1998 - Tíkin vitlausa

Það er svolítið bratt hjá SDG að segja eða meina a.m.k.: „Þið eruð svo óttalega vitlaus öll sem skrifuðuð undir þetta skjal um veiðileyfagjaldið og skiljið ekki neitt, en ég er svo súpergáfaður að ég veit allt og skil allt.“ Mér finnst þetta hroki og ekki taka því að tala meira um það. ÓRG þorir áreiðanlega ekki að gera neitt annað en segja já og amen við að skrifa ekki undir. Enda finnst honum gaman að vera forseti. Verst þykir honum að Dorrit skuli vera farin frá honum. Gæti vel trúað að sjálfstæðismenn gæfust fljótlega upp á Sigmundi. Framsóknarmenn eru ekki nærri allir svona. Ætli sjálfstæðismenn séu ekki með í undirbúningi að taka saman við Össur og Co.

Sennilega er það rétt hjá Þorsteini Pálssyni að engin ríkisstjórn á Íslandi hafi orðið fyrir jafnharkalegum árásum strax á fyrstu dögum sínum og sú núverandi og er það að mörgu leyti eðlilegt. Þetta sumarþing er frá upphafi tóm vitleysa. Nær hefði verið að nota sumarið í að gera eitthvað af viti og undirbúa fjárlagagerð. SDG gerir tómar vitleysur. Gagnrýnin á ríkisstjórnina er að mestum hluta réttmæt. Hún byrjar sinn feril illa.

Satt að segja finnst mér Hallur Hallsson hafa talsvert fyrir sér í því að ríkissjónvarpið sé komið í stjórnarandstöðu. Mér finnst það líka. Það er e.t.v. réttmætt. Fréttastofa Stöðvar 2 reynir samt af veikum mætti að styðja stjórnina og ef ríkissjónvarpið reyndi ekki smástjórnarandstöðu hver ætti þá að gera það? Morgunblaðið kannski? Fréttablaðið er alveg búið að hasast upp á því að styðja Samfylkinguna. Kannski verða allir reknir þaðan á endanum. Enginn tekur mark á aumingja DV. Annars held ég að fjölmiðlungar séu bara að vinna vinnuna sína eins vel og þeir geta. Ef hægt er að setja einhvern pólitískan stimpil á störf þeirra er það bara tilviljun.

Svona eftirá séð er ég að mestu sammála Geir Haarde um það að Landsdómur sé úrelt þing og notkun hans í málinu gegn honum hafi sýnt það. Var þó sammála málshöfðuninni og dómnum á sínum tíma. Ef endilega þurfti að nota þennan tiltekna dóm var ekki rétt að láta Geir einan verða fyrir barðinu á honum. Heldur ekki er rétt að láta hann einan túlka niðurstöður einhvers ráðs sem er víst heldur á móti svonalöguðu. Andstæðingar ESB nota þó gjarnan álit Evrópunefnda allskonar ef það hentar.

Nú, þetta er víst allt saman um stjórnmál þó ég hafi ætlað að skrifa um eitthvað annað. Góðar fyrirætlanir ganga ekki nærri alltaf eftir.

IMG 3381Hvítur hringur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég spái því að þegar Ólafur kemur loksins heim, verði hann búinn að finna leik í stöðunni og skrifi undir lögin og komi sér hjá því að senda þau í þjóðaratkvæði. Þetta er auðvitað hjákátlegt í meira lagi. Fólk er hér með öndina í hálsinum út af því að sú mannréttindabót, sem fælist í því fyrir almenning að við gengjum inn í samfélag Evrópuríkja, þýði að þessir forstokkuðu gróðapungar, sem sitja að fiskveiðistofnunum án endurgjalds, geti það ekki lengur! Er einhver sérstakur akkur í því fyrir íslenska alþýðu, að gróðapungar, sem ekki borga skatta til samneyslunnar hér, græði of fjár á fiskveiðum og komi gróðanum undan til Tortóla eða sambærilegra staða? Er ekki aðal atriðið fyrir okkur sem hér erum að bögglast við að búa að auðlindin skili arði í ríkiskassann til samneyslunnar, en ekki hver veiðir?

Ellismellur 2.7.2013 kl. 15:18

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Er ekki sammála þér með undirskriftina. Held að ÓRG telji sig ekki skulda neinum neitt og hagi sér bara eftir því sem hann telur réttast. Býður sig líka varla fram oftar.

Sæmundur Bjarnason, 2.7.2013 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband