2078 Hanna Birna Kristjánsdóttir og Eva Hauksdóttir

Tvennt virðist einkum skapa vinsældir hjá Moggablogginu. Nöfn og linkar. Þ.e.a.s. nöfn þekktra persóna og linkar í fréttir. Nú ætla ég semsagt að gera smátilraun með þetta. Skrifin hér eru heldur ómerkileg og stutt, en þessi tvö atriði eru í lagi.

Bjórfrétt Vísis í sambandi við knattspyrnulandsleikinn í síðustu viku hefur, mér til mikillar undrunar, orðið til þess að margir hafa afneitað þeirri frétt og reynt að gera blaðamanninn sem skrifaði hana sem tortryggilegastan. Í mínum augum er fréttin sönn. 70 bjórar (sem mig minnir að hafi verið talan) er ekkert sérstaklega mikið fyrir heilt knattspyrnulið. (Varamenn og fararstjórar líklega meðtaldir) Aftur á móti er spurning hvort rétt hafi verið að birta hana. Það er ekki mál blaðamannsins sem skrifaði hana. Lítum á hagsmunina (peningana). Hagsmunir blaðamannsins eru eingöngu þeir að segja satt og rétt frá og undir engum kringumstæðum að segja frá heimildum sínum. Hagsmunir hótelstjórans og þjálfara liðsins eru allt aðrir eins og blaðamaðurinn Atli Fannar gerir ágæta grein fyrir á bloggi sínu http://atlifannar.wordpress.com/ .  

Mörg ógáfuleg orð eru látin falla um kílóa- og alkóhólbaráttu okkar hér á Vesturlöndum. Að vísu eru vandamál okkar talsvert frábrugðin þeim sem íbúar fátækari landa eiga við að stríða. Samt eru þau ekki einskisverð. Fólk er ákaflega misvel til baráttu við þessi vandamál fallið. Sjálfur á ég í litlum vandræðum með áfengið og sælgætið. Það eru kökurnar, kexið og brauðið sem eru mitt vandamál. Ekki svo að skilja að mig vanti það, heldur á ég erfitt með að neita mér um það. Peningar skipta litlu máli hvað þetta snertir, nema mjög óbeint þá. Það eru lífstíllinn og vaninn sem ráða mestu. Við þau systkini er erfitt að eiga og sumir fara meira halloka í þeirri baráttu en ég. 

Hanna Birna Kristjánsdóttir er svonefndur innanríkisráðherra. Áður var þetta embætti kennt við dóms og kirkjumál. Þetta embætti er vandasamt og spurning hvort Hanna Birna veldur því. Starfsfólk stofnana sem undir það heyra og ráðuneytisins sjálfs virðast stundum gera sér leik að því að koma henni í vanda. Það hlýtur að vera hennar mál að fást við þann vanda en ekki fjölmiðla og almennings. Þarna á ég fyrst og fremst við svonefnda hælisleitendur og Eva Hauksdóttir og DV hafa gert ágæta grein fyrir því. Sjálf virðist hún einfær um að koma sér í vandræði hvað kirkjumálin varðar.

IMG 4710Allir að ganga með grímur. Man ekki hvort það var Rómeó eða Casanóva að kenna.


mbl.is „Borgararnir verða að vera öryggir gagnvart ríkinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði verið í lagi ef lekinn hefði farið í gegnum Wikileaks?

Verður "lekinn" þá hreinn og tær uppspretta upplýsingaveita 

Mér er spurn því mér virðast það vera sömu persónurnar sem hampa sem mest Wikileaks

og öskra hæst um "leka" í ráðuneytum - sem að vísu er og hefur verið umtalsverður 

Grímur 22.11.2013 kl. 16:24

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Meinarðu ráðuneytislekann? Þekki það bara ekki. Veit ekki almennilega um hvaða leka þú ert að tala.

Sæmundur Bjarnason, 22.11.2013 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband