14.6.2013 | 09:06
1982 - RUV
Það getur vel verið að Vigdísi Hauksdóttur finnist að allir séu að einelta sig. Mér finnst ég samt ekki vera neitt að einelta hana. Hlutlaus rannsókn mundi samt sýna að hún lyfti aðsóknartölum á blogginu mínu upp í hæstu hæðir og þar setti ég met (eða hún). Þetta gerðist bara vegna þess að ég notaði nafnið hennar sem hluta af fyrirsögn og blekkti vafalaust marga til að kíkja á bloggið mitt með því, enda vildi svo til að hún var mikið í fréttum um það leyti. Ekki þekki ég Vigdísi nokkurn skapaðan hlut. Ætti ég þá ekki meira skilið en hún að vera eineltur. (Jafnvel tvíeltur). Nei, þetta er of erfið heimspekileg pæling hjá mér eftir að ég er búinn að taka hálfa svefntöflu. Best að fara að demba sér í dúninn.
Nú er ég endurnærður og uppfullur af speki. Verst að engir skilja hana nema ég.
Strax er farið að kalla eftir undirskriftasöfnun til höfuðs Sigmundi Davíð. Mér finnst það of snemmt. Mér finnst útvarpsmálið og þjóðmenning hans eða þjóðremba vera hættulegri en fáeinir fiskar í sjó. Útlendingahatur fer vaxandi á Íslandi. (Jú jú, fiskunum fækkar líka.) Mörgum finnst að kleinurnar sem gerðar eru í Póllandi og Óttarr Proppé minntist á séu allsekki íslenskar og þessvegna ekki nærri eins góðar. Um þetta mætti fjölyrða miklu meira og nefna dæmi, en ég man bara ekki eftir neinum í svipinn.
Simmi og Bjarni tala mikið og feitt um hagvöxt og þessháttar. Magnaðar skattalækkanir líka. Ég er nú svo svartsýnn að ég trúi Gunnari Tómassyni betur þegar hann spáir móðuharðinum af mannavöldum hér á Íslandi eftir nokkur ár. Er öruggt að það sé innistæða fyrir þessum margumtalaða hagvexti? Það er alltaf verið að tala um svo og svo marga milljarða hér og milljarða þar og ég held að þetta séu miklu oftar skuldir en innistæður.
Sé að ég hef eingöngu skrifað um pólitík hér fyrir ofan. Samt hundleiðist mér hún. Skrítið. Ekki þýðir fyrir mig að ætla að herma eftir Baggalúti eða Gys.is því ég er ekkert fyndinn. Tinna segir það samt stundum en hún er bara þriggja ára og leggur líklega allt annan skilning í fyndni en aðrir.
Nú datt mér eitt í hug. Ég hef ekkert linkað undanfarið. Bæði er föstudagur núna (stundum eru það bestu bloggdagarnir) og svo gæti verið að eitthvað væri á mbl.is sem upplagt væri að linka í.
Hollvinir ósáttir við fyrirhugaðar breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:43 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Takk fyrir fína heimspekipælingu fyrir þennan fallega dag.
Guðjón E. Hreinberg, 14.6.2013 kl. 10:36
Ekkert að þakka. Þó ekki sé sól nema öðru hvoru er birtan svo mikil að ég þarf að draga rúllugardínuna niður til að sjá á skjáinn.
Sæmundur Bjarnason, 14.6.2013 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.