19.5.2013 | 00:21
1965 Hvítasunnustjórnin
Þið alloft sáuð hann (Sigmund Davíð).
Föstudag til frægðar sér hann vann
fyrir annan mann.
Segi ekki meira. Þetta gæti jafnvel verið vísukorn. Þó ekki.
Svona er þetta bara. Allar ár komast til sjávar að lokum. Eftir krókaleiðum sumar að vísu.
Enginn staðið frammi fyrir erfiðari verkefnum en Bjarni. Blaðamannsaumingi einn á visi.is notar þessi orð í fyrirsögn og á við Bjarna Benediktsson og væntanlegan fjármálaráðherradóm hans. Slæmt að hafa svona vitleysinga fyrir blaðamenn. Mjög misheppnað orðalag.
Er ekki frá því að áhuginn fyrir stjórnarmynduninni fari minnkandi. Hversvegna skyldu menn líka vera málþola yfir því hverjir verða ráðherrar. Það skiptir varla miklu máli nema fyrir þá sjálfa og þeirra nánasta skyldulið. Eftir fréttum að dæma bendir þó allt til þess að saman sé að ganga milli þeirra fóstbræðra. Er ekki hægt að láta þar við sitja? Loka þá bara inni þangað til þeir eru búnir að þessu lítilræði. Held að það geti orðið vafsamt hjá þeim þetta með fjölgun ráðherranna og afnám veiðleyfagjaldsins.
Ættarmót verður haldið í félagsheimilinu Fannahlíð í byrjun næsta mánaðar. Veit svosem ekki hve margir koma þangað en það gætu vel orðið um 100 manns. Varla miklu fleiri en það. Ættarmót, fermingar og jarðarfarir eru helstu mannfagnaðirnir sem maður fer orðið á. Rétt að láta sig hlakka til þess. Og svo verður einhverskonar sammenkomst um Hvítasunnuna í Hveragerði. Ætli Helena og Tinna verði ekki aðalstjörnurnar á ættarmótinu.
Erum við á leiðinni inn í forngrískt lýðræði? Erum við á leiðinni til að taka upp raunverulegt beint lýðræði, þar sem þeir stjórna sem nenna því? Verður hægt að nota sumarið sem framundan er í nýja búsáhaldabyltingu? Sumir halda það. Lýðræðið er bara orðið svo flókið að þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki svarið. Kannski eru búsáhaldabyltingar það. Eða kannski ekki. Það er verkurinn. Að setja X-ið sitt einhvers staðar á kjörseðilinn á fjögurra ára fresti útbíar hann bara. Það verða aldrei allir sammála um nokkurn skapaðan hlut. Er fulltrúalýðræðið fullkomasta stjórnarfarið sem völ er á? Er ekki nýja menntaða einveldið með tölvurnar og excelskjölin í hásætinu besta lausnin?
Það er ekki hægt að ætlast til þess að óbreyttur pöpullinn taki alltaf réttu ákvarðanirnar, sennilega eru tölvustýrðu excelskjölin það besta sem hægt er bjóða uppá akkúrat núna. Best að vera dauður áður en hin raunverulega orrusta milli excelskjalanna og þjóðaratkvæðagreiðslanna fer fram. Hún verður blóðug og engu eirt. Vorkenni þeim sem þurfa að standa í þessu.
Vigdís Finnbogadóttir er aumur forréttindaþræll. Lætur sér sæma að eignast ólöglegan sumarbústað á versta stað á Þingvöllum. Hef aldrei fyrirgefið henni það né Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að láta plata sig til að veiða fyrsta laxinn í Elliðaánum. Þetta eru þær tvær konur (auk Jóhönnu Sigurðardóttur) sem ég hef verið hvað tilbúnastur til að bera virðingu fyrir.
Á þetta kannski að minna á járnbrautarlest?
Ný stjórn tekur á sig mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Skelfing áttu bágt. Það eru ill örlög að enda ævina beiskur og fullur hatri.
Jón Birgis 19.5.2013 kl. 08:01
Þetta er náttúrulega bara bilun.
spritti 19.5.2013 kl. 11:06
Spritti minn, Hvað er bilun?
Og Jón Birgis, ég get ómögulega tekið ábyrgð á því sem þú hugsar.
Sæmundur Bjarnason, 19.5.2013 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.