30.4.2013 | 00:12
1953 - Framsókn á að mynda stjórn til vinstri
Eflaust eru margar skýringar á afhroði ríkisstjórnarflokkanna í nýafstöðnum kosningum. Það er ekki eins og þetta þurfi að koma á óvart. Skriftin hefur lengi verið á veggnum. Af hverju í ósköpunum vilja þeir flokkar sem hafa myndað ríkisstjórnina alls ekki hlusta á fólk? Kunna þeir ekkert að notfæra sér skoðanakannanir? Eru þeir úr öllum tengslum við almenning í landinu?
Sennilega væri best að Samfylkingin og Vinstri grænir hyrfu alveg úr íslenskum stjórnmálum. Það er til nóg af vinstri sinnuðu fólki sem getur tekið við. Jafnvel á alþingi. Það er Jóhönnu og Steingrími að kenna (ef endilega þarf að persónugera þetta.) að íhaldsöflin ná nú ef til vill að valta yfir allt það hugsjónafólk sem til er í landinu og hefur þá trú að umhverfismálin séu í þann veginn að verða að mikilvægustu málum heimsins. Fjármál öll eru tittlingaskítur í samanburðinum. Það er hægt að lifa án hagvaxtar.
Ég lít þannig á stjórnmálin að þar sé einkum um að ræða hægri og vinstri stefnu. Vissulega er sú flokkun eftir mínu höfði, en einhverjir eru áreiðanlega sammála mér. Samfylkingin og Vinstri grænir fengu umboð í kosningunum 2009 til að stjórna landinu. Greinilega álitu þeir flokkar sig ekki hafa fengið umboð til að breyta hefðum á alþingi og stjórnmálunum þar með þó löngun hafi verið til slíks og eðlilegt að álíta að það mætti gera vegna Hrunsins. Flokkarnir þorðu beinlínis ekki að ganga á þann hátt gegn hagsmunum auðvaldsins sem þurft hefði og því fór sem fór. Stuðningurinn nú við auðvaldsöflin er rúmlega 51%. Þ.e.a.s ef Framsóknarflokkurinn er sá auðvaldsflokkur sem margir álíta.Vinstri öflin hafa því enn þrátt fyrir hörmulega útreið í kosningunum um síðustu helgi og mikla sundrungu um 49% stuðning kosningabærs fólks í landinu.
Ef á þetta er litið er ekki hægt að komast hjá því að álíta heppilegra fyrir Framsókn að mynda þriggja flokka stjórn með Samfylkingunni og Vinstri grænum. Þó er alls ekki víst að svo verði.
Sigmundur: Við gefum okkur tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur, Hægri og vinstri eru úreltur kvarði finnst mér. Hvar á til dæmis að staðsetja Pírata á þeim kvarða? Eða Anarkista? Ég er anarkisti og finnst óþægilegt að vera stillt svona upp við vegg. því samkvæmt kvarðanum er ég yzt til hægri miðað við afstöðu til ríkisafskipta. En samt jafnlangt frá frjálshyggjugræðginni og Þorvaldur Þorvaldsson í Alþýðufylkingunni. Þetta þarf allt að hugsa upp á nýtt.
p.s tékkaðu póstinn þinn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.4.2013 kl. 00:41
Það er alveg rétt Jóhannes, að vinstri - hægri er enginn einhlítur mælikvarði. Oftast er litið fyrst og fremst á mikil eða lítil ríkisafskipti. Hann getur samt hjálpað og ég er talsvert vanur honum. Mismunandi áherslur geta verið um fjölmarga hluti. Ekki síður innan flokka en milli þeirra.
Sæmundur Bjarnason, 30.4.2013 kl. 09:11
Sæll Sæmundur, Vinstri flokkarnir eins og þú skilgreinir þá fengu ekki nema um 40% fylgi í kosningunum. Björt framtíð skilgreinir sig ekki sem vinstri flokk og allavega ekk ef afstaða til ríkisafskifta er mælikvarðinn.
G. Valdimar Valdemarsson, 30.4.2013 kl. 09:29
Björt framtíð er útibú frá Samfylkingunni segja margir. Áherslur lýðræðisvaktarinnar eru sagðar líkar þeim hjá Bjartri framtíð og e.t.v. hjá Dögun líka. Þetta er allt samt fremur ruglingslegt.
Sæmundur Bjarnason, 30.4.2013 kl. 11:11
Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem aðhyllist allt aðra hugmyndafræði en Samfylking.
Stundum virðist Samfylkingin ætla að vera svona pólitísk kjörbúð með eitthvað handa öllum, en oftast segist hún vera norrænn jafnaðarmannaflokkur. Frjálslyndi er ekki einkenni norrænna jafnaðarmannaflokka.
Dögun og Lýðræðisvaktin lögðu höfuðáherslu á fá mál og bara eina lausn. Flokkarnir urðu til vegna þess að þeir voru of einstrengislegir í því að það væri bara einn sannleikur - þeirra sannleikur og allir áttu að undirgangast þá stefnu.
Fjölbreytni er lykilorð í stefnu BF og í fjölbreyttu samnfélagi kalla viðfangsefnin á fjölbreyttar lausnir. Þess vegna einblínum við frekar á markmið sem við viljum ná og finnum lausnir sem henta viðfangsefnunum og leiða okkur að markmiðunum.
G. Valdimar Valdemarsson, 30.4.2013 kl. 11:23
Eftirá er auðvelt að sjá að BF, Dögun og Lýðræðisvaktin (og sennilega fleiri) hefðu átt að bjóða fram sameiginlega. Hverjum það var að kenna að svo var ekki gert skiptir engu máli núna.
Sæmundur Bjarnason, 30.4.2013 kl. 11:51
Ætlar fólk aldrei að gera greinarmun á hinni gömlu og að því er virðist dauðu og sundruðu Samfylkingu og hinni nýju og frjálslyndu Björtu framtíð?
Skúli 30.4.2013 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.