14.10.2013 | 01:29
2056 - DV
Eitthvað minntist ég á DV í síðasta bloggi. Það var ekki á nokkurn hátt tengt Jóni Baldvini Hannibalssyni þó ég hafi síðan lesið eitthvað um mál dóttur hans. Í mínum huga er Jón Baldvin talsverður gúrú stjórnmálalega séð. Afglöp hans hafa samt verið meiri háttar og hann hefur í seinni tíð goldið þeirra verulega.
DV lætur sér sæma, að ég held eitt fjölmiðla, að hafa frásagnir um atburði eftir einum aðila og skammast sín ekki neitt fyrir það. Slíkar frásagnir geta auðvitað verið sannar, en eru það ekki alltaf. Ætíð þarf að gefa mótaðilanum færi á að koma sínum skoðunum á framfæri og atburðum á alls ekki að segja frá nema hægt sé að staðfesta þá úr tveimur óskyldum áttum. Þetta hélt ég að væri grundvallarregla allra góðra blaðamanna, en DV hefur þær alls ekki í heiðri. Hugleiðingar blaðamanna um tiltekin mál eru oft meðhöndlaðar sem sannleikur. Auðvitað veit ég að oft er það sem fer fram á milli tveggja aðila ógerlegt að staðfesta af þeim þriðja . Að kyn ráði þá hvorum aðilanum fremur á að trúa, er einkum trúaratriði.
Ég er fésbókarvinur Birgittu Jónsdóttur alþingismanns. Mér finnst hún stundum ganga of langt í því að ætlast til að allir fésbókarvinir hennar, sem fésbókin sjálf segir vera 4986, lesi allar greinar sem henni finnst athyglisverðar. Auðvitað skil ég vel að þegar fésbókarvinirnir eru komnir þetta nálægt hámarkinu hættir fésbókin að verða annað en leið að einhverju marki. Alltaf er hægt að lesa það sem maður hefur áhuga á og kannski fylgist ég bara óþarflega vel með henni og hennar fésbókarlífi. Þrátt fyrir allt er hún minn uppáhalds-alþingismaður og það verður varla frá henni tekið nema þá helst ef Jón Gnarr ákveður að söðla um úr borgarmálefnunum í landsmálin.
Markviss gagnrýni er nú hafin á rannsóknarskýrslu alþingis sem áður var hafin til skýjanna. Að sumu leyti er þar um að ræða orðræðu sem vel mátti búast við. Einnig er það lengi búið að vera vitað hverjir mundu mótmæla óskeikulleik hennar og nú hafa þeir hafist handa.
Vissulega fer mest af því eggjahvítuefni sem til verður við ljóstillífun í svokallað tréni og erfitt er að breyta því í auðmeltanlegari eggjahvítusambönd. Aðferð temítanna sem sagt var frá í einhverjum sjónvapsþætt nýlega er þó alls ekki sú eina. Einnig var okkur kennt í barnaskóla að maðurinn væri alæta eins og svínið. Mörg efni úr jurtaríkinu gæti hann sem best nýtt sér beint. Aðferðin að senda afurðir ljóstillífunarinnar í gegnum grasbíta, sem oftast eru nautgripir, er bæði dýr og orkufrek.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.