2006 - Persónuleikaröskun (hlýtur líka að vera eitthvað um fésbókina)

Allir hafa a.m.k. þrjá persónuleika. Fyrstan skal telja þann sem sýndur er nánustu fjölskyldu og aðstandendum. Númer tvö er hægt að segja að sé sá persónuleiki sem sýndur er öðrum en fjölskyldunni og ókunnugum. Sá þriðji er svo netpersónuleikinn. Líkur eru til að hann líkist hinum tveimur alls ekki neitt. En hver þeirra skyldi vera sá raunverulegi. Ekki veit ég það. 

Í mínu ungdæmi var hvalkjöt ódýrt og talsvert borðað. Nú er það dýrt og lítið borðað. Ef þeir sem vilja borða hvalkjöt vilja borga eðlilegt verð fyrir það finnst mér í lagi að veiða hval í nægilega miklu magni til að fullnægja þeirri þörf. Hef grun um að hvalveiðar þær sem stundaðar eru núna séu bara til að sýnast. Það sem Kristján Loftsson segir nægir mér ekki. Annars er ekkert sem mælir á móti því að stjórnvöld ráði þessu. Það er fleira en verð sem vel getur skipt máli. Mun lakara er að stjórnvöld skuli ætla að halda áfram þeirri vitleysu að gefa (a.m.k. næstum því) útvegsmönnum óveiddan fiskinn í sjónum

Andstyggð ríkisstjórnarinnar og raunar stjórnmálamanna allra á þjóðaratkvæðagreiðslum er einkennileg. Að vísu eru póltíkusar vanir að styðja þær núorðið í orði, en allsekki á borði. Það sem ríkisstjórnin talar um sem þjóðaratkvæðagreiðslu er í rauninni ekkert slíkt. Alls ekki er eðlilegt að þeir sem ekki taka þátt ráði úrslitum. Það er samt í raun og veru gert með því að krefjast þess að ákveðið hlutfall af kosningabærum mönnum samþykki það sem greidd eru atkvæði um. Nægilegt ætti að vera að meirihluti (aukinn eða ekki) þeirra sem atkvæði greiða samþykki. Fleiri en forsetinn einn þyrftu að geta vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það eru oft dálítið skemmtilegar umræður í orðhenglinum á fésbókinni. Ætla samt ekki að fara að endurtaka þær hér. Vil bara vekja athygli þeirra sem áhuga hafa á umræðum um málnotkun og tengd efni, auk þess að heimsækja fésbókina öðru hvoru a.m.k., á þeim og hvetja þá til að kíkja þangað. Þar er allt opið held ég.

Hef náð svolitlum árangri í bloggi. Það er að segja að ég blogga heldur minna núna en ég hef gert undanfarið. Keppikefli mitt er ekki að blogga sem mest, heldur að lesendum mínum leiðist ekki um of það sem ég skrifa. Pólitíkin er alveg hrikalega leiðinleg og fyrirsjáanleg þessa dagana. Það er ekki fyrr en fjárlagafrumvarpið verður lagt fram (seint og um síðir) að fjörið fer að aukast. Þangað til krosslegg ég bara puttana.

IMG 3440Snilldarlega lagt.


mbl.is Njósna um fyrrverandi á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

All over the place... þú getur líka bara haldið persónulega dagbók, ef tilgangurinn er bara að láta heilann þinn ræpa stjórnlaust út setningum.

Karl Kristján Hauth Gröndal Marðarson 15.7.2013 kl. 16:18

2 identicon

Ég hef enga skoðun...það er alla vega mín skoðun.

Ég er ekki það sem ég er 15.7.2013 kl. 18:42

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Því miður skil ég þessar tvær athugasemdir ekki vel. Svo liggur Moggabloggið á því lúalagi að reyna að leyna því að athugasemdast hafi verið við greinina. Sú síðari er nafnlaus en við Karl Kristján vil ég bara segja það neyðir hann enginn til að lesa þetta blogg.

Sæmundur Bjarnason, 15.7.2013 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband