5.9.2013 | 11:08
2039 - Hámenning og lágmenning
Hugleikur er kominn í gin ljónsins. Um leið og ugluspeglar auglýsingaliðsins ná tökum á honum er hann búinn að vera. Sá einhversstaðar mynd af honum í gini Hallgrímskirkju og honum leið ekki vel. Kannski sleppur hann úr þeirri úlfakreppu. Vonum það.
Planið hér fyrir framan eða aftan húsið (altsvo milli Kaffitárs og hússins okkar) var malbikað s.l. þriðjudag, þó ekki alla leið. Akkuru? Mundi Tinna líklega segja en því er tengd löng saga og ekkert sérlega merkileg.
Lengi hefur tíðkast að kalla menningu ýmist hámenningu eða lágmenningu. Yfirleitt er lágmenning miklu skemmtilegri því hámenning má helst ekki vera það. Dægurlagatextar eru kallaðir lágmenning en eru það ekki nærri alltaf. Listamannalaun og allur fjárinn er háður þessu. Það má helst ekki vera mjög vinsælt það sem á að heita hámenning. Þetta getur staðið mörgum manninum fyrir þrifum. Sumt sem hann gerir er t.d. hámenningarlegt og annað algjör lágmenning. Vísnagerð er yfirleitt lágmenning. RUV á líklega að sinna hvorutveggja. Þá er gamla gufan sennilega hámenning en rás 2 lágmenning. DV er af mörgum talið sorprit og lágmenningarlegt með afbrigðum en Mogginn stritast við að vera hámenningarlegur. Moggabloggið er samt auðvitað lágmenningarlegt mjög.
Einhverntíma lærði ég:
In the life of strife and struggle
two things stand like stone.
Kindness in anothers trouble
courage in your own.
(Enskan er auðvitað lágmenning. A.m.k. hér á Íslandi.) Þessa vísu lærði ég líka fyrir margt löngu. Hún er gerð nákvæmlega eftir íslenskum bragreglum. Hringhenda þar að auki.
She is fine as morn´ in May
mild, devine and clever.
Like a shining summerday
she is mine forever.
Og þetta er á margan hátt uppáhaldsspakmælið mitt. Þ.e.a.s. á ensku.
Nobody was ever meant
to remember or invent
what he did with every cent.
Eitt af fyrstu bloggunum sem ég las nokkuð reglulega var Konan sem kyndir ofninn sinn. Nanna Rögnvaldardóttir (systir Rögnvaldar) skrifaði það. Það sem mér er einna minnisstæðast úr því bloggi er sumt af því sem hún skrifaði um Sauðargæruna sem hún kallaði. Held að það hafi verið ömmubarn hennar. Sumt af því sem hún hafði eftir honum var alveg bráðfyndið. Úlfur heitir hann og núna hugsa ég að hann sé ekkert hrifinn af sumu sem hún skrifaði um hann. Þetta er samt til á netinu og allir geta fundið það ef þeir vilja. Sumt af því sem Ljósvakalæðan eða Svanhildur Hólm skrifaði um börnin sín er ég viss um að þeim finnst ekkert skemmtilegt að skuli vera þar fyrir hunda og manna fótum. Eðli netsins er bara þannig og seinna meir geta þeir sem það vilja grafið allan fjárann upp og endurbirt ef þeir kæra sig um. Ekkert fer þaðan.
Mér er líka minnisstætt margt af því sem Salvör Kristjana skrifaði á bloggið þegar maður hennar var í Afghanistan. Fáir held ég samt að hafi gert sér eins vel ljósan óforgengileika netsins og hún. Ég hef reynt eins og ég get að fylgjast með því sem hún hefur í gegnum tíðina sent frá sér á netinu en það er bæði svo mikið að vöxtum og tæknilegt, auk þess að deifast víða, að það hefur verið mjög erfitt og sennilega hef ég ekki séð nema fátt af því.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur, mig minnir endilega að vísan "She is fine as morn in May etc...." sé eftir séra Sigurð Norland. Kannski er það vitleysa. Fræg er vísa sem varð til er annar ágætur "hagyrðingur" heimsótti séra Sigurð þar sem hann bjó þá yzt á Vatnsnesi og sagði um leið og hann heilsaði þeim Drottins smurða:
"Hér er friður, hér er skjól
hér er griðastaður."
Og sérinn svaraði af bragði :
"Hér er sniðugt höfuðból,
hér er riðið, maður".
kv.
Ellismellur 5.9.2013 kl. 11:23
Hvenær sagði Tinni "Akkuru"? Var það í Krabbanum með gylltu klærnar, þegar hann varð óvart fullur af víngufum?
Billi bilaði, 6.9.2013 kl. 09:11
Ellismellur, ég hugsa að þetta sé alveg rétt hjá þér. Þegar ég hugsa mig betur um tengist þessi vísa sennilega Vatnsnesi. Hún er ágætt dæmi um hvernig hægt er að yrkja á útlensku og fylgja samt alveg íslenskum bragreglum.
Einu sinni reyndi ég að yrkja á dönsku. Minnir að árangurinn hafi orðið einhvern vegin svona:
En vise paa dansk at digte
drömt har jeg længe om.
Men inspirasjonen vil svigte
jeg synes at være tom.
Sæmundur Bjarnason, 6.9.2013 kl. 09:22
Billi, ég er ekki að vísa í hinn bókmenntalega og belgiska (að mig minnir) Tinna. Hef ekki lesið þær bækur nógu vel til að geta slíkt, heldur er ég að vitna í sonardóttur mína sem er þriggja ára og allt vill vita.
Sæmundur Bjarnason, 6.9.2013 kl. 09:26
Ellismellur, ég get ekki hætt að hugsa um séra Sigurð Norland. Minnir að hann hafi átt heima í Hindisvík. Annar séra, sem einnig starfaði m.a. á Vatnsnesi og Robert Jack hét,er mér líka minnisstæður. Ég hitti hann einu sinni og tók við hann langt viðtal fyrir ÚSVB (útvarps- sjónvarps- og videofélag Borgarness).
Sæmundur Bjarnason, 6.9.2013 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.