21.11.2013 | 01:32
2077 - Kennedy
Ég hef enga trú á að núverandi ríkisstjórn verði langlíf. Sigmundur Davíð virðist vaða í villu og svíma. Í næstu kosningum mun fylgið hrynja af Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er einnig stórlega laskaður. Varla að hann nái sér á strik aftur. Hreinn meirihluti er fjarlægari en nokkru sinni í mjög langan tíma. Verst er að samstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var ekki hótinu skárri. Kannski lofuðu þau ekki eins miklu og Sigmundur Davíð en vinstri sinnað fólk bjóst áreiðanlega við meiru af þeim. Ríkisstjórn þessara flokka var óneitanlega bölvað klúður.
Kannski knattspyrnuhysterían renni nú aðeins af fólki. Landsliðið okkar er samt mun betra en venjulega. Fáar stórþjóðir leggja verulega rækt við landsliðin og vissulega er tækifæri þar fyrir smáþjóðir eins og okkur Íslendinga. Þó eigum við langt í land með að verða á heimsmælikvarða í fótboltanum. Í augum útlendinga erum við Íslendingar fyrst og fremst hlægilegir fyrir að þykjast alltaf vera stærri en við erum.
Þó stöndum við okkur ágætlega á sumum sviðum t.d. í listum og einstaka íþróttagreinum miðað við fólksfjölda. Samt erum við hrikalega aftarlega á merinni í flestu öðru. Þó vinsæl iðja sé að hallmæla öllu sem íslenskt er, ætla ég að reyna að falla ekki í þá gryfju. Á margan hátt er mesta furða að við skulum geta haldið uppi menningarþjóðfélagi svo fámenn sem við erum.
Mér finnst þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir breyta fésbókarforsíðunni hjá sér of oft. Einhverjir gætu misst af þessu. Svo ætti hún að hafa nóg að gera við að vekja fólk til Internet-vitundar eins og Pírata er siður. Ég er alls ekki að hallmæla Pírötum. Kaus þá sjálfur og sé ekkert eftir því, en fyrr má nú rota en dauðrota. Af einhverjum orsökum hef ég setið meira við tölvuna í dag (miðvikudag) en venjulega og meðal annars farið hvað eftir annað á fésbókina (já, ég er bara svona það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann.) Hef enga tölu á því hve Birgitta hefur oft breytt um forsíðumynd í dag, en mér finnst það semsagt of oft. Kannski er hún bara vön þessu, öskufljót að því og ekkert við því að segja.
Já, ég lít svolítið á mig sem eins manns fjölmiðil. Oftast eru það svona hundrað manns á dag sem lesa bloggið mitt eða kíkja a.m.k. á það. Mörgu verð ég þó að sleppa sem gaman væri að skrifa um. Hvað skrifelsismagnið snertir er ég alveg á pari við Ómar Ragnarsson, finnst mér. Að öðru leyti er ég alls ekki að líkja okkur saman. Hann skrifar óhemju mikið og Jónas líka. Veit ekki með aðra. Má sjaldan vera að því að lesa langar greinar því mér finnst ég þurfa að skrifa svo mikið.
Nú eru að verða 50 ár frá morðinu á Kennedy. Enn eru menn að búa til samsæriskenningar um þennan atburð. Ef einhver fótur væri fyrir þessum kenningum væri það afar vel af sér vikið að hafa tekist að halda öllu leyndu í 50 ár. Þó margt sé ansi skrítið í sambandi við mál þetta trúi ég því að Oswald hafi gert þetta. E.t.v. samt með einhverri aðstoð. Annars er ekki hægt að ætlast til þess að allir hlutir upplýsist að lokum. Okkar eigin Guðmundar og Geirfinnsmál eru enn óleyst ráðgáta og sama má segja um Palmemálið í Svíþjóð.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Við skulum rétt vona að hún verði ekki langlíf því fyr srm hún sopringutr því færrim tækifæri hsfs þeirb til sðklúðrsw málum
Guðmundur Ingólfsson, 21.11.2013 kl. 02:32
Vonandi hefur þú rétt fyrir þér með lífdaga bláu ríkisstjórnarinnar, ég allavega ber þá von í brjósti að landar vorir séu ekki svo almennt farnir að dementera að slík stjórn verði mynduð aftur í náinni framtíð. Hinsvegar er ég ekki sammála þér með ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég tel að hún hafi gert margt vel og ekki síst miðað við af hversu mikilli og fullkominni ósvífni og samviskuleysi hinum ýmsu þjóðfélagsstofnunum, sem íhald og framsókn réðu yfir var beitt gegn henni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að sósíaldemokratísk stjórnmálastefna sé það sem við þurfum á að halda. Ég óttast, að þessi ríkisstjórn sem núna situr, muni vinna óbætanlegt tjón á því þjóðfélagi, sem við viljum búa við hér. Því miður virðast auðrónarnir hafa þar öll tögl og hagldir.
Ellismellur 21.11.2013 kl. 18:28
Ég tel að Samfylkingin og Vinstri grænir hefðu getað unnið betur saman og komið miklu meiru í verk. Víst reyndi stjórnarandstaðan að valda eins miklum skaða og mögulegt var. Mitt álit er samt að það sé venjan hér í því stjórnmálalega andrúmslofti sem ríkir.
Sæmundur Bjarnason, 21.11.2013 kl. 21:09
Við skulum ekki vanmeta getu glæpamanna til að halda öllu leyndu í hálfar og heilar aldir. Bandaríski verkalýðsleiðtoginn Jimmy Hoffa hvarf fyrir fjórum áratugum. Þeim sem stóðu að hvarfinu (morðinu) hefur tekist að halda öllu leyndu fram á þennan dag.
Mörgu er ósvarað varðandi morðið á John F. Kenndy og ekki síður varðandi þennan Ruby sem drap Oswald. Það eru ekki öll kurl komin til grafar með dauða Marilyn Monroe. Um svipað leyti og JFK var myrtur var leigubílstjóri í Reykjavík myrtur. Það mál er óupplýst. Þannig mætti áfram telja.
Jens Guð, 23.11.2013 kl. 00:16
Kannski koma kurlin aldrei til grafar. Þó geta þau komið í ljós um síðir. Las nýlega bók um kanadiskan mann sem hvarf í Austurríki, um 1980 eða svo og lík hans fannst á þessari öld. Lögin gera ekki nærri alltaf ráð fyrir slíku.
Sæmundur Bjarnason, 23.11.2013 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.