7.3.2014 | 14:47
2133 - Þjóðaratkvæðagreiðsla skiptir máli
Ríkisstjórnin rær nú að því öllum árum að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Af hverju skyldi það vera? Egill Helgason hefur skýringuna. http://eyjan.pressan.is/silfuregils/ og vitnar í Andra Geir Arinbjarnarson. http://blog.pressan.is/andrigeir/ Það er á sinn hátt trúverðugt að eignarhald á bönkunum skipti máli. Það er engin tilviljun að hér þrífist engir erlendir bankar. Á sama hátt (kannski sjáanlegra samt) er útlendum olíufyrirtækjum gert ómögulegt að koma sér fyrir hérna. Ísland er of lítið til að standa gegn einokunartilburðum innlendra stórra og valdamikilla fyrirtækja. Eiginlega er það alveg nægileg ástæða fyrir því að vilja ganga í ESB.
Spurningin um það hvort slíta skuli viðræðum við ESB sem allra fyrst snýst ekki að neinu leyti um það á hve skiljanlegu máli samningurinn sjálfur verður fyrir allan almenning. Það er samt ein af röksemdunum fyrir frumvarpinu um viðræðuslit. Auðvitað verður hann túlkaður út og suður af fylgjendum og andstæðingum. Allt bendir samt til að meirihluti Íslendinga sé andvígur honum. Ætíð ber að varast óþarfa flýti. Ef ekki er hægt að rökstyðja flýtinn málefnalega, er best að taka enga ákvörðun.
Með þjóðaratkvæðagreiðslunni vill fólk kannski umfram allt láta í ljós óánægju sína með ríkisstjórnina, án þess að eiga neitt á hættu varðandi ESB. Eru þetta þá einskonar aukakosningar, sem verið er að tala um? Já, mér finnst það, og á vissan hátt frelsar það frambjóðendur í sveitarstjórnarkosningunum frá því að taka afstöðu til málsins. Það er hlé á viðræðunum núna og ekki er hægt að sjá að Íslendingar græði neitt á því almennt séð að slíta viðræðunum án nokkurrar niðurstöðu. Líklegast finnst mér að sá tími sem farið hefur í samningaumleitanir sé svo langur sem raun ber vitni vegna þess að ekki sé neitt útlit fyrir að samkomulag náist.
Með viðræðuslitunum getur ríkisstjórn íhalds og framsóknar tekið til óspilltra málanna við að endurskapa 2007 ástandið. Það er draumurinn. Kannski ætla þeir að vara sig á hruninu og vafalaust verður það ekki nærri eins og síðast.
Æ, pólitíkin er ósköp leiðinleg. Það er samt ekki hægt að láta hana alveg eiga sig og við lifum vissulega á viðsjárverðum tímum.
Auk þess er ég vanur að minnast á Ásgautsstaði í blogginu mínu. Eiginlega er það nokkuð gott dæmi um sífelldan yfirgang þeirra aðila sem þykjast eiga eitthvað undir sér. Með samtakamætti gætum við auðveldlega tekið af þeim völdin.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er nú bara bezta mál að sleppa þessari kvartmilljarðs, óþörfu þjóðaratkvæðagreiðslu.
Álit ESB-sinnans Andra Geirs Arinbjarnarsonar í því efni skiptir engu máli.
Annars átti Silfur-Egill (vel á minnzt) óvenjugóðan pistil um þetta ESB-mál undir lok febrúar.
Jón Valur Jensson, 7.3.2014 kl. 21:40
Nú, ertu þá á móti því að slíta viðræðunum? Þá ertu ekki raunverulegur andstæðingur ESB, því það gæti komið eftirkomendum til góða.
Reyndar held ég að þingsályktunartillagan deyji eins og svo margt annað.
Sæmundur Bjarnason, 7.3.2014 kl. 23:02
Að sjálfsögðu er ég fylgjandi því, að þingsályktunartillagan nái fram að ganga og að algerlega verði slitið þessum fullveldisandstæðu "aðildarviðræðum".
Hvernig datt þér annað í hug, Sæmundur?!
Jón Valur Jensson, 8.3.2014 kl. 03:34
Í greininni sem þú vísar til (las hana reyndar ekki alla) heldur Egill því fram að SDG hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna. Hélt að þú fylgdir SDG í blindni eins og Bjarni.
