20.2.2014 | 00:44
2124 - En ég á engan kjallara
Öll þessi umræða um Skagfirska efnahagssvæðið er svolítið fyndin, og grínið flest um Gunnar Braga Sveinsson, ef maður hefur smekk fyrir pólitískum áróðri. Annað er þetta auðvitað ekki. Framsóknarflokkurinn gerir að vísu tómar vitleysur og utanríkisráðherrann ekki síst. Það hafa samt fyrr verið misheppnaðir ráðherrar en í núverandi ríkisstjórn. Ætla samt ekki að vekja meiri athygli á því hvað ég er misheppnaður bloggari og hætti því per samstundis. Allir bloggarar sem ekki eru kærðir, eða a.m.k. reynt að stinga upp í, eru stórlega misheppnaðir.
Marínó G. Njálsson bloggar um vísitölur http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/ Því sem hann segir er ég að mestu sammála. Á vissan hátt kemur það umræðunni um verðtrygginguna heilmikið við. Með því að fimbulfamba um vexti, verðbætur, og allskyns vísitölur er hægðarleikur að rugla fólk í ríminu. Marínó lætur þó ekki blekkjast og hann er einmitt áberandi skýr í því sem hann skrifar. Ég ráðlegg semsagt öllum að lesa þessa grein.
Auðvitað á maður ekki að vera að gera grín að barnabörnunum sínum. Internetið gleymir aldrei neinu og þetta getur sem hægast komið í andlitið á þeim þegar verst gegnir eftir svo og svo langan tíma. Get samt ekki stillt mig um að segja smásögu af Tinnu: Hún kom hingað í heimsókn um daginn. Foreldrar hennar skildu hana eftir og fóru eitthvað annað. Tinna greyið (4 ára) var grútsyfjuð og vildi bara fara að sofa. Það vildum við afi hennar og amma helst ekki svo ég fór með hana í skoðunarferð niður í geymslu í kjallaranum. Þar fann hún tvo gamla badmintonspaða. Ég sagði henni að hún mætti eiga þá. Svar hennar var alveg gullvægt: En ég á engan kjallara.
Setti vísukorn eftir sjálfan mig á Boðnarmjöð og vegginn minn á fésbók í dag og það var svona:
Sátu tveir að tafli þar
titrandi af bræði.
Simmi karlinn sáttur var
ef svarað gat í næði.
Fyrsta ljóðlínan er eiginlega hálfstolin (alþekkt klámvísa sem byrjar: Sátu tvö að tafli þar.) Og sumir segja að sv sé gnýstuðull.
Ég er alveg sammála Hallgrími Helgasyni um að hagstæðast sé að róa sig útaf þessu ESB-máli. Við endum þar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Evrópa er skárri kostur en Kína eða Bandaríkin. Okkur liggur svosem ekkert á. Best að bíða bara ef það er hægt. Kannski verður sífellt flóknara að lifa með þennan EES-samning yfir hausamótunum, en hann nægir okkur alveg í bili.
Auk þess legg ég til að Ásgautsstaðamálið verði tekið á dagskrá á næsta bæjarstjórnarfundi (eða er það kannski borgarstjórnarfundur?) í Árborg. Eyþór Arnalds er að hætta, en hann vildi einmitt koma þessu máli á hreint.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Takk fyrir þennan góða pistil Sæmundur, gaman að sögunni um litlu telpuna þína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2014 kl. 12:22
Takk, Ásthildur. Mér finnst líka sagan af Tinnu vera besti kafli þessa bloggpistils. Hún er einbirni og kannski endurspeglast það í þessu svari hennar. Hún þarf þó ekki endilega að vera að meina að hana langi frekar í kjallarann. Ég skildi hana ekki þannig. Fannst hún frekar eiga við að hún hefði ekki ráð á neinum kjallara til að geyma badmitonspaðana í. Við vitum ekki með neinni vissu hvað hún meinti.
Sæmundur Bjarnason, 20.2.2014 kl. 17:24
Jú rökhugsun barnsins var einfaldlega að badmintonspaðar geymast í kjallaranum. Börn eru svo fallega innrætt og saklaus og draga sínar eigin ályktanir, við mættum oft taka þau okkur til fyrirmyndar. Það kæmi okkur oftar betur en ekki Sæmundur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2014 kl. 18:50
Sæll Frændi
Mér hefur alltaf fundist dálítið undarlegt varðandi umræðuna um aðild okkar að ESB hvort við eigum að spyrja: Villtu ganga í ESB eða ekki, eða. Villtu að við klárum viðræður við ESB og tökum síðan ákvöðrun um hvort við göngum inn eða ekki. Síðari spurningin gagast mér betur, þar sem þá veit ég um hvað málið snýst.
Nú var verið að birta skoðunarkönnun um hvort menn vildu ganga í ESB eða ekki og er niðurstaðan auðvitað neikvæð fyrir ESB sinna.Sem er eðlilegt. Ef ég myndi spyrja verkalýðin: villtu samþykkja samninginn sem gerður verður í vor.. hver haldi þið að svörin yrðu?
Að mín mati er ljóst, að ef gerður verður samningur við ESB og hann er ekki hagstæður Íslensku þjóðinni, væri ég fyrsti maður til að hafna þeim samningi.
Eysteinn Gunnarsson 20.2.2014 kl. 20:30
Já,Ásthildur ég held að hausinn á okkur sé oft fullur af allskyns ranghugmyndum sem trufla okkur án þess að við vitum það eða skynjum.
Sæmundur Bjarnason, 20.2.2014 kl. 21:08
Eysteinn, ég held að núverandi ríkisstjórn (eins og þær fyrri flestar) vilji umfram allt komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu, þó annað sé látið í veðri vaka.
Sæmundur Bjarnason, 20.2.2014 kl. 21:10
Mér sýnist hið skagfirska koma hreint prýðilega út: http://i.imgur.com/RLFlaEm.jpg
Eyjólfur 26.2.2014 kl. 16:01
Mér sýnist hið skagfirska koma prýðilega út: http://i.imgur.com/RLFlaEm.jpg :)
Eyjólfur 26.2.2014 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.