2079 - Skuldavandi heimilanna o.fl.

„Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, segir að maðurinn hafi verið fangelsaður á þeirri forsendu að hann hafi brotið skilyrði reynslulausnar. Fangar eiga ekki að hafa aðgang að internetinu meðan á afplánun stendur.“

Þetta er af fréttavef RUV, svo varla er ástæða til að efast um að það sé rétt. Kannski eru það mín einu mannréttindi að ég hef aðgang að internetinu. Um flest annað er ég svikinn.

Ég trúi því samt alveg að einhver leið finnist til þess að minnka „skuldavanda heimilanna“ (með eða án gæsalappa). Sú leiðrétting verður áreiðanlega mest á pappírnum og í framtíðinni. Við Íslendingar erum svo vanir að færa allan (eða flestan) vanda á framtíðina að okkur verður ekki skotaskuld úr því. Jafnvel gætu „hjól atvinnulífsins“ farið að snúast hraðar. Öfugt við suma aðra er ég þó þeirrar skoðunar að áhrifin á verðbólguna verði talsvert mikil. Auðvitað verður „snjóhengjunni“ svokölluðu kennt um þau áhrif, en stjórnarfarið sjálft er þó aðaláhrifavaldurinn.

Ýmislegt átti að gerast nú í nóvember í síðasta lagi. Einhverjar barbabrellur kemur SDG þó vafalaust með sem eiga að gagnast „skuldsettum heimilum“. Fyrst og fremst verður það bókhaldslegt og kannski áþreifanlegt einhverntíma í framtíðinni, „ef enginn hreyfir andmælum“.

Lakast er frá mínu sjónarmiði séð að engar líkur eru á að Eygló Harðardóttir og fylgifiskar hennar standi við stóru orðin um ellilaunin eða hvað sem það er nú kallað í dag.

Bókastaflinn á náttborðinu hjá mér er alveg horfinn (eða farinn annað) eftir að ég eignaðist Kyndilinn minn. (Takið eftir upsiloninu). Held að greinarnar hjá mér séu alltaf að styttast. A.m.k. finnst mér engu við þetta að bæta. (Skammstafanirnar og svigarnir halda sér þó.)

Dagurinn í dag (22. nóvember) er um sumt merkisdagur. 50 ár eru liðin síðan Kennedy forseti var myrtur í Dallas og Norðmaðurinn Magnus Carlsen varð heimsmeistari í skák í dag. Með því hefst að mínum dómi nýr kafli í skáksögunni. Kasparov og Fischer eiga þar einnig kafla og jafnvel fleiri. A.m.k einhverjir af gömlu meisturunum.

IMG 4730Fiskveiðar á Gardavatni.


mbl.is Carlsen heimsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband