23.8.2013 | 22:35
2030 - Óbermið hann Óbama
Athyglisvert er það sem DV segir um Vigdísi Hauksdóttur. Hún hótaði RUV bara óvart og meinti ekkert með því. Þetta er satt að segja ekki mjög sannfærandi. Hún er óhæf til að gegna því embætti sem Framsóknarflokkurinn hefur ætlast til af henni. Sigmundur Davíð þarf að losa sig við hana til að verða sjálfur tekinn alvarlega. Það er ekki nóg að hafa komið í veg fyrir að hún yrði ráðherra. Sennilega er hún líka óhæfur þingmaður. Það er margt sem bendir til þess. Ég hef ekki fjölyrt mikið um Vigdísi hingað til en nú tekur steininn úr. Það er ekki hægt að hóta með þessum hætti. Ef hún kann ekki betur en þetta að fela eigin hugrenningar þá er þetta ekki starf fyrir hana. Svo einfalt er það.
Kvart Framsóknarflokksins og kvein um óþæga fjölmiðla er ekki til þess fallið að auka samúð með þeim. Eðli alvöru fjölmiðla er að vera á móti ríkjandi stjórnvöldum á hverjum tíma. Séu þeir það ekki eru þeir stórgallaðir og mjög eðlilegt er að gera ráð fyrir þöggun eða mútum. Hvorttveggja er þó oft líklegast. Svo sterkt getur ritstjórnarvald samt orðið að fréttafólk leggi meira uppúr trúnaði sínum við ritstjórann en stjórnvöld. Ég nefni engin nöfn en Morgunblaðið kemur óneitanlega upp í hugann. Samt er það alveg ágætt á mörgum sviðum. Hrunfréttir þar er samt lítið að marka. Jafnvel eru blaðamenn þar ekkert skárri en kollegar þeirra á DV hvað það snertir, þó auðvitað séu áherslurnar aðrar.
Ég er búinn að vera undanfarna viku í fríi í Ölfusborgum og veðrið hefur verið í heildina sæmilegt, þó dálítið hafi rignt. Það er ágætt að vera þar og fljótlegt að skreppa í bæinn ef þörf krefur. Næst á dagskránni er stutt ferð til Ítalíu en þó ekki alveg strax. Nú þarf ég að drífa mig í að koma þessi á Moggabloggið svo fólk haldi ekki að ég sé alveg dauður.
Listaverk eftir konuna mína er í Bankastræti og blasir ágætlega við ef farið er frá Lækjartorgi upp Bankastræti (vinstra megin). Það er Arion-banki sem stendur fyrir þessu svo greinilega er þeim ekki alls varnað.
Dómurinn yfir Bradley Manning er hneyksli. Bandaríkjastjórn er án nokkurs vafa orðin mesta Stóra Bróður-stjórnin í heiminum. Pútín Rússlandsforseti kemst ekki með tærnar þar sem óbermið hann Óbama hefur hælana. Margt gott má auðvitað um bandarískt þjóðlíf segja en í mannréttindamálum er bandaríska ríkisstjórnin alveg úti að skíta. Undarlegast af öllu er að henni virðist samt hafa tekist að múlbinda alla helstu fjölmiðlamenn þessa forysturíkis um frelsi í heiminum. Þjóðremban þar er orðin slík að búast má við sprengingu fyrr en síðar. Þeir hafa að vísu mun meiri rembuástæðu en Sigmundur en öllu má ofgera.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Vigdís Hauksdóttir er góður þingmaður að mínu áliti, hún talar opinskátt um hlutina og er ekki að fela neitt.Ef fólk getur ekki tekið því að einhver hafi skoðun og segi þá skoðun afdráttarlaust,nú þá er alveg víst að sú leyndarhyggja sem kollríð hér öllu á árunum 2009-13 haldi áfram,og er það ,það sem fólk vill?
Sandy, 24.8.2013 kl. 17:38
Já, sammála Sandy um Vigdísi Hauksdóttur. Vigdís er heiðarlegur og hæfur stjórnmálamaður og með þeim langhæfustu. Það væri mikill missir ef Framsókn eða Sigmundur losuðu sig við Vigdísi eins og þú vilt, Sæmundur.
Elle_, 24.8.2013 kl. 19:41
Sæll Sæmundur; líka sem og, aðrir gestir, þínir !
Sandy og Elle !
Burt séð; frá utanríkismála þætti, greinar Sæmundar síðuhafa, eru Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, svo dæmi séu tekin, tveggja auðvirðilegra persóna, nákvæmlega sömu HRÆÆTURNAR, og húsbændur þeirra, Halldór Ásgrímsson og óþrifa klíka hans, hafið þið ekki eftir tekið, fornvinkonur góðar.
Munið; Pótemkín tjöldin stöllur - sams konar tjöld, leynast víða, í okkar samtíma einnig, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason 24.8.2013 kl. 22:44
Framsóknarflokkurinn var talsvert vinstri sinnaður en Halldór Ásgrímsson færði hann töluvert til hægri og satt að segja hefur hann ekki borið sitt barr síðan.
Sæmundur Bjarnason, 24.8.2013 kl. 23:31
Óskar Helgi, Frosti Sigurjónsson er ekki nándar nærri eins fastur fyrir og hin trausta Vigdís Hauksdóttir og ég persónulega færi aldrei að líkja þeim saman. Og áfram Vigdís Hauksdóttir.
Elle_, 24.8.2013 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.