Sæmundur Bjarnason, 8.3.2014 kl. 08:23
nei, ég hef aldrei fylgt Sigmundi Davíð í blindni, hvernig datt þér það í hug?!
Þetta eru hins vegar þau skrif Egils Helgasonar sem ég var að reyna að vekja athygli þ+ina á:
Mánudagur 24.02.2014 - 02:03 - Ummæli (58)
"ESB umsóknin og veruleikinn
Aðildarumsóknin að ESB var dautt dæmi strax árið 2010, þá var ekki liðið ár frá því umsóknin var send til Brussel.
Þá hafði það gerst að Ísland var komið í erfiða alþjóðadeilu vegna Icesave. Hún olli því að þjóðerniskennd magnaðist og um leið andstaðan við ESB.
Á sama tíma hófst alvarleg kreppa í Evrópu – um tíma var því spáð að evran, ein helsta ástæða þess að Ísland myndi ganga í ESB, myndi ekki lifa af.
Evrópusambandið var hætt að vera jafn aðlaðandi og áður var.
Nöglunum í líkkistu aðildarumsóknarinnar fjölgaði.
Vinstri græn engdust sundur og saman vegna umsóknarinnar – flokkurinn mátti sjá á bak fjölda þingmanna sinna og stuðningsmanna vegna ESB.
Að lokum fengu Vinstri græn því framgengt að gert var viðræðuhlé um áramótin 2012/2013, fjórum mánuðum fyrir kosningar. Ekki hafa verið neinar viðræður við ESB í meira en ár. Það var síðasta ríkisstjórn sem stoppaði viðræðurnar, ekki sú sem nú situr. Málið var orðið of óþægilegt fyrir hana, enda hafði hún breyst í minnihlutastjórn vegna deilnanna um ESB.
[...]
Á tíma stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur vantaði sárlega stjórnmálamenn sem voru tilbúnir að tala fyrir ESB aðild. Andstæðingar aðildar áttu sviðið, með Heimssýn, Ólaf Ragnar og Hádegismóa í fararbroddi. Því var líkast að stjórnarliðar þess tíma ætluðu að bíða af sér andróðurinn og mæta svo með glæstan aðildarsamning sem slægi vopnin úr höndum andstæðinga. En í raun töpuðu þeir áróðursstíðinu.
Aðildarviðræðurnar tóku miklu lengri tíma en ætlað hafði verið. Það var ekki einu sinni byrjað að ræða stærstu og erfiðustu málin. Ýmsar skýringar eru á því, þó aðallega óeining heimafyrir og upplausnin sem varð í Evrópu vegna evrukreppunnar. Það var heldur ekki – og er ekki enn – ljóst í hvaða átt Evrópusambandið stefnir. Verður það í auknum mæli sambandsríki? Yfirgefur Bretland Evrópusambandið?
Í kosningunum í apríl síðastliðnum unnu flokkar sem eru andsnúnir Evrópusambandsaðild yfirburðasigur. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn, en utan hennar eru andstæðingar ESB aðildar í VG. Aðeins tveir Evrópuflokkar eru á Alþingi, með samanlagt 21 prósent af fylginu eða 15 þingmenn. Í núverandi ríkisstjórn er ekki einn einasti Evrópusinni og líklega eru þeir ekki fleiri en tveir eða þrír í samanlögðu stjórnarliðinu. Einn helsti leiðtogi Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, var flæmd út úr pólitík.
Nú er deilt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Vissulega lofaði Sjálfstæðisflokkurinn slíkri atkvæðagreiðslu fyrir kosningar. Hann fær væntanlega að súpa seyðið af því í beiskum innanflokksátökum. Hugsanlega yfirgefa einhverjir Evrópusinnar flokkinn. En á móti kemur að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var margsinnis hvött til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu áður en farið var í að senda inn umsókn. Hefði niðurstaða hennar verið jákvæð – sem er líklegt* – þá hefði verið nánast ómögulegt að binda endi á umsóknarferlið.
[INNSKOT JVJ: Jákvæði meirihlutans fyrir ESB-umsókn í júlí 2009 veðjar gill hér á, en ekki þorði Samfylkingin að veðja á það og felldi tvívegis tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina í meðförum þings og þingnefndar. Þar að auki voru Íslendingar svo hvekktor eftir bankakreppuna, að fyrst í stað vildu margir leita "skjóls" hjá ESB. En allt frá 4. ágúst 2009 hafa ALLAR skoðanakannanir sýn, að verulegur og oft mjög mikill meirihluti hefur verið andstæður inngöngu Íslands í Evrópusambandið, sjá hér: en.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union#Public_opinion. Innskoti lýkur.]
Allt þetta veldur því að býsna seint er í rassinn gripið að fara að mótmæla hástöfum nú þegar á að loks að draga aðildarumsóknina til baka. Það hefur legið í loftinu í meira en fjögur ár að Ísland væri ekkert að fara inn í Evrópusambandið. Sjálfur hef ég margsinnis sett fram þá túlkun á atburðarásinni, mig minnir að ég hafi fyrst sagt þetta við franskan sjónvarpsmann sem kom hingað sumarið 2010. Hann tók viðtal við mig fyrir TF1 sjónvarpsstöðina og varð heldur hissa.
Hér segir ekkert um hvort skynsamlegt eða óskynsamlegt sé fyrir Ísland að ganga í ESB, en svona er hinn pólitíski veruleiki – og það verður að segja eins og er, að aðildarsinnar hafa hálfpartinn lifað í sjálfsblekkingu, látið eins og hlutunum væri öðruvísi farið, eins og aldrei myndi koma að reikningsskilum vegna umsóknar sem var byggð á svo veikum grunni."
Tilvitnun í Egil lýkur.
Jón Valur Jensson, 8.3.2014 kl. 12:59
Afsakið slappleikann í tölvu minni og minn eigin flýti. Hér átti t.d. að standa:
[INNSKOT JVJ: Jákvæði meirihlutans fyrir ESB-umsókn í júlí 2009 veðjar Egill hér á, en ekki þorði Samfylkingin að veðja á það og felldi tvívegis tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina í meðförum þings og þingnefndar. Þar að auki voru Íslendingar svo hvekktir eftir bankakreppuna, að fyrst í stað vildu margir leita "skjóls" hjá ESB. En allt frá 4. ágúst 2009 hafa ALLAR skoðanakannanir sýnt, að verulegur og oft mjög mikill meirihluti hefur verið andstæður inngöngu Íslands í Evrópusambandið, sjá hér: en.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union#Public_opinion. Innskoti lýkur.]
Jón Valur Jensson, 8.3.2014 kl. 14:06
Í greininni sem þú sendir link á er eftirfarandi tilvitnum í SDG:
Til að sætta ólík sjónarmið lagði ég fram tillögu sem ætti að henta öllum, hvar sem þeir standa gagnvart Evrópusambandinu. Hugmynd um að gera hlé á viðræðunum eins og Svisslendingar og Maltverjar gerðu á sínum tíma. Hléið gæti staðið í eitt og hálft eða 2 ár og að þeim tíma liðnum greiddu menn atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort haldið skyldi áfram.
Ég tók þetta þannig að hann væri að mæla með að leggja aðildarumsóknina til hliðar. Hann er víst búinn að skipta um skoðun síðan. Kannski klárar hann hringinn bráðum.
En ég hef líklega haft þig fyrir rangri sök. Einlægari ESB-andstæðing er vart að finna. Þú hefðir samt ekki átt að vitna í Egil Helgason.
Sæmundur Bjarnason, 8.3.2014 kl. 16:01
Sæmundur,fyrrverandi kaupmaður með meiru! Hver er þín skoðun á því að ekki fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla er sótt var um aðild 2009 að ESB batterýinu.?
Númi 9.3.2014 kl. 12:15
Ekki vaninn og líklega óþarfi að hafa margar.
Sæmundur Bjarnason, 10.3.2014 kl. 10:51
Og engin ástæða til hennar nú, enda dýr á henni verðmiðinn, 250 milljónir, og árangurinn enginn, enda yrði hún bara ráðgefandi og að engu hafandi vegna starfsskyldna þingmanna að fara einungis eftir eigin samvizku, en ekki að neinum reglum sem kjósendur þeirra vilja setja þeim, sbr. stjórnarskrána, 48. gr.
Og já, þingmenn verða líka stundum að treysta sér til að hafa vit fyrir þjóð sinni.
Jón Valur Jensson, 12.3.2014 kl. 23:53
Algjör óþarfi að slíta viðræðunum formlega ekki síður. Kostar að vísu minna en gæti vel komið sér illa í framtíðinni.
Sæmundur Bjarnason, 15.3.2014 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.