið fyrir stærstan hluta löglegra erfingja jarðarinnar. Um þetta mál skrifaði ég fyrst 10. desember 2013 og hef haldið því áfram að einhverju leyti síðan.
Kannski fer ég aldrei þangað án þess að ætlast til að fá 80% afslátt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Varðandi ríkisstjórnina, þá segja mér innanbúðarmenn í sjálfstæðisflokki að þrýstingur aukist nú verulega á BB að gefa framsókn upp á bátinn. LÍÚ deildin vill reyndar halda dauðahaldi í samstarfið, en hinum fer hratt fjölgandi, sem telja að með því að hanga á stuðningi við mótþróaliðið hjá framsókn gagnvart viðræðum við ESB, rýrni verulega möguleikar sjálfstæðisflokks til árangurs í sveitastjórnakosningunum í vor. Við þetta bætist að mikillar óánægju gætir hjá stórum hluta sjálfstæðismanna með hvernig framsókn hélt á samningum um makrílinn. Á það hefur verið bent, að hægt sé að mnda aðra ríkisstjórn án aðkomu framsóknar, að vísu þriggja flokka stjórn, en án þátttöku Vinstri grænna, sem stór hluti sjálfstæðisflokks getur alls ekki fellt sig við að starfa með. Við sjáum hvað setur.
Ellismellur 14.3.2014 kl. 14:53
Og Hanna Birna verður trúlega utanríkisráðherra. Uppstokkun á ríkisstjórninni verður fljótlega. Lögreglan hvítskúrar Hönnu Birnu áreiðanlega og kannski kemst hún yfir þetta lekamál. Framsóknarráðherrum fjölgar varla, þó Simmi geri ráð fyrir því.
Sæmundur Bjarnason, 15.3.2014 kl. 10:08
í þættinum "Vikulokin" milli 11:00 og 12:00 á Rás 1 í dag, voru að vanda þrír gestir hjá Hallgrími þáttarstjóra. Einn þetta var frámkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna. Mér kom á óvart, þrátt fyrir það sem ég þóttist vita af samtölum við "vissa" menn, hvað hann var berorður um þá þreytu, sem þegar er komin í samstarf þeirra við afturhaldið í framsókn. Eftir að hafa hlustað á þáttinn og melt hann eilítið get ég ekki annað en ályktað, að nú sé komið að þolmörkum. Fréttir af slakri stöðu sjálfstæðismanna í m.a. borginni og raunar víðar, hljóta að setja mikla pressu á forystuliðið um að láta þvermóðskuna í framsókn ekki ráða för mikið lengur.
Ellismellur 15.3.2014 kl. 17:07
Bjarni Ben. hefur talað þannig undanfarið að hann getur varla bakkað og látið Simma ráða öllu. Ég hlustaði ekki á þáttinn sem þú nefnir, en satt að segja var hann (Bjarni) búinn að vera að bæta stöðu sína alllengi þegar þingsályktunarfrumvarpið kom frá utanríkisráðherra.
Sæmundur Bjarnason, 15.3.2014 kl. 20:30
Nei, eins og ég segi, þar hlýtur að vera að þolmörkum komið. Spurningin er bara á hverju verður látið brjóta. Þeir hljóta að vera að planleggja það spindoctorar íhaldsins.
Ellismellur 16.3.2014 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.