21.6.2013 | 01:05
1989 - Undirskriftasöfnunin
Veiðigjaldsmálið er að verða svolítið heitt núna. Jú, ég skrifaði undir og sé ekkert eftir því. Þingmönnum og ráðherrum hefur tekist að hægja aðeins á hraðanum í undirskriftasöfnuninni gegn LÍÚ, en vitanlega geta þeir ekki slegið ryki í augu almennings endalaust. LÍÚ og bændamafían (ekki sjómenn og allsekki bændur sjálfir) ráða samt alltof miklu í þessu þjóðfélagi okkar. Almenningur virðist telja ríkisstjórnina nánast handbendi ráðamanna þar, en gegna henni samt. Mikilvægi þessara atvinnugreina (landbúnaðar og sjávarútvegs) hefur hraðminnkað undanfarna áratugi. Ef ekki er reynt að styrkja gamla tímann með þjóðrembutali þá er gjarnan prófað að nota landsbyggðar- og höfuðborgar-taktíkina en hún er enn ein tíkin sem úrelt er.
Vitanlega er það haugalygi hjá ráðherranum að undirskriftirnar sýni að fella eigi veiðigjaldið niður. Hinsvegar má búast við að gengið verði fellt fljótlega því útgerðin heimtar sitt og líklega hefur einhver verið búinn að lofa einhverjum einhverju. Ansi er þetta loðið og illskiljanlegt hjá mér. En pólitíkin er bara svona.
Sólin ekki sinna verka sakna lætur
jörðin undan grímu grætur
grasabani stattu á fætur.
Hef ekki hugmynd um hver samdi þessa vísu en hún á ágætlega við núna. Sólskinið er búið að vera meira í dag (í gær) en undanfarið. Ætli sumarið sé bara ekki loksins komið.
Villi í Köben liggur á því lúalagi að lesa bloggið mitt, eins og ég vanda við að gera honum ekki til hæfis. Ég get víst ekkert við því gert. Nú er hann svo langt leiddur að hann líkir okkur saman. Það kann ég ekki við. Hef ekki enn fyrirgefið honum hvað hann talaði illa um Bobby Fischer heitinn, og svo vildi hann (eða vildi ekki) láta reka mig af Moggablogginu. Eiginlega er það eina ástæðan fyrir því að ég er ekki enn farinn þaðan.
Ég held að það sé engin hætta á því að Snowden komi hingað. Ef ríkisstjórnin gefur svolítið eftir í veiðigjaldsmálinu veslast Snowdenmálið upp og hverfur. Sú er a.m.k. skoðun mín þessa stundina. Snowden sjálfur leitar kannski hælis í einhverju sendiráði í Hong Kong.
Kannski er Sigmundur Davíð farinn að finna það núna að forsætisráðherradómurinn er ekki eintóm sæla. Vorkenni honum samt ekki vitund. Margt bendir til þess að stjórnarandstaðan verði óvenju hatrömm að þessu sinni. Þar að auki hefur stjórnmálaáhugi almennings stóraukist með tilkomu netsins. Stuðningur við umhverfisvernd af öllu tagi hefur einnig aukist mikið og sú ráðstöfun að leggja Umhverfisráðuneytið niður (eða setja það ofan í skúffu hjá öðrum ráðherra) kann að reynast mjög misráðin.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sólin ekki sinna verka sakna lætur.jörðin undan grímu grætur,
grasabani, komdu á fætur.
Ef þú hefir heiftarhug við heilög stráin.Nú, þar dagsins birtir bráin,
berðu að þeim hvassa ljáinn!
Sigurður Breiðfjörð.
Númarímur?Haukur Kristinsson 21.6.2013 kl. 04:43
Sólin ekki sinna verka sakna lætur,
jörðin undan grímu grætur,
grasabani, komdu á fætur.
Ef þú hefir heiftarhug við heilög stráin.
Nú, þar dagsins birtir bráin,
berðu að þeim hvassa ljáinn!
Sigurður Breiðfjörð.
Haukur Kristinsson 21.6.2013 kl. 04:48
Númarímur.
Tólfta ríma.
17. Dýrin víða vakna fá
varpa hýði nætur
grænar hlíðar glóir á
grösin skríða á fætur.
18. Hreiðrum ganga fuglar frá
flökta um dranga bjarga
sólarvanga syngja hjá
sálma langa og marga.
Snillingurinn okkar, Sigurður Breiðjörð
Haukur Kristinsson 21.6.2013 kl. 05:03
Takk Haukur. Ég er ekki hissa á því að Sigurður Breiðfjörð hafi ort þetta. Fáir fara betur með gömlu rímnahættina en hann.
Sæmundur Bjarnason, 21.6.2013 kl. 07:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.